Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 91
leg, menn eru vissulega orðnir þreyttir á henni. En hvort hægt er að gera merkingu beinlínis brottræka veit ég ekki, þetta er komið undir sjónarmiðum hvers og eins. Menn geta fengið sig sadda á hinu og þessu, fegurðinni í skáldskap, maður gemr orðið ákaflega leiður á „vel skrifuðum bók- menntum“ líka, maður getur orðið leiður á liprum prósastíl; og maður getur í staðinn kosið brokkgengar setningar, tyrfnar setn- ingar sem bera með sér að þær hafa verið settar saman með erfiðismunum. Stundum geta menn hins vegar líka verið hrifnir af léttum glæsileika, segjum til dæmis í einhverri enskri skáldsögu, þar sem málið er ekki í sköpun heldur bara notað eins og það liggur fyrir. Kannski má segja að þegar menn eru að gefast upp á merkingunni verði til réttlœt- ingarvandi fyrir skáldskap, menn fara að spyrja: „ 7/7 hvers er skáldverkið ef það á ekki að þýða neitt?" En á tíma pólitískrar baráttu hneigjast menn til táknmáls, jafnvel allegóríu, allir vita hvað hlutimir merkja og mönnum veitist auðvelt að réttlœta skáldskapinn á grundvelli þess hvaða gildi hann hefur ífrelsisbaráttunni. Ja, það er bara sá hængur á að vandinn leysist ekki með pólitískum táknmálsbók- menntum, því þar lenda menn í því að skáldskapurinn hættir að vera skáldskapur og þar er þá ekki um neina réttlætingu skáldskapar að ræða lengur. Ég held raunar að skáldskapurinn hafi ekkert sérstakt verkefni. Skáldskapur á ekki að koma neinu til leiðar. Ég held það ekki. En bækur koma ýmsu til leiðar. Rithöfund- urinn á ekki að hafa neitt sérstakt erindi, en bœkur eiga að hafa það. Ef bækur hafa ekkert erindi, ef þær hafa ekkert sérstakt hlutverk harðnar á dalnum. Hafi rithöfund- urinn of Ijóst verkefni fyrir höndum verður list hans að nytjalist. Það verður einsog veggspjald eða auglýsing eða dagblað. Ég held að bækur hafí ákveðið hlutverk, hvort sem okkur líkar betur eða verr, ég get staðfest það sem lesandi. Ég veit sem les- andi að þegar ég les snilldarverk, þá hefur það í rauninni mikil áhrif á líf mitt. Það breytir lífi mínu ef ég má segja svo. Þegar ég las Dostojevskí í fyrsta sinn varð ég annar maður, þegar ég las Kafka fyrst. .. Tónskáldið Kurtág hefur samið lög við ljóð Kafka, ég var að hlusta á þetta fyrir fáeinum árum, það hafði mikil áhrif á mig. Ég hugsaði með mér: Að svona tónlist og svona ljóð skuli vera til hlýtur að vera góðs viti fyrir tilveruna. Það eru ekki öll verk sama bullið, það eru til snilldarverk. Bók- menntir má réttlæta með snilldarverkunum, slík verk verða til annað veifið. Er bara hœgt að réttlæta skáldskap með svona huglægum, persónulegum rökum? Það eru til staðreyndir sem vísindin geta ekki náð eða lýst og verður aðeins lýst með skáldskap. Ekki bara staðreyndir sem varða tengsl milli manna heldur einnig hluti — sem aðeins verður lýst með fagurbók- menntum, ef það er þá yfirleitt hægt að lýsa þeim. Og þetta þýðir að gegnum þær fræð- umst við um tilveruna. Að sjálfsögðu. Mér finnst gott að vera ekki háður mikl- um takmörkunum. Menn geta alltaf sett sér einhveijar takmarkanir, eins og t.d. með því að skrifa sonnettu; hún verður að vera 14 línur, hafa endarím og svo framvegis. Og þegar menn máttu ekki skrifa um Rússa þá var það takmörkun eins og þeim væri uppálagt að skrifa eingöngu sonnettur. Það TMM 1992:3 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.