Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 58
BÓK VIKUNNAR Í lok dags er að- gengileg vinnubók sem auðveldar fólki að gera upp daginn og bæta sig. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is 58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 BÓKSALA 15.-21.DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 5 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 6 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 7 Útkall : ÖrlagaskotiðÓttar Sveinsson 8 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 9 NáðarstundHannah Kent 10 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason Uppsafnaður listi frá áramótum 1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 4 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason 5 Útkall : ÖrlagaskotiðÓttar Sveinsson 6 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson 7 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 8 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 9 NáðarstundHannah Kent 10 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson BESTU ÍSLENSKU BÆKURNAR Jólin hans Ófeigs ÝMISLEGT BITASTÆTT KOM ÚT FYRIR JÓLIN. ÓFEIGUR SIGURÐSSON STAL ÓVÆNT SENUNNI MEÐ SKÁLD- SÖGUNNI ÖRÆFI SEM VARÐ METSÖLUBÓK. NOKKUÐ SEM ENGINN HAFÐI REIKNAÐ MEÐ.  Ófeigur Sigurðsson er hin óvænta stjarna þessa jóla- bókaflóðs. Þeir sem hafa lesið bækur hans vita vel af hæfi- leikum hans, en hann hefur aldrei áður nýtt þá jafn vel og í hinni frumlegu og óvenjulegu skáldsögu sinni Öræfum. Bók sem erfitt er að lýsa en svo afar auðvelt að njóta. Skáldsaga ársins  Lífríki Íslands er ein af glæsi- legustu og fallegustu bókum ársins. Snorri Baldursson fjallar þar á ítarlegan hátt um náttúr- una og vistkerfi lands og sjávar. Bók sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bókin sem bóksalar völdu fræðibók ársins. Glæsilegt og fallegt verk  Gerður Kristný sendir frá sér magnaðan ljóðabálk, Drápu, sem fjallar um dráp. Gerður yrkir meitlaðan texta og dregur upp sterkar myndir sem fanga lesandann. Bók sem hefði sannarlega átt að tilnefna til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Ljóðabók ársins  Í hinni kraftmiklu skáldsögu Kötu fjallar Steinars Bragi um kynferðisofbeldi gegn konum og dregur hvergi af sér og margt í bókinni er beinlínis slá- andi. Höfundar vísar í samtíma- atburði og nafngreinir jafnvel fólk. Bók sem líklegt er að skiptar skoðanir séu um. Kraftmikil skáldsaga  Unglingaskáldsagan Hafnfirð- ingabrandarinn er afar fjörlega skrifuð, skemmtileg og fyndin og aðalpersónan er minnisstæð. Höf- undurinn skrifar um ýmis alvarleg efni en predikunar verður ekki vart. Sérlega vel heppnuð ung- lingabók sem hefur slegið í gegn og er tilnefnd til verðlauna. Sérlega góð unglingabók  Táningasaga Sigurðar Páls- sonar er einstaklega skemmti- leg, fyndin og falleg bók um unglingsár höfundar. Bókin er einkar vel skrifuð, sneisafull af eftirminnilegum atvikum og höfundur lýsir samferðamönn- um sínum á lifandi hátt. Bók sem hefur þegar heillað marga og örugglega ein af bestu bók- um Sigurðar. Fyndin og falleg bók  Orð að sönnu eftir Jón G. Frið- jónsson er vegleg bók sem geymir stærsta safn íslenskra málshátta sem út hefur komið. Fjallað er um 12.500 málshætti, allt frá elstu heimildum til nútímans. Ein af þess- um bókum sem fólk verður að eiga. Vegleg bók um málshætti Skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur er lágstemmd, vel skrifuð og falleg saga um unglingsstúlku sem ákveður að lifa samkvæmt kenningum Krists og kemur þar með um- hverfi sínu í uppnám. Persón- urnar eru sérlega vel dregnar. Verk sem vekur til umhugsunar. Falleg og lág- stemmd saga  Í bókinni Náttúra ljóðsins fjallar Sveinn Yngvi Egilsson prófessor um náttúrusýn og umhverfisvitund í íslenskri ljóðagerð frá 19. öld og til nú- tímans. Þetta er fallega skrifuð bók og innihaldsrík þar sem sýnt er glöggt fram á að róm- antíkin lifir enn góðu lífi í ís- lenskri ljóðagerð og í við- horfum okkar til náttúrunnar. Rómantíkin í ljóðunum  Gyrðir Elíasson sýnir alla sína miklu snilli í Koparakri sem er ein af bestu bókum hans á ferlinum. Gyrðir býr yfir einstakri stílsnilld, hefur ríkt ímyndunarafl og er einkar lagið að skapa stemningar sem fanga lesandann. Það er hrein unun að lesa þessa frábæru bók. Meistaralegur Gyrðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.