Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 53
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Morgunblaðið/Einar Falur „Ég er nú ekkert montinn af því að vera Íslendingur nema þegar eldgos hefjast, þá minn- ir fólk mig á að ég sé íslensk- ur,“ sagði listamaðurinn Erró í viðtali 14. septem- ber. Stærsta yfirlitssýning sem sett hefur verið upp á verkum hans var opnuð í samtímalistasafninu í Lyon í ár. Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/ Eggert Morgunblaðið/Golli „Lengi vel var maður að burðast með að nota þær kolröngu aðferðir sem maður lærði sem barn í Laugarnesinu við að reyna að leysa aðstæður sem komu upp á fullorðinsárum. Ég sá fljótlega að það gekk ekki upp og þannig er ég alltaf að læra að gera betur. Það verkefni er ævilangt eins og hjá öllum sem alast upp við svona aðstæður,“ sagði Þor- steinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður 21. september í viðtali um líf og störf og hvernig var að alast upp við alkóhólískar aðstæður. Morgunblaðið/Rósa Braga „Við Íslendingar erum fallnir úr úrvalsdeild í krabbameinslækningum, þar sem við höfum verið áratugum saman. Það get ég fullyrt. Ég fylgist mjög vel með á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum og eins og staðan er orðin stöndum við þeim heilbrigðiskerfum ekki leng- ur á sporði. Og hvað gerir lið sem fellur úr úr- valsdeild? Annaðhvort gefst það upp og við- urkennir að það hafi hvorki aðstöðuna né þekkinguna lengur eða spyr hvað það geti gert til að komast aftur upp í úrvalsdeild,“ sagði Helgi Sigurðsson, yfirlæknir í krabba- meinslækningum, 28. september. Morgunblaðið/Einar Falur „Stundum fæ ég þessa skrýtnu tilfinn- ingu, að ég verði að útbreiða orðið – ég vona að ég sé ekki trúboði í eðli mínu!“ sagði rithöfundurinn Gyrðir Elíasson 9. nóvember. Morgunblaðið/Eggert „Ég vorkenndi foreldrum mínum ekki að missa mig, ég var að gera þeim greiða því ég vorkenndi mínum nán- ustu fyrir að eiga svona ömurlegt barn, systur og vin- konu. Það er algengur misskilningur að fólk sem sviptir sig lífi geri það af eigingjörnum hvötum; eins furðulega og það hljómar er það að hugsa um aðra,“ sagði Silja Björk Björnsdóttir, 22 ára, 9. nóvember. Silja hefur í sjálfboðaliðastarfi frætt ungmenni um þunglyndi og sagt frá eigin tilraun til sjálfsvígs. Morgunblaðið/Kristinn „Við erum orðnir svo gamlir og þroskaðir, að þótt það séu einhverjir vina minna þeirrar skoðunar að ég eigi ekki að gefa þessa bók út og ég eigi ekki að segja frá þessu máli, þá hefur það engin áhrif á vináttu sem staðið hefur nánast alla ævi,“ sagði Styrmir Gunnarsson í viðtali 16. nóvember. Ný bók eftir Styrmi, Í köldu stríði, hefur vakið miklar umræður en Styrmir upplýsir í bókinni að hann hafi skrifað skýrslur um sósíalista og kommúnista á ár- unum 1961-1968. „Við vorum samningsbundnir og máttum því ekki gefa neitt út. Með tímanum verður maður leiður á að vera alltaf að spila sömu lögin. Það er ekki hægt að gera hlé á sköpunargáfunni, hún gæti þess vegna verið horfin á morgun og því þarf að njóta hennar á meðan hún er til stað- ar,“ sagði tónlistarmaðurinn Jón Jónsson 14. desember um það af hverju hann rifti samningi sínum við Sony. „Ekki misskilja mig. Ég ber fulla virðingu fyrir því en það eru hipparnir. Mín kyn- slóð og fólk sem er yngra en ég upplifir þessa náttúrutengingu með allt öðrum hætti. Hjá okkur er tæknin komin inn af fullum þunga. Ég meina, það er búið að finna upp Hubblekíkinn. Það er ákveðin smekkvísi í því. Fattarðu?“ sagði Björk Guðmundsdóttir 7. september, um leikstjórn Peters Stricklands á heimildarmyndinni Biophilia Live. Hún fagnaði því að leikstjórinn nálgaðist verkefnið ekki á for- sendum hippakynslóðarinnar. „Fólk kemur og vill búa hérna og finnst þetta fallegur staður og gaman að vera í sveit en gallinn við þetta er að svo þolir fólk ekki að það sé sveitalykt í kringum það. Við höfum lent í rosalega leiðin- legum útistöðum við fólk sem flytur hingað. Það er ekki rósailmur af dýrum og ekki hægt að búast við því ef þú býrð við hliðina á bóndabæ. Fólk er jafnvel að taka mynd af skítadreifaranum og senda mynd til heilbrigðiseftirlitsins,“ sagði Guðrún Helga Skowronski, söðla- smiður og bóndi á Dalsbúi í Mos- fellsdal, í viðtali 28. september.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.