Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 15
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Eitt helsta áhyggjuefni Vogarinnar síðustu árin hafa verið fjármálin og himinhvolfin geta glatt hana
með því að þessum áhyggjukafla er nú að stærstum hluta lokið. Vogin hefur upplifað sig svolítið
tætta vegna þessa og fundið fyrir byrðum á bakinu og í ár finnst henni loksins gefast tími í annað en
streð.
Plútó hefur verið í fjórða húsi heimilis og fjölskyldu í nokkur ár og verið miskunnarlaus í því að
hræra upp í fjölskyldulífinu. Vogin getur hafa þurft að fara í gegnum uppgjör og áföll þótt síðasta ár
hafi verið rólegra en árin þar á undan, en Plútó verður þarna áfram næstu árin. Að því leytinu til er
það gott, að vandamál og erfiðleikar liggja ekki þarna án þess að tekið sé á þeim. Vogin hefur leyst úr
mörgum hnútum og ef þeir eru ennþá þarna til staðar mun hún halda áfram að slétta úr misfell-
unum. Gott er að hafa það í huga, þegar Vogin hugsar að stundum væri hún til í einfaldara líf, að hið
einfalda þarf ekki að vera gott. Þá er hún minnt á að fara í sund eins oft og hún getur, hvergi finnur
hún betri slökun en í vatni.
Það er skemmtilegra að vera einhleyp Vog í ár en gift ef litið er til þess að það er togstreita í lang-
tímasamböndum. Einhleypar Vogir eru hins vegar með aðdráttarafl á við rjómaís á sumri og virðast
laða að sér á óútskýranlegan hátt allt og alla.
Framan af ári mun Vogin hafa í sig og á en ekki sjá mikla peninga umfram það, það breytist hins
vegar eftir 11. ágúst og mun koma ánægjulega á óvart þegar það verður aukaafgangur til að nota í
meira en daglegar nauðsynjar. Í ár þarf Vogin að vera dugleg að minna á sig og láta vita að hún sé
viljug til að taka að sér spennandi verkefni á vinnustað eða nýjum vígstöðvum svo hún gleymist ekki.
23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER
Vogin
Þeim Steingeitum sem hafa ekki gegnið í gegnum hjónaskilnaði á síðasta ári, eigin eða í nærfjöl-
skyldu, getur engu að síður liðið eins og einhver sprenging hafi átt sér stað í fjölskyldunni. Það
hefur alveg verið gaman, en mikill ólgusjór engu að síður. Steingeitin hefur stundum spurt sig af
hverju það er ekki bara hægt að láta eitthvað eitt gerast í einu en ekki allt á einu bretti eins og
undanfarið. Þetta hefur líka kostað peninga, breytingar geta reynst kostnaðarsamar á fleiri máta
en að reyna á andlega, sérstaklega fyrir þá sem hafa þurft að kaupa nýjan helming af innbúi.
Góðu fréttirnar er að útgjöldin minnka á árinu um leið og það hægist um. Og það er heilmikla
næringu og ró að fá í umgengni við systkini Steingeitarinnar eða nána vini.
Steingeitin er ekki áhættusækin á þann hátt að sækja í spilakassa en hún grípur góð viðskipta-
tækifæri óhikað ef áhættan er ekki of mikil. Hún á líka að gera það í ár, það er bjart yfir í þeim
efnum, sérstaklega frá 21. mars til 19. apríl og 23. júlí til 23. ágúst. Þess má geta að árið 2016
verður frábært fyrir Steingeitina í atvinnumálum, árið 2015 er fremur rólegt þar, en Júpíter
verður á þarnæsta ári í húsi starfsferilsins, sem eru ljómandi góð tíðindi.
Ástin er í loftinu upp úr miðjum ágúst, sérstaklega fyrir fráskildar Steingeitur eða þær sem
voru að slíta langtímasamböndum, svo ekki sé minnst á þær sjóuðustu; tví- og þrífráskildar; því
fleiri skilnaðir að baki, því betra. Það er logn á eftir stormi síðasta árs og þau sambönd sem lifðu
hann af verða með ágætasta móti árið 2015. Steingeitin má ekki trassa það að fara til læknis í ár
ef hún verður slöpp og hlúa vel að sér. Þá er heldur ekki ólíklegt að spennandi rómantískir hlutir
gerist einmitt á ólíklegum stöðum svo sem læknabiðstofum eða á bókasafninu.
