Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 22
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 22 En býr hinsegin fólk á Íslandi við pressu um að falla inn í svo- kallað heteró-norm? Það er að segja hefðbundið fjölskyldu- mynstur? „Íslendingar eru í eðli sínu afturhaldssamir og einstakling- ar þurfa ekki að vera samkyn- hneigðir til að finna fyrir sam- félagslegri pressu, það er alveg meira en nóg að vera kona. Rétt- indi samkynhneigðra til að gifta sig er gríðarlega mikilvægur áfangi. Ég var í New York dag- inn sem hæstiréttur Bandaríkj- anna kvað upp dóminn til stuðn- ings giftingarrétti hinsegin fólks á landsvísu og gleðin í borginni var ógleymanleg. En ekki má gleyma að fjölbreytni byggist á því að einstaklingar fái að vera nákvæmlega eins og þeir eru, hvort sem um er að ræða kyn- hneigð, barneignir eða hjúskap fólks.“ Hvar stendur hinsegin baráttan ef við berum hana saman við það sem var fyrir 20 árum? „Staðan er mjög góð þar sem samkynhneigðir hafa náð fullum lagalegum réttindum. Enn vantar samt mikið upp á fræðslu um hinsegin málefni í skólakerfinu og meðal fagstétta eins og heil- brigðisstarfsfólks. Það vantar einnig verulega upp á sýnileika hinsegin fólks eins og í fjölmiðl- um og á þingi. Mér vitanlega er til að mynda enginn þingmaður á þessu kjörtímabili út úr skápn- um og samkynhneigðir fulltrúar í sveitarstjórnum ekki sýni legir. Íslendingar eru þekktir fyrir að ryðja brautina þegar kemur að jafnréttismálum og því orðið tímabært að kjósa forseta sem er hinsegin.“ Baldur segir lagalega og félags- lega stöðu hinsegin fólks svipaða hér og í flestum nágrannaríkjum okkar – austan hafs og vestan. „Hinsegin fólk á hins vegar mjög erfitt uppdráttar í mörgum lönd- um Mið- og Austur-Evrópu og annars staðar í heiminum. Það er til að mynda átakanlegt hvernig staða hinsegin fólks hefur farið versnandi í Rússlandi, hvernig það er ofsótt af stjórnvöldum í mörgum Afríkuríkjum og drepið af vígamönnum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi.“ Hann segir íslensk stjórnvöld hafa forgangs- raðað í vinnu að jafnréttis málum á alþjóðavettvangi og að barátta gegn mismunun í garð hinsegin fólks falli undir það. „Ísland hefur til dæmis stutt ályktanir og breytingar á ályktun- um í þágu réttinda hinsegin fólks í mannréttindaráði og á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna. Ísland hefur einnig talað fyrir réttindum hinsegin fólks í Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Það væri Íslandi til fram- dráttar ef stjórnvöld í samstarfi við Samtökin ’78 hefðu í auknum mæli frumkvæði að því að vinna að réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi.“ En hver eru helstu baráttumál- in um þessar mundir? „Tvennt skiptir að minnsta kosti miklu máli hér landi,“ útskýrir Baldur. „Í fyrsta lagi er mikilvægt að efla enn frek- ar fræðslu um málefni hinseg- in fólks í grunn- og framhalds- skólum landsins. Það væri gott að sjá ríkisvaldið með mennta- málaráðuneytið í broddi fylk- ingar vinna að fræðslu í skólum alls staðar á landinu. Þessu þarf jafnframt að fylgja að tekið sé á aðdróttunum og einelti í garð nemenda sem eru hinsegin. Í öðru lagi er mikilvægt að efla fræðslustarf innan íþróttahreyf- ingarinnar en hinsegin strákar virðast eiga erfitt með að koma út úr skápnum og nokkuð er enn um neikvæða umræðu um sam- kynhneigða á meðal þeirra sem stunda íþróttir.“ Kominn tími á hinsegin forseta Baldur Þórhallsson segir Íslendinga þekkta fyrir að ryðja brautina þegar kemur að jafnrétti. Þó vanti mikið upp á fræðslu um hinsegin málefni og sýnileika þeirra í fjölmiðlum og á þinginu okkar. Sigríður segir að þrátt fyrir að barátta samkynhneigðra á Íslandi hafi tekið stórt stökk á síðustu árum sé enn fjölmargt sem þurfi að skoða. „Hinsegin fræðsla á yngri skólastigum, réttindi hinsegin flóttafólks sem kemur til landsins og bann við blóðgjöf homma.