Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 103
sáttur við rökvísina hér. Er sálin fangi í dýblissu sálarinnar og lifir sálin sálina af? Það er engu líkara en að sálin hafi klofnað í tvennt en við fáum engar ffekari fregnir af þeim atburði í kvæðinu. Einsog þessi dæmi sanna er ljóðið síður en svo grimmdarleg sjálfskrufning, myndirnar sem sálin tekur á sig eru ekki sárar heldur aðal- lega spaugilegar, neyðarlegar, tilfinning skálds- ins gagnvart þeim er góðlátleg samúð. Fjarlægðin milli sjálfsins og „sálarinnar“ á myndunum er leið að tóni sem við könnumst við hjá Steinunni, nokkurs konar skoplegri hetju- lund gagnvart þrengingum lífsins, skáldið flaggar æðruleysi eða kokhreysti skopsins. En um leið er einsog þessi málverk af sálinni séu flótti ffá viðfangsefninu, skáldið þorir ekki að gefa færi á sér og sjálfsskoðunin verður mark- laus. Litförótt líf Annar hluti bókarinnar er sá lengsti og veiga- mestí. Hann samanstendur af fimmtán ljóðum sem öll tengjast árstíðum og náttúrufari. í fyrsta ljóðið sækir bókin sinn frábæra titil: Þegar sú spuming vaknar, í júní, úr hvaða efni lífið sé gert, þá sjást dagar og nætur, jafnaldra leiksystkin, kútveltast saman í löngum brekkum — og svarið fæðist; það er gert úr snarbjörtum tíma. Öðru gegnir um haust, úti á túni við sjó. Þar er enginn tími, aðeins litförótt líf, ofið úr kúaskít og norðurljósum. „Árstíðasönglið“ er óður til mannsins í náttúr- unni, ekki af því að maðurinn sé hluti af náttúr- unni heldur er náttúran hluti af manninum, sálarlíftð verður til úr birtu og myrkri árstíð- anna, fjallahring og fuglagargi, hestum og ijúp- um og rotnandi laufum, grýlukertum og þoku, skýjum og þögn, kúaskít og norðurljósum. Þetta em sveita- og öræfamyndir, ljóðin em mann- laus nema eitt skíðaljóð þar sem em maður með hund, hundlaus maður, maður með hundshaus og Guð sem forritari heimsins. (Æ, ég veit ekki með tölvumar: bjóða þær ekki upp á full ein- hæfar samlíkingar?) Fáein ljóð ganga út frá einstökum upplifunum: skíðaferð, „kurteisum hesti“ í urð undir Ingólfsfjalli sem „gleður gestsaugun“; en flest em óstaðbundnar hugleið- ingar um eðli og eigindir árstíðanna og lífsins, eða mannsævinnar, því Steinunn ymprar snyrti- lega á hefðbundnu tákngildi árstíðahringsins án þess að þröngva ljóðunum alfarið inn á þá braut. Dæmi um hvernig aukinni merkingu er laumað innívangavelturum árstíðirnar er 10. ljóðþessa flokks: í febrúar er sumarið hugmynd um árstíð sem hefur oft komið, en tæpast hún komi aftur. Það er ólíklegt, segir skáldið, að krían „stilli radarinn sinn rétt“ og rati aftur til Islands en... ... ef svo færi, skyldi ég uppfrá því fagna henni nýfermd á ströndinni, og bíða eftir fleiri merkjum um sumar. Ef lýsingarorðið „nýfermd“ er skilið eiginlegri merkingu verður vorið að vori lífsins, árstíð sem tæpast kemur aftur. Sum ljóðin em spriklandi kát yfir náttúmlífi árstíðanna en mest áberandi er þó angurvær tilfinning fyrir hverfulleika fegurðarinnar og lífsins (og æskunnar): Samt er sumarið ekki meira en hálfsdags ferð: jökull í hliðarspegli, fi'fa við vegkant, ský að sigla í aflangri tjöm. Tónninn er hvað niðurdregnastur í þrettánda ljóðinu, þar er afar dapurlegt um að litast í lífinu: Fréttir em þær á útmánuðum að sömu vindamir næða og á þínum tíma að enn saumar þokan hjúpa um hryggðarmynd landsins TMM 1992:3 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.