Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 25
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Litið yfir hópinn í Gamlárshlaupi ÍR árið 2006. Morgunblaðið/Kristinn inu í stað gamla ÍR-heimilisins við Túngötu. Búningahefðin er því sjálfsprottin og tengist bara ára- mótastuðinu. „Þeim sem mæta í búningum hefur fjölgað ár frá ári og nú er þetta orðinn ansi stór hluti af hlaupinu þar sem heilu hlaupahóparnir taka sig jafnvel saman,“ segir Inga Dís og eins og meðfylgjandi myndir bera með sér setja skrautlega klæddir hlaupa- hópar sannarlega svip sinn á hlaupið. „Núna ætlum við að koma til móts við þessa þróun og vera með verðlaun fyrir bestu búninga hóps,“ segir Inga Dís en síðustu ár hafa aðeins verið veitt einstaklings- verðlaun í búningaflokki. Ennfremur er fjöldi verðlauna í boði fyrir góðan árangur í ýmsum aldursflokkum og til viðbótar fá um hundrað heppnir hlauparar fjöl- breytt útdráttarverðlaun. Árið 2011 var síðan rás og enda- markið fært úr Ráðhúsinu í Hörpu og Sæbrautin hlaupin. „Við náum allt annarri stemningu þarna,“ seg- ir Inga Dís en Harpa rúmar hlaup- arana vel. Í ár verður bryddað upp á þeirri nýjung að bjóða upp á ljós- myndatökur af hópum. Súmóglímukappi tók fram úr henni Þó að margir séu búningaklæddir verður líka komið til móts við þá sem eru ekki aðeins að hlaupa sér til yndis. „Við ætlum að vera með hraðastjóra núna ef veður leyfir,“ segir hún. Inga Dís byrjaði að hlaupa árið 2009. Hún hefur tvisvar sinnum tekið þátt í gamlárshlaupinu, árin 2009 og 2010 og hefur eftir það komið að skipulagningu hlaupsins. Hún hefur þó ekki keppt í búningi. „Ég er ennþá bitin af þeirri reynslu þegar maður í búningi súmóglímukappa tók fram úr mér. Mér féllust hendur. Þetta var mitt fyrsta tíu kílómetra hlaup og ég eiginlega bugaðist þegar þessi blaðra tók fram úr mér,“ segir hún og hlær. „Ég jafnaði mig hins veg- ar fljótt og var rígmontin það sem eftir var dags og næstu daga að hafa hlaupið þessa vegalengd.“ Gleðin er við völd hjá þessum hlaupahópi og stemningin áþreifanleg. Sérstaklega skemmtilegir búningar í bæverskum anda. Það eru ábyggilega margir sem eyða jólafríinu í bóklestur, bæði lestur jólabókanna og rafbóka sem búið er að kaupa en hefur vantað tíma til að lesa. Betra er að lesa af hefðbundinni bók á kvöldin heldur en iPad því ljósið sem tölvan gefur frá sér getur haldið vöku fyrir fólki. Kindle með rafbleki en ekki baklýstum skjá gengur líka. Bóklestur á kvöldin*Heimurinn er góðurstaður og þess virði aðfyrir hann sé barist. Ernest Hemingway Bretum finnst laun ekki eins mikilvæg og að vinna með fólki sem þeim líkar við, að því er kemur fram í nýrri könnun um hamingju á vinnustöðum sem tók til 2.000 manns. Átta af hverjum tíu Bretum myndu velja starf sem þeir njóta fram yfir hærri laun, að því er segir í frétt á vef breska dagblaðsins Independent. Könnunin leiddi í ljós að Bretum finnst ábyrgð og við- urkenning í starfi, góður fé- lagsskapur og stuttur ferðatími í vinnunna mikilvægari en launin. Þriðjungur þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, hefur hætt í vinnu, þrátt fyrir góð laun og þá vegna þess að þeim fannst mik- ið stress ekki virði launanna. Aðeins 15% óánægð í vinnunni Samkvæmt könnuninni eru flestir Bretar hamingjusamir í starfi en aðeins 15% aðspurðra voru óánægð í vinnunni. „Það er áhugavert hversu mikið staða og viðurkenning hefur að segja varðandi ánægju í vinnu ásamt því að fólk hafi til- finningu fyrir því að það geti þróast í starfi og sé að vinna að einhverju meira,“ segir Mark Farrar, framkvæmdastjóri AAT, sem lét gera könnunina. Launin ekki úrslitaatriði Þriðjungur þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, hefur hætt í vinnu, þrátt fyrir góð laun og þá vegna þess að þeim fannst mikið stress ekki virði launanna. Getty Images Ástæður til að halda starfinu: * Ég á í góðu sambandi viðvinnufélagana. * Ég hef gaman af starfinu. * Gott samband við yfirmann. * Annað starf býðst ekki. * Ferðatíminn í vinnuna er viðráðanlegur. * Launin. * Ég á í góðu sambandi við við-skiptavinina. * Mér finnst ég hafa tækifæri tilað þróast í starfi. * Ég er góð(ur) í því sem éggeri. * Stressið er ekki of mikið. VINNUFÉLAGAR, VIÐ- URKENNING Í STARFI OG ÞÆGILEGUR FERÐATÍMI HAFA MEIRA AÐ SEGJA UM STARFSÁNÆGJU EN LAUN. Kalk er mikilvægt næringarefni í líkamanum. Það er ómissandi til að viðhalda sterkum • Beinum • Tönnum • Vöðvum • Taugaviðbrögðum • Blóðstorknun Lífræn jurtablanda sem auðveldar og eykur upptöku kalks. Nýtist líkamanum vel. Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í heilsuvöruverslunum og apótekum Fljótandi kalk frá Salus Inniheldur ásamt öðru þykkni úr gulrótum, rósaber og mangó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.