Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 26

Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 26
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Ummæli Baltasars Kormáks í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins 24. júní, þar sem hann sagðist fylgjandi kynjakvóta á úthlutanir úr Kvikmyndasjóði, vöktu athygli. Hann lagði til að framlög til sjóðsins yrðu aukin, potturinn stækkaður og að allt sem umfram væri færi til kvenna í kvikmyndagerð. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, sagði rökin sannfærandi, hann væri tilbúinn til þess að skoða það að setja á tímabundinn kvóta. Fréttablað- ið tók nokkrar kvikmyndagerðarkonur tali og spurði um álit þeirra á kynjakvóta á úthlutanir úr Kvikmyndasjóði. Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? „Ég er algjörlega hlynnt því að setja kynjakvóta, það er líka búinn að vera karlakvóti í öll þessi ár. Það bara talar enginn um það. Það er okkar veruleiki,“ segir kvikmynda- gerðarkonan Vera Wonder Sölva- dóttir sem hefur leikstýrt, framleitt og skrifað handrit að heimildar- myndum og stuttmyndum. „Áhorfendur hafa líka rétt á því að sjá sögur eftir konur. Ef ég sé mynd eftir konu og tengi við hana þá verð ég stundum klökk. Maður er orðinn svo vanur því að sjá myndir eftir karla, það er bara orðið normið.“ Vera fagnar umræðunni sem átt hefur sér stað undanfarið og segir mikilvægt að opna hana og nýta þann meðbyr sem nú er í lofti. „Ég fagna þessari umræðu algjörlega. Það var mjög gott að sjá stærsta framleiðanda landsins stíga fram og menntamálaráðherra taka undir með honum. Maður sér bara að þeir hafa völd og svo er bara að sjá hvað gerist, hvort þessu verður fylgt eftir,“ segir hún. „Það er alltaf verið að benda á að konur séu ekki að sækja nógu mikið um, þær eru alveg að sækja um. Það væri rosalega fróðlegt að sjá hvað þær eru að fá í peningum á móti körlunum. Þær eru síður að fá stóru upphæðirnar sem karl- menn eru að fá fyrir kvikmynd í fullri lengd. Þær eru að fá styrki fyrir heimildarmyndum, handrita- gerð og stuttmyndir. Miklu lægri upphæðir,“ segir Vera. Hún bendir á að vandinn eigi sér dýpri rætur. Til þess að sækja um og hljóta styrk þurfi að hafa sterka framleiðendur á bak við sig og að framleiðendur séu síður til- búnir til þess að styrkja verkefni kvenna þar sem fá dæmi séu um að þær fái styrki fyrir myndum í fullri lengd. „Kynjakvóti væri þá bara í nokkur ár á meðan þetta væri að lagast. Þá myndu fram- leiðendur kannski fara að hugsa pottinn miklu stærri og sækja í verk fyrir konur af því að þeir sæju að þeir gætu hugsanlega fengið peninga fyrir verkefnun- um.“ Sjálf segist Vera hafa fund- ið fyrir þessu í sínu starfi. „Það er bara glerveggur sem maður gengur á, maður er alltaf rosa- lega jákvæður en svo bara lend- ir maður í því að ganga á þennan glervegg.“ Hefur verið karlakvóti í öll þessi ár Fagnar umræðunni sem átt hefur sér stað undanfarið og mikilvægt að opna hana. „Mér finnst kynjakvóti vera úrræði sem á að nota í neyð. Það er ekki hugmynd sem nokkurri konu eða karli myndi hugnast sem einhver aðgerð eða ósk í eðlilegu ástandi,“ segir Þóra Tómasdóttir kvikmyndagerðarkona og bætir við: „Og ég held að það eigi við í kvikmyndageiranum á Íslandi. Að hlutföllin séu óeðlileg, körlum í hag.“ Þóra hefur meðal annars gert heimildarmyndina Stelpurnar okkar og stuttmyndina Ef sem keppti í stuttmyndaflokki á kvik- myndahátíðinni RIFF í fyrra. Þóra tekur ekki undir það að kynjakvóti sé niðurlægjandi fyrir konur, heldur telur hann neyðar- úrræði líkt og áður kom fram. „Eins og Dagur Kári hefur sagt að kynjakvóti sé niðurlægjandi fyrir konur, getum við líka spurt hvort það fyrirkomulag sem er í dag – við erum með og höfum verið með fúnkerandi karlakvóta á Kvikmyndasjóð Íslands – sé ekki niðurlægjandi. Það hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir alla.