Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 108
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 52
Vestfirðir geyma fjölmarga gullmola
en á Suðureyri má finna einstaka
listahátíð sem gengið hefur í rúman
áratug. Einleikjahátíðin Act Alone
hefur verið haldin aðra helgina í
ágúst síðustu misseri og býður gest-
um ekki einungis upp á fjölbreytta
dagskrá þar sem einleiksformið er
í fyrirrúmi heldur einnig vestfirska
gestrisni eins og hún gerist best.
Íbúar Suðureyrar eru tæplega
þrjú hundruð en á hverju ári taka
þorpsbúar höndum saman til þess
að skapa virkilega skemmtilega
stemningu í bæjarfélaginu. Hlut-
verkaskipan skipuleggjenda er
álíka fjölbreytt og dagskráin. Rútu-
bílstjóri hátíðarinnar, Gunnar, sér
ekki einungis um að koma gestum
til Suðureyrar heldur starfar hann
einnig á kaffihúsi þorpsins svo að
eitt dæmi sé tekið.
Elfar Logi Hannesson hefur verið
listrænn stjórnandi Act Alone frá
byrjun og virðist hafa þann einstaka
hæfileika að vera á mörgum stöðum
í einu, á meðan hann er í símanum
eða að spjalla við hátíðargesti. Hann
er potturinn og pannan í öllu skipu-
lagi, verkefnavali og hafsjór upplýs-
inga en tæplega ársvinna liggur að
baki hverri hátíð.
Í fyrra sóttu tæplega 3.000 gest-
ir Act Alone og allar líkur eru á að
sú tala hækki í ár. Þess má geta að
allir viðburðir eru ókeypis og allir
aldurshópar eru hvattir til að mæta,
ekki er óvanalegt að sjá margar
kynslóðir á sömu sýningu. Sýning-
arnar eru að mestu haldnar í Þurrk-
veri, gömlu fiskverkunarhúsi með
gullfallegu útsýni yfir fjörðinn, og
félagsheimili staðarins.
Jón Viðar sló í gegn
Fyrsti dagur hátíðarinnar gekk, að
sögn aðstandenda, gríðarlega vel.
Hann byrjaði með heljarinnar fiski-
veislu og fullt hús var í félagsheim-
ilinu á upplestri Þórarins Eldjárn
og Barry and his Guitar eftir Braga
Árnason sem einnig leikur aðalhlut-
verkið, en hann er nú að sýna sömu
sýningu á Edinborgar hátíðinni í
Skotlandi.
Dagskrá fimmtudagsins var
fjölbreytt og byrjaði á tilrauna-
tónlist eftir Kristínu Lárusdóttur
sem blandar saman náttúruhljóð-
um, teknótöktum og lifandi selló-
leik. Síðar um kvöldið flutti Krist-
ín G. Magnús verkið Hringferðin
þar sem hún rifjaði upp þætti úr
klassískum erlendum verkum
eftir Shakespeare og Chekhov en
lauk sýningunni með framsetn-
ingu á Djáknanum á Myrká við
kertaljós.
Heimsfrumsýning á Act Alone –
heimildarmynd batt svo endahnút
á daginn. Baldur Páll Hólmgeirs-
son leikstýrði myndinni en Ársæll
Níelsson framleiðir. Myndin fer
yfir sögu hátíðarinnar, stefnu og
umgjörð en hún var tekin upp
árið 2013 þegar hátíðin hélt upp á
tíu ára afmæli sitt. Elfar Logi er
hjarta myndarinnar þar sem við
fylgjumst með honum og starfs-
fólki hátíðarinnar takast á við þau
fjölmörgu og óvæntu verkefni sem
dúkka upp á viðburði sem þessum
og einnig er rætt við listafólk úr
öllum áttum. Og það er einn af
stjórnarmönnum hátíðarinnar,
Jón Viðar Jónson, sem slær óvænt
í gegn með einstaklega kómísku
innskoti.
