Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 91
leg, menn eru vissulega orðnir þreyttir á
henni. En hvort hægt er að gera merkingu
beinlínis brottræka veit ég ekki, þetta er
komið undir sjónarmiðum hvers og eins.
Menn geta fengið sig sadda á hinu og þessu,
fegurðinni í skáldskap, maður gemr orðið
ákaflega leiður á „vel skrifuðum bók-
menntum“ líka, maður getur orðið leiður á
liprum prósastíl; og maður getur í staðinn
kosið brokkgengar setningar, tyrfnar setn-
ingar sem bera með sér að þær hafa verið
settar saman með erfiðismunum. Stundum
geta menn hins vegar líka verið hrifnir af
léttum glæsileika, segjum til dæmis í
einhverri enskri skáldsögu, þar sem málið
er ekki í sköpun heldur bara notað eins og
það liggur fyrir.
Kannski má segja að þegar menn eru að
gefast upp á merkingunni verði til réttlœt-
ingarvandi fyrir skáldskap, menn fara að
spyrja: „ 7/7 hvers er skáldverkið ef það á
ekki að þýða neitt?" En á tíma pólitískrar
baráttu hneigjast menn til táknmáls, jafnvel
allegóríu, allir vita hvað hlutimir merkja
og mönnum veitist auðvelt að réttlœta
skáldskapinn á grundvelli þess hvaða gildi
hann hefur ífrelsisbaráttunni.
Ja, það er bara sá hængur á að vandinn
leysist ekki með pólitískum táknmálsbók-
menntum, því þar lenda menn í því að
skáldskapurinn hættir að vera skáldskapur
og þar er þá ekki um neina réttlætingu
skáldskapar að ræða lengur.
Ég held raunar að skáldskapurinn hafi
ekkert sérstakt verkefni. Skáldskapur á ekki
að koma neinu til leiðar. Ég held það ekki.
En bækur koma ýmsu til leiðar. Rithöfund-
urinn á ekki að hafa neitt sérstakt erindi, en
bœkur eiga að hafa það. Ef bækur hafa
ekkert erindi, ef þær hafa ekkert sérstakt
hlutverk harðnar á dalnum. Hafi rithöfund-
urinn of Ijóst verkefni fyrir höndum verður
list hans að nytjalist. Það verður einsog
veggspjald eða auglýsing eða dagblað.
Ég held að bækur hafí ákveðið hlutverk,
hvort sem okkur líkar betur eða verr, ég get
staðfest það sem lesandi. Ég veit sem les-
andi að þegar ég les snilldarverk, þá hefur
það í rauninni mikil áhrif á líf mitt. Það
breytir lífi mínu ef ég má segja svo. Þegar
ég las Dostojevskí í fyrsta sinn varð ég
annar maður, þegar ég las Kafka fyrst. ..
Tónskáldið Kurtág hefur samið lög við
ljóð Kafka, ég var að hlusta á þetta fyrir
fáeinum árum, það hafði mikil áhrif á mig.
Ég hugsaði með mér: Að svona tónlist og
svona ljóð skuli vera til hlýtur að vera góðs
viti fyrir tilveruna. Það eru ekki öll verk
sama bullið, það eru til snilldarverk. Bók-
menntir má réttlæta með snilldarverkunum,
slík verk verða til annað veifið.
Er bara hœgt að réttlæta skáldskap með
svona huglægum, persónulegum rökum?
Það eru til staðreyndir sem vísindin geta
ekki náð eða lýst og verður aðeins lýst með
skáldskap. Ekki bara staðreyndir sem varða
tengsl milli manna heldur einnig hluti —
sem aðeins verður lýst með fagurbók-
menntum, ef það er þá yfirleitt hægt að lýsa
þeim. Og þetta þýðir að gegnum þær fræð-
umst við um tilveruna. Að sjálfsögðu.
Mér finnst gott að vera ekki háður mikl-
um takmörkunum. Menn geta alltaf sett sér
einhveijar takmarkanir, eins og t.d. með því
að skrifa sonnettu; hún verður að vera 14
línur, hafa endarím og svo framvegis. Og
þegar menn máttu ekki skrifa um Rússa þá
var það takmörkun eins og þeim væri
uppálagt að skrifa eingöngu sonnettur. Það
TMM 1992:3
89