Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 24
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Aðspurður segist hann halda að almennt mæti hinsegin fólk vel- vild og kurteisi í heilbrigðiskerf- inu eins og aðrir. „Það er allavega ákaflega erfitt að alhæfa um jafn teygjanlegt hugtak og fordómar eru. En hver og einn sem leitar að fordómum getur fundið þá. Ég held að allir sem telja sig tilheyra ein- hverjum minnihlutahópi geti gert það. Hinsegin einstaklingur sem nálgast heilbrigðiskerfið með því hugarfari að hann eða hún eigi eftir að verða fyrir fordómum, mun að sjálfsögðu finna þá í ein- hverri mynd.“ Hann segir trans fólk fyrst og fremst mæta undrun og van- kunnáttu úti í samfélaginu. „Fólk almennt veit lítið um kynáttunar- vanda og kynleiðréttingar. Þetta lýsir sér í forvitni og óþægilegum athugasemdum. Mér finnst þó lang- flestir leggja sig alla fram til að mæta þessum einstaklingum af kurteisi og skilningi þar sem þeir eru. En fólk verður líka að skilja að einstaklingur sem gengið hefur undir sínu nafni og persónufornöfn- um eigin bíólógíska kyns í 20-40 ár getur ekki ætlast til að öllum tak- ist í einni sjónhendingu að breyta þeirri sýn sem þeir hafa á viðkom- andi,“ útskýrir Óttar og segir sína reynsla af sínum skjólstæðingum vera að langflestir hafi jákvæða sögu að segja af viðbrögðum nán- ustu ættingja og vina. „Allir virð- ast leggja sig fram um að nota nýja nafnið og segja hann eða hún eftir því sem við á hverju sinni.“ Sumar greinar og rannsóknir benda til þess að hinsegin hópar séu líklegri til að þróa með sér fíknivanda en aðrir hópar. Þá hefur stundum verið sagt að þessi hópur sé almennt kvíðnari og gjarnari á að þróa með sér þung- lyndi. Er eitthvað til í þessu? „Hinsegin einstaklingur er með nákvæmlega sömu vandamál og aðrir; mestu skiptir að nálgast þau á forsendum viðkomandi en láta ekki stýrast af einhverjum fyrir fram mótuðum kennisetningum um sérstöðu minnihlutahópa. Það er ákaflega auðvelt að falla í þá gildru að hinsegin fólk drekki meira en aðrir og sé óhamingju- samara en aðrir vegna þess að það sé hinsegin. Svo er alls ekki. Allir eiga sína sögu, sína fortíð, sín vandamál hvort heldur þeir eru hómó, heteró, bí eða trans, sem þarf að ræða um og skilgreina. Kynhneigð er einungis eitt af fjöl- mörgum persónueinkennum ein- staklingsins.“ Aðgerðir á kynfærum Læknainngrip miða alla jafna að því að láta intersex líkama aðlagast hefðbundnum hugmyndum um karl- og kvenlíkama. Núverandi inn- grip lækna byggjast á hugmyndum um að snemmbærar aðgerðir á kynfærum ungra barna komi til með að „draga úr áhyggjum for- eldra“ og „draga úr fordómum og tryggja samsömun við rétt kyn“. Skurðaðgerðirnar leggja í eðli sínu meiri áherslu á útlit en ekki næmni og kynheilbrigði. Aðgerðir á kynfærum Lýtaaðgerðir á kynfærum barna eru einnig vafasamar þar sem börn geta ekki veitt upplýst samþykki. Mikill félags- legur þrýstingur Unglingar og jafnvel fullorðnir hafa einnig sagt frá þrýstingi sem þeir hafa orðið fyrir af hendi lækna og fjölskyldumeð- lima til að falla að félagslegum normum. Of skelfilegur veruleiki Sumir læknar eru enn þá þeirrar skoðunar að það sé of skelfilegur hlutur að upplýsa einstaklinga um að líkami þeirra búi yfir intersex breytileika. Andlegir erfiðleikar Mjög margir intersex einstaklingar líða fyrir þær líkamlegu og sál- fræðilegu afleiðingar sem slíkar aðgerðir geta haft í för með sér ásamt því að finna fyrir skömm og afleiðingum