“ Þóra segist ekki sjá neinar skelfilegar afleiðingar af því að setja kynjakvóta á í einhvern tíma og með því þvinga fram breyting- ar sem verða að eiga sér stað. „Mér finnst líka frábært að ref- irnir í bransanum eins og Balti og Dagur Kári og fleiri taki þátt í umræðunni og viðurkenni vand- ann. Þeir eru algjörlega búnir að gera það og það er frábært,“ segir hún og heldur áfram: „Svo eru bara til óþolinmóðar týpur eins og ég sem skilja ekki hvers vegna ekki megi grípa til aðgerða þegar búið er að viðurkenna vandann.“ Þóra segir að vegna þess hvernig ástandið sé kjósi hún fremur að gera myndir á eigin spýtur og án styrkja. „Þrátt fyrir að þetta sé eins og það er þá þaggar það ekk- ert niður í kvikmyndagerðarkon- um. Þær halda alveg áfram að gera kvikmyndir. Við erum alveg vopn- aðar kvikmyndatökuvélum þó að við séum ekki styrktar í botn.“ Vopnaðar kvikmyndatökuvélum Spyr hvort fyrirkomulagið í dag sé ekki meira niðurlægjandi en tímabundinn kynjakvóti. „Umræðan er búin að vera mjög áhugaverð en í tilraun til að valda ekki almennum ótta ættum við kannski frekar að kalla nauðsyn- legar aðgerðir almenna skynsemi en ekki kynjakvóta. Það er veru- leg skekkja og það þarf að leiðrétta hana,“ segir Elísabet Ronaldsdótt- ir klippari. Elísabet hefur klippt myndir á borð við Contraband, Inhale og Mýrina og hennar síðasta verkefni var myndin John Wick í leiksstjórn Davids Leitch og Chads Stahelski með Keanu Reeves í aðalhlutverki. „Þetta er ekki flókið mál. Þar sem er vilji þar er geta og nú þurf- um við bara að sýna vilja í verki,“ segir hún og bætir við: „Ég er opin fyrir öllum aðgerðum til lausnar og er sammála þeim sem koma fram og segja að þetta sé ekki nóg að setja kynjakvóta,“ segir Elísa- bet og bætir við að vandinn eigi sér dýpri rætur, en kynjakvóti á úthlutanir Kvikmyndasjóðs myndi hvetja kvikmyndafyrirtæki í land- inu til þess að sýna verkefnum kvenna meiri áhuga. Elísabet segir að það eigi að vera kappsmál að heyra fleiri raddir í kvikmyndagerð, raddir kvenna, og er hún ekki þeirrar skoðunar að það sé niðurlægjandi fyrir konur að setja kynjakvóta á úthlutanir sjóðsins. „Það er mjög riddaralegt að hafa áhyggjur af virðingu kvenna. Ég sem kona, og ég get auðvitað ekki svarað fyrir allar konur, sé enga niðurlægingu í því,“ segir hún og heldur áfram: „Hins vegar finnst mér þessi beygla niðurlægjandi fyrir kvikmyndagerð sem vill telja sig framsækið og ögrandi listform og þar á heiður okkar sem kvik- myndagerðarmanna að liggja.“ Hún segist sammála því að bestu verkin eigi að fá brautargengi en bendir á að það sé huglæg skoð- un hvað sé best og hún sé lituð af mörgum þáttum. „Einnig er nauð- synlegt fyrir okkur, eins og strák- ana, að fá að gera mistök og klikka. Það er eitthvað sem almenningur á rétt á að við fáum tíma til að gera. Þannig sköpum við listaverk, þau þróast í gegnum mistökin sem við gerum,“ segir Elísabet. Veruleg skekkja sem leiðrétta þarf Þykir ekki niðurlægjandi fyrir konur að setja kynjakvóta á úthlutanir Kvikmyndasjóðs. „Að vel íhuguðu máli finnst mér hálfhastarlegt að setja kynja- kvóta á list. Það væri til dæmis absúrd að setja kynjakvóta á ljóðaskrif,“ segir Guðný Hall- dórsdóttir, leikstjóri og hand- ritshöfundur, sem unnið hefur að fjölda kvikmynda. „Það skrítnasta við þetta allt saman finnst mér að við séum komin í þessa umræðu um kynja- kvóta og það segir manni að þeir sem hafa stjórnað úthlutunum síðustu tíu, fimmtán ár eru ekki alveg með á nótunum árið 2015,“ segir hún og segir það bagalegt að loka fyrir hluta af menningar- sögu landsins. „Ég myndi segja að þeir væru frekar staðnaðir og þeir þurfa að lifa við það til æviloka að hafa lokað fyrir hluta af menningar- sögu okkar í öll þessi ár, þar sem raddir kvenna eru stoppaðar af og þeirra sýn á söguna og sam- félagið er ekki með undanfarin tíu ár má segja,“ segir hún. Hún segist vera búin að fá nóg af kvikmyndum sem fjalla um sálræn áföll karla. „Fyrir mitt leyti verð ég að segja að ég get ekki horft á fleiri myndir tala um eitthvað innbyggt tráma sem einhver karlmaður ber í höfði sér, ég er alveg búin að fá nóg af þeim og finnst mælirinn fullur af svona karllægum sjónarmiðum,“ segir hún og bætir við: „Það sjá bara allar konur, konur sem eru hættar að fara í bíó. Þær nenna ekki að sjá fleiri afstöðulausar konur sem þeim er alveg sama um. Þær eru búnar að fá leið á tráma karla.