Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 47
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 saman rísa þær sannarlega undir nafnbótinni heims- styrjöld. En áfram flugust stríðsmenn á, þótt þessum hildarleik á heimsvísu lyki. Þau stríð voru ógurleg líka, mannfall mikið og lík- amstjón verra en fyrr, því mannkynið tók sífelldum „framförum“ í greininni. Nefna má Kóreustríð, átök um Súez-skurð, stríð um tilveru Ísraels, uppreisn í Ungverjalandi, Víetnamstríð, Balkanskagastríð, út- rýmingarherferðir í Afríku, byltingu á Kúbu, styrj- aldir í Suður-Ameríku, herforingjastjórnir og manns- hvörf. Og Margrétar vegna skal nefna Falklands- eyjastríðið. Þetta eru dæmi af handahófi. Samt er látið eins eins og friður hafi ríkt, „svona þegar á heildina litið“. Þessi „alheimsfriður“ er að vísu líka kallaður stríð – kalt stríð. Þá lágu heilu þjóðirnar svefnlausar af ótta við að kjarnorkan eyddi þeim og lunganum af jarð- nesku lífi í leiðinni. En svo féll múrinn og alþjóðamálin urðu hæfilega volg. Nixon hafði dregið Kína inn í rotaryklúbb þjóð- anna. Þýskaland varð aftur að einu ríki. Rússland í kjölfarið að bisnessríki á fáeinum mánuðum, eins og Lenín hefði aldrei komið þangað austur með lestinni. En líkin í lestunum sem fóru enn austar munu halda nafni hans uppi um ókomna tíð, sem og lærisveinsins Stalíns. En Rússland umpólaðist í einni svipan og minnti við þá umbreytingu dálítið á „gullöldina“ hans Al í Chi- cago forðum og tímaskeið sem annar Al, leikarinn Pacino, og Marlon Brando gerðu eftirminnilegt á filmu. Og það urðu fleiri stríð þótt múrinn hyrfi: Írak, Ír- an, Afganistan, Túnis, Sýrland, Líbía og Úkraína. Enn nefnt af handahófi. Margar milljónir manna féllu í þessum stríðum og þó þótti sjaldnast taka því að lýsa því yfir að stríð væri formlega hafið. Það var þó háttur heiðursmanna áður fyrr og alþjóðlegar reglur gilda um að slíkt skuli gert. Það er því ekki auðvelt að draga mörk á milli stríðstíma og friðartíma. Með fyrirvörum um „smástríðin“ er talað um stríðstíma á öðrum og fjórða til fimmta tug síðustu aldar. Svo kom kaldastríðstíminn. Enn er stríðstími Nú er hryðjuverkastríðstíminn sagður hafinn. Hann lýtur ekki landamærum, engum reglum og hermenn- irnir skera sig ekki úr almúga og markmiðin eru óljós. Lágmarksreglur um miskunnsemi, sem jafnan var talin gilda í formlegu stríði áður fyrr, svo sem um meðferð særðra og fanga, eru ekki til í hryðjuverka- stríðinu. Ekki er auðvelt að leiða fram fordæmi úr sögu fyrir svona stríðum, né greina uppsprettuna svo gagn sé að. Sumir halda því þó fram, að mest séu lík- indin við trúarbragðastríðin fornu. Janus lætur ekki uppi hvað sú ásjóna hans sem veit fram sér, eins og í leiftri inn í framtíðina, um þessi áramót. Manninum er ekki treyst fyrir því að sjá inn í framtíðina. Enda mundi hann kunna lítt að fara með svo guðlegan mátt. En þar sem maðurinn, langfremstur meðal jafningja í dýraríkinu, man og getur lært, þótt í smáu sé, getur hann brugðist að nokkru við því sem fram- tíðin skammtar. Það hefur einnig sýnt sig að maður- inn getur gert sitt til þess að sumt snúist til betri veg- ar. Þess vegna leitast hann við, ekki síst um áramót, að varða veg sinn fögrum fyrirheitum. Jú, jú, við vit- um öll, hvert og eitt, hvernig hefur farið fyrir þeim sumum. En það réttlætir ekki uppgjöf. Reyna bara að standa sig betur á næsta ári. Þetta á líka við um þjóð. Það er að vísu snúið að fá fram óskeikulan þjóð- arvilja til góðs eða ills. En hann hefur einstaka sinn- um sýnt sig. Og þegar hann hefur beinst til góðrar áttar, og samstillingin verið fyrir hendi, hefur það ráðið úrslitum um að betur fór en á horfðist. Það má hafa þetta í huga. Það er alltaf rétt að reyna. Það er sjálfsagt að óska náunganum gleðilegs nýs árs og farsældar á því ári og það skaðar örugglega ekki að stuðla að því, að frómar óskir gangi eftir. Morgunblaðið/Golli * En Rússland umpólaðistí einni svipan og minnti við þá umbreytingu dálítið á „gullöldina“ hans Al í Chicago forðum og tímaskeið sem annar Al, leikarinn Pacino, og Marlon Brando gerðu eftirminnilegt á filmu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.