leyndarinnar. Þröngsýnin ræður Í grunninn eru það hómófóbía, þröngsýni og gömul hjátrú sem renna stoðum undir ranga með- höndlun á inter sex einstaklingum í dag. *Fengið af vef Intersex Ísland INTERSEX BÖRN fæðast á ári á Íslandi. AÐGERÐIR hafa verið framkvæmdar til kynleiðréttingar á intersex börnum síðustu tíu ár. 4 Að einhverju leyti frábrugðin því sem almennt er talið skilgreina kvenkyn eða karlkyn. Um er að ræða líkamleg frávik á kyn- færum, frávik frá öðrum líkamlegum kyneinkennum, frávik í hormóna- framleiðslu og/eða litningafrávik. HVAÐ ER INTERSEX? Riga-yfirlýsingin Evrópsk intersex samtök komu saman á fundi í Riga í Lettlandi í fyrra og settu sér þar fjögur mark- mið. Meðal þeirra sem komu að yfirlýsingunni er Intersex Ísland. Fram að þessu hafa intersex einstaklingar um gervalla Evrópu sætt ómann- úðlegum og niðurlægjandi skurðlækning- um, hormóna- meðferðum og öðrum meðferðum án upplýsts samþykkis. Þetta er fram- kvæmt samkvæmt geðþóttaákvörðunum lækna án nokkurs konar lagaramma. Þessar breytingar á kyneinkennum einstaklinga virða að vettugi þá staðreynd að kyn er skali eða samfella. Leiðir þetta af sér gróf mannréttindabrot, tekur sjálfræði af einstaklingum til yfir- ráða yfir eigin líkama og vegur að mannlegri reisn. 1 Að setja spurningarmerki við þá skilgreiningu að kyn sé eingöngu karl- og kvenkyn og efla þá vitneskju að kyn eins og kyn- gervi sé skali eða samfella. 2 Að tryggja að intersex ein-staklingar hljóti fulla vernd gegn nokkurs konar mismunun. Til að fylgja þessu markmiði eftir leggjum við til að tekin verði upp löggjöf gegn mismunun á grundvelli kyneinkenna, án tillits til ákveðinnar birtingarmyndar eða samsetningar af þessum einkennum. Kyneinkenni ná yfir litninga, kynkirtla og líffæra- fræðileg sérkenni manneskju. Kyneinkenni svo sem æxlunarfæri, uppbyggingu kynfæra, litninga og hormónastarfsemi, og aukakyn- einkenni svo sem, en ekki einvörðungu, vöðvaupp- byggingu, dreifingu hárs, brjóstavöxt og/ eða hæð. 3 Að tryggja að allir hags- munaaðilar sem hafa ákveðnu hlutverki að gæta í velferð intersex einstaklinga, þar með talið starfsfólk heil- brigðisgeirans, foreldrar og fagfólk innan menntakerfisins ásamt samfélaginu í heild, fái mannréttindamiðaða fræðslu um intersex málefni. 4 Að vinna að því að gera læknis fræðilega og sálfræði- lega meðferð ólögmæta nema að upplýst samþykki einstaklingsins liggi fyrir. Starfsfólk heilbrigðis- geirans og annað fagfólk skal ekki framkvæma neina meðferð til að breyta kyneinkennum sem getur beðið þar til einstaklingurinn er fær um að veita upplýst samþykki. KYN ER SKALI INTERSEX „Það helsta sem við erum að berjast fyrir þessa dagana er að uppfæra lög um trans málefni og afsjúkdómavæða trans hug- takið. Mér hefur borist til eyrna og þekki það af eigin reynslu að trans teymið á Landspítalanum setur ákveðnar kröfur á trans fólk sem okkur í trans samfé- laginu hugnast ekki. Þess er kraf- ist af trans fólki að það lifi í ár í sínu rétta kyni áður en hormóna- meðferðin hefst. Þarna kristall- ast tvíhyggjukerfið – ef þú passar ekki inn í akkúrat karl- eða konu- kassa þá áttu einhvern veginn hvergi heima. Ég fékk til dæmis mjög skrýtnar viðtökur því ég mætti ekki í kjól í tíma hjá þeim. Þetta er eitthvað sem við erum að vinna í að bæta,“ segir Steina Dögg Vigfúsdóttir, trans kona og gjaldkeri Samtakanna ’78 og Trans Ísland. Hún segir nálgun trans teym- isins verða til þess að fólk segi bara það sem það