21. DESEMBER – 19. JANÚAR
Steingeitin
Sporðdrekinn hefur verið eitthvað lítill í sér, þreyttur og búinn á því síðasta árið, sjálfstraustið
ekki sem best og í versta falli hefur þrítugum Sporðdrekum liðið sem þeir væru sextugir og sex-
tugum liðið sem níræðum. Góða fréttirnar eru þær að þetta lagast, Sporðdrekinn finnur aukinn
innri styrk, meiri og meiri eftir því sem líður á árið og laðar að sér fólk.
Þetta mun einnig sýna sig sérstaklega hjá þeim Sporðdrekum sem eru í námi þar sem þeim
gengur vel með auknu sjálfstrausti og þeir sem vinna í hvers kyns sölustörfum og þar sem þeir
þurfa að koma fram og tala og sannfæra fólk finna fyrir miklum meðbyr og sköpunarkrafturinn
er með blómlegasta móti.
Sporðdrekinn gæti haldið eitt augnablik að spenna í stórfjölskyldunni sé að minnka eftir átök
við foreldri eða aðra nána fjölskyldumeðlimi síðustu misserin og það er rétt, en hann má ekki
verða fyrir vonbrigðum ef einhver vandamál koma upp, þetta gerist smátt og smátt en í það heila
má hann kætast því flestallt er á uppleið í lífi hans þótt það gerist ekki á einni nóttu og það á líka
við um fjármálin. Er það helst því að þakka að Sporðdrekinn hagar neyslu sinni skynsamlegar.
Þeir sem kjósa það að hlutirnir breytist ekki og allt haldist við það sama njóta góðs af því að
það er ólíklegt að það flosni upp úr ástarsamböndum en á hinn bóginn er Sporðdrekinn ekki lík-
legur til að bindast neinum sterkum böndum í ár. Það er ekki þar með sagt að það skorti róm-
antíkina, það verður nóg af fólki á vegi hans og létt ástarskot hægri/vinstri. Þetta gæti orðið
valdamikill einstaklingur eða ríkur, í það minnsta mun Sporðdrekinn eignast einhvers konar fé-
laga, vini eða elskhuga á árinu sem eru ríkari en hann sjálfur.
23. OKTÓBER – 22. NÓVEMBER
Sporðdrekinn
Vatnsberinn er nokkuð sáttur við þá stefnu sem fjárhagurinn tók á síðasta ári þar sem innkoman
varð meiri, með hærri launum, aukaverkefnum og öðru í þeim dúr. Engar áhyggjur, það eru ekki
fjárhagsvandræði í vændum, en Vatnsberans bíður mikil og krefjandi vinna á næsta ári, tekj-
urnar eru í góðu lagi en nú þarf að spýta í lófana sem aldrei fyrr og svitna. Það kann því að skjóta
skökku við en orkan þverr ekki og Vatnsberinn er sérlega hress og orkumikill og hvetur alla til að
koma með sér í bátana. Það verður gaman að vera í kringum hann og hann smitar út frá sér
gleðinni. Og heillar fólk upp úr skónum.
Vatnsberinn fær meiri tíma fyrir sjálfan sig (og vinnuna) því heima fyrir eru ekki jafnkrefjandi
verkefni og árin á undan, fjölskyldumeðlimir eru minna upp á hann komnir og heilsufar nánustu
fjölskyldumeðlima breytist til hins betra. Það er rétti tíminn til að skipta um húsnæði ef það hef-
ur verið í bígerð lengi, sérstaklega í vor.
Vatnsberar í langtímasamböndum eða hjónaböndum eiga ágætis ár í vændum en hins vegar
gætu foreldrar hans, tengdaforeldrar eða aðrir mjög nánir aðstandendur þurft að ganga í gegn-
um sitt. Vatnsberinn hefur einstaka hæfileika til að að vera hlutlaus og hlusta á alla aðila af yfir-
vegun en það gæti engu að síður tekið á taugarnar og Vatnsberinn á ekki taka þetta of mikið inn á
sig. Vatnsberar eru fljótir að tileinka sér það sem nútíminn og tæknin býður upp á og einhleypir
Vatnsberar eru afar líklegir til að kynnast einhverjum á spjalli í tölvunni. Hins vegar er þetta lík-
lega einhver sem þeir þekkja nú þegar en þeir eiga eftir að kynnast einhverjum upp á nýtt í afar
skemmtilegu spjalli, líklega strax núna eftir áramótin í skammdeginu.
20. JANÚAR – 18. FEBRÚAR
Vatnsberinn
Fiskurinn á viðburðaríkt ár framundan, með eindæmum. Hann er allra vinsamlegast beðinn um
að huga vel að heilsunni því hún er viðkvæmari en oft áður enda þolir Fiskurinn illa stress.