Vísindanámskeið og uppistand
Föstudagurinn býður upp á allt frá
leiklestri á nýju íslensku leikriti,
fyrirlestri um húmor, tónleikum
og tilraunadansverki en dagskrá
lýkur ekki fyrr en vel eftir mið-
nætti. Þess má geta að nær allir
einleikir dagsins eru eftir konur
en Doría eftir Eyrúnu Ósk Jóns-
dóttur og Helga Sverrisson vann
fyrstu verðlaun í einleikjasam-
keppni hátíðarinnar árið 2013.
Dagskrá lýkur síðan á laugardag
(í dag), byrjar klukkan 13 með vís-
indanámskeiði í boði Ævars vísinda-
manns og endar ekki fyrr en á mið-
nætti. Innsetning, barnaskemmtun,
uppistand og tónleikar með KK eru
einungis lítill hluti af dagskránni.
Háskólasetur Vestfjarða heldur
íslenskunámskeið á Suðureyri á
sama tíma þar sem íslenskukennslu
og leiklist er blandað saman en nem-
endur mæta einnig á Act Alone til að
kynnast íslensku leikhúsi. Áform eru
um að stækka fræðsluhluta hátíðar-
innar á næstu misserum.
Act Alone er spennandi viðburður
í virkilega fallegum bæ sem vert er
að fylgjast vel með í framtíðinni.
Ókeypis rútuferðir eru frá Ísa-
firði til Suðureyrar, en keyrt er frá
Hamraborg og stoppað á kaffihúsinu
Fisher man.
Allar frekari upplýsingar um
hátíðina má finna á heimasíðu Act
Alone. Sigríður Jónsdóttir
Margslungið og magnað einleiksform
Hin árlega einleikjahátíð Act Alone stendur yfi r á Suðureyri þessa dagana. Sigríður Jónsdóttir er útsendari Fréttablaðsins á staðnum.
Hér lýsir hún upplifun sinni á fi mmtudag, svo sem teknótöktum, Djáknanum á Myrká og einstaklega kómísku innskoti Jóns Viðars.
UPPHAFSATRIÐI Hátíðin byrjaði með heljarinnar fiskiveislu. MYNDIR/HLYNUR KRISTJÁNSSON
SKÁLDIÐ Fullt hús var á upplestri Þórarins Eldjárn í félagsheimilinu.
Við erum þrjár úr Wiolators-geng-
inu að setja saman listaverkin eftir
leiðbeiningum hinna fimm sem
ekki komust til landsins. Teljumst
vera Reykjavíkurútgáfan,“ segir
Þórdís Erla Zoëga myndlistarmað-
ur þar sem hún er að setja upp sýn-
ingu í Kunstschlagerstofu í Hafnar-
húsinu sem opnuð verður í dag
klukkan 15. Hinar tvær dömurnar
eru Emilia Bergmark frá Svíþjóð
og Maria Gondek frá Danmörku.
Alþjóðlegi hópurinn Wiolators
var stofnaður 2011 í Gerrit Rietveld
Akademíunni í Amsterdam. Hann
hefur tvístrast um alla Evrópu frá
útskrift en heldur árlega sýningu í
einhverju heimalandi meðlimanna.
Þessi stendur til 21. ágúst.
- gun
Fylgdu leiðbeiningum
Alþjóðlegi hópurinn Wiolators tekur yfi r Kunst-
schlagerstofuna í Hafnarhúsinu í dag.
REYKJAVÍKURÚTGÁFA WIOLATORS Emilia, Þórdís Erla og Maria.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
➜ Elfar Logi Hannesson hefur
verið listrænn stjórnandi Act
Alone frá byrjun og virðist hafa
þann einstaka hæfileika að
vera á mörgum stöðum í einu.
Við erum þrjár úr
Wiolators-genginu að
setja saman listaverkin
eftir leiðbeiningum
hinna fimm sem ekki
komust til landsins.
Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður.
MENNING
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
A
E
-1
D
D
0
1
5
A
E
-1
C
9
4
1
5
A
E
-1
B
5
8
1
5
A
E
-1
A
1
C
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K