“ Sigríður segir að af nægu sé að taka á alþjóða- vettvangi. „Ég tel að íslenska ríkið þurfi að taka enn þá sterk- ari og pólitískari afstöðu á þeim vettvangi. Það er ekki nægi- legt eða ásættanlegt að fagna einungis okkar eigin ágæti held- ur verðum við horfa út í heim og berjast fyrir réttindum þeirra sem eru ofsóttir og jafnvel myrt- ir vegna kynhneigðar sinnar.“ Hún segir vanta upp á sýni- leika hinsegin fólks. „Ósýnileik- ann má finna víða, í hinum ýmsu skúmaskotum. Lítið en áberandi dæmi má sjá í leikhúsum lands- ins en sviðsverk, þá sérstaklega leikrit, eftir samkynhneigða einstaklinga sjást alltof sjaldan á íslenskum leiksviðum. Hvað þá verk sem fjalla um tilveru hinsegin einstaklinga. Þessu verður að breyta hið fyrsta.“ Hún segir úr mörgu að velja þegar talið berst að því sem stendur upp úr í baráttu sam- kynhneigðra undanfarin ár. „En ákvörðun íslenska ríkisins að taka við hinsegin flóttafólki með hjálp Rauða krossins og Sam- einuðu þjóðanna var gríðarlega mikilvæg. Flóttafólk um allan heim lifir við skelfilegar aðstæð- ur en oftar en ekki er hinsegin flóttafólk enn þá lengra á jaðrin- um þar sem því er bæði útskúfað úr sínum eigin samfélögum og stendur síðan frammi fyrir því að þurfa að sanna samkynhneigð sína fyrir skrifstofublókum í komulandinu.“ Ekki nóg að fagna eigin ágæti Sigríður Jónsdóttir segir ósýnileika hinsegin fólks mega finna víða. Hún segir einstaklinga ekki þurfa að vera samkynhneigða til að finna fyrir samfélagslegri pressu, nóg sé að vera kona. Á erfiðum tímum er fátt eins hættulegt þeim sem eiga undir högg að sækja og lítilþægnin. Þá er skammt í það að menn fari að rugla saman hugtökunum umburðar- lyndi og frelsi. Má ég sem hommi afþakka þetta blessaða umburðarlyndi. Svo kann að virðast sem það feli í sér nokkra viðurkenningu. En í afstöðu umburðarlyndis- ins er alltaf dulinn fyrirvari: Það er allt í lagi með ykkur … en … en. Þess háttar viðurkenning vísar enga leið til frelsis- ins og reynslan sýnir að umburðarlyndið gildir aðeins meðan við þegjum og læðumst með veggjum. Það sést best að um svikalogn er að ræða þegar við hommar og lesbíur tökum til máls og leitum sjálfsagðra mann- réttinda. Þá rísa varð- menn ríkjandi ástands upp og reiða til höggs. Þorvaldur Kristinsson, fyrrverandi for- maður Samtakanna ´78, í Þjóðviljanum 1986 Afþakkar blessað umburðarlyndið Fáir hommar vinna í leikhúsunum á Íslandi, sem er auðvitað alveg galið því hvað er homma- legra en að leika í leikriti? Áhorfandinn, hvort sem hann er í leikhúsi eða á Gay Pride, á nefni- lega alltaf að vera að spyrja sig: „Bíddu nú við, hvort er þetta leikrit eða eru þessir hommar þarna á sviðinu að byrja orgíu?“ Svo er Lína Lang- sokkur náttúrulega lessa dauðans. Það veit hvert mannsbarn. Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld Lína langsokkur – lessa dauðans Mér vitanlega er enginn þingmaður á þessu kjörtímabili út úr skápn- um og samkynhneigðir fulltrúar í sveitarstjórnum ekki sýnilegir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fjölbreytni byggist á því að einstaklingar fái að vera eins og þeir eru, hvort sem um er að ræða kynhneigð, barneignir eða hjúskap. Sigríður Jónsdóttir, MA-nemi í mannfræði og leikhúsgagnrýnandi. Ólöf Skaftadóttir olof@365.is 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -2 2 C 0 1 5 A E -2 1 8 4 1 5 A E -2 0 4 8 1 5 A E -1 F 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 2 8 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.