Fiskurinn er ekkert gefinn fyrir dramatískar breytingar á eigin högum og Fiskar sem eru
sáttir við eigin hagi í langtímasamböndum eða hjónaböndum eru ekki að fara að stokka þá hluti
upp.
Segja má að árið verði lærdómsríkt fyrir Fiskinn. Hann mun læra, með því að reka sig á veggi,
hvernig hann þarf að haga fjármálunum betur en það eru góð tíðindi. Í Fisknum blundar smá-
áhættufjárfestir en engu að síður getur það vel skeð í ár að hugmyndir hans verði að peningum í
stað þess að misheppnast, það getur brugðið til beggja vona. En ýmiss konar viðskipta- og gróða-
hugmyndir munu skjóta upp kollinum allt næsta ár. Gott er ef Fiskurinn ráðfærir sig við jarð-
bundið og skynsamt fólk, allra helst naut. Góðu fréttirnar eru að í heild eru næstu ár ábótasöm og
margir Fiskar gætu farið að kallast „ríkir“ í veraldlegum skilningi orðsins innan nokkurra ára.
Miklar kröfur verða gerðar til Fisksins á vinnustað og honum er ráðlagt að standa sig og sýna
sínar bestu hliðar því hann getur vel staðið undir þeim væntingum. Enda er líka alltaf betra að
einhver trúi á mann en að öllum sé nákvæmlega sama.
Það verður ógurlega gaman í félagslífinu seinni part árs. Og þarna er eitthvað alvarlegt í kort-
unum, það skellir sér einhver á skeljarnar, vill endilega fara í sambúð með Fisknum eða gefa
honum allan heiminn. Þetta er einhver sem er þegar farinn að gefa Fisknum gaum en líklega er
Fiskurinn heldur blindur á þessa athygli enn sem komið er.
19. FEBRÚAR – 20. MARS
Fiskurinn
Leiðtogahæfileikar Bogmannsins muna njóta sín til fullnustu á árinu og yfirmenn hans eða við-
skiptavinir sjá gusta af honum. Bogmaðurinn verður mikils metinn á vinnustaðnum en fjöl-
skyldumeðlimir þurfa að sætta sig við að hann er eilítið fjarlægur heima við, ekki er ólíklegt að
hann endi á að fá gusu frá einhverjum í sínum nánasta hring sem fær sig fullsaddan á því sem við-
komandi upplifir sem kulda eða afskiptaleysi. Þess má geta að af því hve mikið verður að gera hjá
Bogmanninum gleymir hann jafnvel stundum að borða, þeir sem mega ekki við því að fara niður í
vigtinni þurfa að passa að borða vel og reglulega.
Bogmenn þekkja það sjálfir að þeir eru ekki til í að hanga í sambandi bara til að vera í því, til
þess eru þeir of sjálfstæðir og þurfa frelsi til að skoppa út um allar trissur. Bogmaðurinn er með
aðdráttaraflið í lagi á árinu og er hvattur til að njóta þess að klæða sig fallega og leyfa sér að
njóta sín því það æxlast svo að hann verður miðdepill athyglinnar víðast hvar sem hann kemur.
Þeir sem falla fyrir Bogmanninum árið 2015 eru fólk sem er veiðimenn í eðli sínu og vilja þurfa að
hafa fyrir því að ná ástum einhvers. Einhleypir Bogmenn eru nefnilega ekkert sérstaklega upp-
teknir af því að sinna einhverjum öðrum en sjálfum sér í ár, þeir sem alla jafna eru svo hlýir og
tilbúnir til að elska. Ef Bogmaðurinn verður ástfanginn á næstu mánuðum er það því að öllum lík-
indum manneskja sem er ákveðin og ákaflega sjarmerandi. Og það er langlíklegast að það gerist
einhvers staðar á tímabilinu 1. maí til 21. júní. Peningar þefa Bogmanninn uppi í ár fremur en að
hann finni þá með því að leita sérstaklega að þeim og þá rekur helst á land í formi einhvers konar
velgjörðar frá nánum aðstandanda eða skonsu sem verður fyrirframarfur.
23. NÓVEMBER – 20. DESEMBER
Bogmaðurinn
Stjörnuspáin er byggð á spá stjörnuspekingsins Joseph Polansky fyrir stjörnumerkin árið 2015.
Hún birtist í bókinni Your Personal Horoscope 2015.