Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 V ið erum mjög saklaus og erum bara heima með fjölskyldunni,“ segir Klara Hjartardóttir, nemandi í 10. bekk, og hlær þeg- ar blaðamaður spyr hvort eitthvað sé um hópahitting í Garðabæ. „Við höfum ekki farið út að hitta krakkana hingað til, en það er eitthvað verið að ræða að gera það kannski í ár,“ segir Birgir Steinn Jónsson. Krakkarnir sam- mæltust um að það væru frekar krakkar á fyrsta ári í framhalds- skóla sem hittust eftir miðnætti enda eru ákveðin skil á milli gagnfræðaskóla og framhalds- skóla. „Þeir sem eru farnir yfir í menntaskóla hittast frekar og eru líka frekar að djamma og svona,“ segja krakkarnir. „Það mun kannski breytast á næsta ári.“ Krakkarnir segja þó að í fjöl- skyldum þeirra sé haldið í ákveðnar hefðir á áramótum og segja þau blaðamanni frá því hvernig kvöldinu er háttað. Brennan við Sjálandshverfi í Garðabæ er ákveðinn samkomu- staður og hitta flestir krakkarnir vini sína þar áður en haldið er heim að horfa á áramóta- skaupið í faðmi fjölskyld- unnar. STERK SKIL Á MILLI GAGNFRÆÐASKÓLA OG FRAMHALDSSKÓLA Frá vinstri: Þórdís Ragna, Sigríður Erna, Klara, Birgir Steinn og Bjarki Rúnar eru öll í 10. bekk í Garðaskóla og hlakka til áramótanna. Morgunblaðið/Þórður Njóta þess að vera með foreldr- um sínum á gamlárskvöld GAMLÁRSKVÖLD ER EINA KVÖLD ÁRSINS SEM ÖLL FJÖLSKYLDAN VAKIR FRAMEFTIR, KVEÐUR GAMLA ÁRIÐ OG BÝÐUR ÞAÐ NÝJA VELKOMIÐ. NOKKRIR HRESSIR KRAKKAR Í 10. BEKK Í GARÐASKÓLA VORU SPURÐIR HVERT FERÐINNI VÆRI HEITIÐ Á GAMLÁRSKVÖLD. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Eru einhverjar hefðir innan fjölskyldunnar á gamlárskvöld? Við erum oftast heima hjá mér, ég og fjölskyldan, ömmur og afar, frænk- ur og frændur. Yfirleitt er það alltaf sami hóp- urinn og það er í raun engin hefð með matinn. Ég og bróðir minn förum yfirleitt út að sprengja saman áður en áramótaskaupið byrj- ar. Við horfum síðan öll á áramótaskaupið og förum síðan út að sprengja. Á miðnætti skál- um við og fáum okkur ís eða ein- hvern annan eftirrétt. Yfirleitt horfum við samt alltaf á gaurinn sem býr á móti okkur. Hann flyt- ur held ég flugelda inn eða eitthvað álíka og er alveg með fullan bílskúr af rakettum og alls konar. Hann er með alveg helling og við erum því bara með einkaflug- eldasýningu þar. Við erum stundum með ná- grönnum okkar eftir klukkan tólf. Ferð þú út að hitta vinina eftir miðnætti? Fjölskyldan hittir stundum nágrannana eftir miðnætti, ég fer kannski frekar daginn eftir að hitta vinina. Við erum bara öll með fjölskyld- unni á gamlárskvöld. Nágranninn með magnaða flugeldasýningu Eru einhverjar hefðir innan fjölskyldunnar á gamlárskvöld? Jú, jú, ætli það ekki. Öll fjöl- skyldan kemur heim til mín í Goðatúnið og við borðum öll saman. Það er alltaf eitthvað mismun- andi, en alltaf flottur kvöldverður. Mamma er kokkur og breytir því alltaf til og kemur með eitt- hvað nýtt á hverju ári. Eftir mat förum við öll saman á brennuna, hittum þar alls konar fólk úr Garðabænum og svo komum við heim. Þá horfum við öll saman á áramótaskaupið og förum síðan út að sprengja. Öll gatan hittist alltaf í botnlang- anum og sprengir saman þar. Flestir þekkjast í götunni svo það er mikil stemning. Þegar klukk- an slær 12 fagna allir saman. Mamma fer síðan oftast í eitthvert partí og vinkonur mínar koma heim til mín og við spilum oftast. Ferð þú að hitta vinina eftir miðnætti? Jú, jú. Fjórar vinkonur mínar koma heim til mín eftir miðnætti og við spilum saman og það er bara gaman hjá okkur. Það er ákveðin hefð hjá okkur að við búum okkur alltaf til óáfengan mohito. Síð- an klárum við að sprengja allt smádraslið, það fer alltaf í taugarnar á foreldrunum að hafa eitthvert andskotans smádrasl. Flestir í götunni þekkjast og allir fagna saman Fjölskyldan Austan við Reynisvatn í Grafarholti er æðislegt útivistarsvæði sem nefnistSæmundarsel. Í Sæmundarseli er þrautabraut, eldstæði og fleira og snjallt að taka með sér jafnvel heitt kakó og nesti. Upplagt að gera sér ferð þang- að með fjölskylduna einn helgardag og njóta samverunnar. Leynistaður í Grafarvogi KLARA HJARTARDÓTTIR BJARKI RÚNAR SVERRISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.