“ Hún segir nóg komið af því að sjónarmið helmings þjóðarinnar séu þögguð niður á hvíta tjaldinu. „Það er kannski það sem þarf að drengirnir í bransanum opni á sér þverrifuna og það er ágætt að fólk taki við sér. Því þetta var orðið nokkuð gott af þögn kvenna og sjónarmiða þeirra í svona mörg ár. Við vorum skildar eftir og það er ljótt. Við erum helm- ingur af áhorfendum og helm- ingurinn af þjóðinni. Takk samt strákar að greiða götu okkar, óafvitandi,“ segir hún að lokum. Nóg af tráma karla Þykir bagalegt að loka fyrir hluta af menningarsögunni. „Sama hvort það er er kallað kynjakvóti eða jafnréttisáætlun, það þarf einhverjar aðgerðir til að breyta þessu hratt,“ segir Dögg Mósesdóttir, leikstjóri og formað- ur WIFT, samtaka kvenna í sjón- varpi og kvikmyndum á Íslandi. Dögg segir konur standa sterk- ar þegar komi að heimildar- og stuttmyndum en töluvert halli á þær þegar komi að kvikmyndum í fullri lengd. „Það er svo margt sem spilar inn í, ekki bara það að konur séu ekki nógu duglegar að sækja um. Margt sem dregur úr þeim í ferl- inu. Þær þurfa að hafa framleið- anda á bak við sig sem treystir þeim og trúir þeim,“ segir Dögg. Dögg segir mikilvægt að auka meðvitund á öllum stigum í brans- anum og búa til umhverfi fyrir konur í kvikmyndagerð. „Fram- leiðslufyrirtækin þurfa að vera meðvituð um það að taka inn konur reglulega og gefa þeim tækifæri til þess að þjálfast upp til þess að geta gert mynd í fullri lengd,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að auka meðvitund í kvikmyndaskólum. „Í kvikmynda- skólum er allt öðruvísi nálgun á stelpur þegar það er verið að hvetja þær til að sækja um heldur en stráka. Þeim finnst þetta vera heimur sem þær tilheyra ekki, vegna þess að þær eiga sér svo fáar fyrirmyndir.“ Dögg er ánægð með vakn- inguna og umræðuna sem átt hefur sér stað undanfarið. „Ég er bara mjög ánægð með að það sé einhver vakning núna, hjá körl- unum líka. Mér finnst bransinn vera að vakna og viðurkenna vandamálið.“ Hún segir að ekki megi van- meta mikilvægi sjónrænna miðla. „Sjónrænir miðlar eins og kvik- myndir og sjónvarp eru stanslaust að senda skilaboð til kvenna um að þær séu ekki fullgildir meðlim- ir samfélagsins. Við sjáum þær sjaldan í hlutverkum forseta og stjórnmálamanna,“ segir hún og bætir við að kvenréttindabarátt- unni sé oft líkt við baráttu minni- hlutahópa. „Það virðist gleymast að við erum helmingur mann- kyns, því birtingarmynd kvenna í kvikmyndum sendir þau skilaboð að við séum minnihlutahópur.“ Hún segist á þeirri skoðun að tímabundinn kynjakvóti gæti verið góð leið til að leiðrétta þessa skekkju. „Þetta gæti verið mjög fljótleg leið til að breyta sam- félaginu í heild. Eins og Geena Davis sagði: If she can see it, she can be it.“ Bransinn er að vakna Mikilvægt að búa til umhverfi fyrir konur í kvikmyndagerð. Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is Það er kannski það sem þarf að drengirnir í bransanum opni á sér þverrifuna og það er ágætt að fólk taki við sér. Svo eru bara til óþolinmóðar týpur eins og ég sem skilja ekki hvers vegna ekki megi grípa til aðgerða þegar búið er að viðurkenna vandann. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -3 1 9 0 1 5 A E -3 0 5 4 1 5 A E -2 F 1 8 1 5 A E -2 D D C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 2 8 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.