veit að teymið vill heyra, til þess að fá áfram- haldandi meðferð. „Hér er um að ræða eins konar hliðvörslu sem mér finnst ekki heilbrigð nálg- un. Fólk sem mætir á geðdeild og pantar sér tíma vegna trans málefna er búið að rogast um með þessa tilfinningu svo árum skiptir og ætti ekki að þurfa að standast próf til þess að sanna kynvitund sína fyrir annarri manneskju. Þetta próf missir líka dálítið marks þegar maður er gamla kynið í öllum skjölum. Hvernig á maður að upplifa sig í sínu rétta kyni þegar það er ekki samþykkt?“ Hún segir mannanafnanefnd flækja málin. „Þessi nefnd gerir körlum ekki kleift að heita kven- kyns nöfnum.“ Hún segist vilja minnka tví- hyggjuna og auka frelsið, stíla inn á fjölbreytileikann innan trans regnhlífarhugtaksins. „Bið eftir hormónum þarf að útrýma.“ Steina Dögg segist í sínu ferli hafa mikið þurft að tala um kyn- hneigð sína. „Mér finnst kyn- hneigð mín málinu algjörlega óviðkomandi. Ég er oft spurð hvort ég hafi lokið ferlinu. Ferlið er ekki byrjun eða endir neins. Þá finnst mér verið að smætta breyt- inguna niður í kynfæri sem er ekki málið. Kynvitund hefur lítið með kynfæri einu sinni að gera.“ Steina segir þó margt hafa áunnist í baráttunni. „Það er ágætt að vera trans á Íslandi miðað við marga aðra staði, en það er mikil vanþekking. Tals- mátinn, orðaval sem getur sært. Fólk bara veit ekki betur. Það er góð regla, að ef maður er ekki viss þá má spyrja um fornöfn. Það er hið eðlilegasta mál.“ Ferlið er ekki byrjun eða endir neins Steina Dögg vill afsjúkdómavæða trans hugtakið. Hún segir trans teymið á Landspítalanum setja kröfur sem trans samfélaginu hugnast ekki. Kynhneigð er bara persónueinkenni Óttar Guðmundsson segir transfólk mæta undrun og vankunnáttu út í samfélaginu. Hann segir það ekki breytast í einni sjónhendingu. Transgender er regnhlífarhugtak Það nær yfir marga hópa sem eiga það sameiginlegt að þeirra kynvit- und, kyntjáning eða upplifun er á skjön við það kyn sem þeim var út- hlutað við fæðingu. Ekki fer allt trans fólk í kynleiðréttingarferli. Trans fólk sem gerir það fer mismunandi leiðir og undirgengst ekki endilega kynfæraaðgerð þrátt fyrir að það fari í hormónameðferð. Rétt orðanotkun mikilvæg Eitt af því mikilvægasta er rétt orðanotkun, en talað er um trans fólk, trans kon- ur, trans karla og kynleiðréttingu. Trans konur eru einstaklingar sem var úthlutað karlkyn við fæðingu en leiðrétta í kvenkyn og trans karlar einstaklingar sem fengu kvenkyn úthlutað við fæðingu en leiðrétta í karlkyn. Notum rétt kyn og fornöfn Það er mikilvægt að tala um transfólk í réttu kyni og nota þau fornöfn sem þau nota. Sumt trans fólk kýs að nota kynlaus fornöfn á borð við „hán“. Ef það er óljóst hvaða fornafn skal nota, endilega spurðu viðkomandi. TRANS HVAÐ ER TRANS? AF HVERJU SÆTA INTERSEX EINSTAKLINGAR LÆKNAINNGRIPUM? Þá finnst mér verið að smætta breytinguna niður í kynfæri sem er ekki málið. Kynvitund hefur lítið með kynfæri einu sinni að gera. Steina Dögg Vigfúsdóttir, gjaldkeri samtakanna 78. Allir eiga sína sögu, sína fortíð, sín vandamál hvort heldur þeir eru hómó, heteró, bí eða trans. Óttar Guðmundsson, geðlæknir og í trans teymi Landspítalans. 2-3 KITTY ANDERSON ER FORMAÐUR INTERSEX ÍSLANDS 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -3 6 8 0 1 5 A E -3 5 4 4 1 5 A E -3 4 0 8 1 5 A E -3 2 C C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 1 2 8 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.