Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 108

Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 108
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 Vestfirðir geyma fjölmarga gullmola en á Suðureyri má finna einstaka listahátíð sem gengið hefur í rúman áratug. Einleikjahátíðin Act Alone hefur verið haldin aðra helgina í ágúst síðustu misseri og býður gest- um ekki einungis upp á fjölbreytta dagskrá þar sem einleiksformið er í fyrirrúmi heldur einnig vestfirska gestrisni eins og hún gerist best. Íbúar Suðureyrar eru tæplega þrjú hundruð en á hverju ári taka þorpsbúar höndum saman til þess að skapa virkilega skemmtilega stemningu í bæjarfélaginu. Hlut- verkaskipan skipuleggjenda er álíka fjölbreytt og dagskráin. Rútu- bílstjóri hátíðarinnar, Gunnar, sér ekki einungis um að koma gestum til Suðureyrar heldur starfar hann einnig á kaffihúsi þorpsins svo að eitt dæmi sé tekið. Elfar Logi Hannesson hefur verið listrænn stjórnandi Act Alone frá byrjun og virðist hafa þann einstaka hæfileika að vera á mörgum stöðum í einu, á meðan hann er í símanum eða að spjalla við hátíðargesti. Hann er potturinn og pannan í öllu skipu- lagi, verkefnavali og hafsjór upplýs- inga en tæplega ársvinna liggur að baki hverri hátíð. Í fyrra sóttu tæplega 3.000 gest- ir Act Alone og allar líkur eru á að sú tala hækki í ár. Þess má geta að allir viðburðir eru ókeypis og allir aldurshópar eru hvattir til að mæta, ekki er óvanalegt að sjá margar kynslóðir á sömu sýningu. Sýning- arnar eru að mestu haldnar í Þurrk- veri, gömlu fiskverkunarhúsi með gullfallegu útsýni yfir fjörðinn, og félagsheimili staðarins. Jón Viðar sló í gegn Fyrsti dagur hátíðarinnar gekk, að sögn aðstandenda, gríðarlega vel. Hann byrjaði með heljarinnar fiski- veislu og fullt hús var í félagsheim- ilinu á upplestri Þórarins Eldjárn og Barry and his Guitar eftir Braga Árnason sem einnig leikur aðalhlut- verkið, en hann er nú að sýna sömu sýningu á Edinborgar hátíðinni í Skotlandi. Dagskrá fimmtudagsins var fjölbreytt og byrjaði á tilrauna- tónlist eftir Kristínu Lárusdóttur sem blandar saman náttúruhljóð- um, teknótöktum og lifandi selló- leik. Síðar um kvöldið flutti Krist- ín G. Magnús verkið Hringferðin þar sem hún rifjaði upp þætti úr klassískum erlendum verkum eftir Shakespeare og Chekhov en lauk sýningunni með framsetn- ingu á Djáknanum á Myrká við kertaljós. Heimsfrumsýning á Act Alone – heimildarmynd batt svo endahnút á daginn. Baldur Páll Hólmgeirs- son leikstýrði myndinni en Ársæll Níelsson framleiðir. Myndin fer yfir sögu hátíðarinnar, stefnu og umgjörð en hún var tekin upp árið 2013 þegar hátíðin hélt upp á tíu ára afmæli sitt. Elfar Logi er hjarta myndarinnar þar sem við fylgjumst með honum og starfs- fólki hátíðarinnar takast á við þau fjölmörgu og óvæntu verkefni sem dúkka upp á viðburði sem þessum og einnig er rætt við listafólk úr öllum áttum. Og það er einn af stjórnarmönnum hátíðarinnar, Jón Viðar Jónson, sem slær óvænt í gegn með einstaklega kómísku innskoti. Vísindanámskeið og uppistand Föstudagurinn býður upp á allt frá leiklestri á nýju íslensku leikriti, fyrirlestri um húmor, tónleikum og tilraunadansverki en dagskrá lýkur ekki fyrr en vel eftir mið- nætti. Þess má geta að nær allir einleikir dagsins eru eftir konur en Doría eftir Eyrúnu Ósk Jóns- dóttur og Helga Sverrisson vann fyrstu verðlaun í einleikjasam- keppni hátíðarinnar árið 2013. Dagskrá lýkur síðan á laugardag (í dag), byrjar klukkan 13 með vís- indanámskeiði í boði Ævars vísinda- manns og endar ekki fyrr en á mið- nætti. Innsetning, barnaskemmtun, uppistand og tónleikar með KK eru einungis lítill hluti af dagskránni. Háskólasetur Vestfjarða heldur íslenskunámskeið á Suðureyri á sama tíma þar sem íslenskukennslu og leiklist er blandað saman en nem- endur mæta einnig á Act Alone til að kynnast íslensku leikhúsi. Áform eru um að stækka fræðsluhluta hátíðar- innar á næstu misserum. Act Alone er spennandi viðburður í virkilega fallegum bæ sem vert er að fylgjast vel með í framtíðinni. Ókeypis rútuferðir eru frá Ísa- firði til Suðureyrar, en keyrt er frá Hamraborg og stoppað á kaffihúsinu Fisher man. Allar frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Act Alone. Sigríður Jónsdóttir Margslungið og magnað einleiksform Hin árlega einleikjahátíð Act Alone stendur yfi r á Suðureyri þessa dagana. Sigríður Jónsdóttir er útsendari Fréttablaðsins á staðnum. Hér lýsir hún upplifun sinni á fi mmtudag, svo sem teknótöktum, Djáknanum á Myrká og einstaklega kómísku innskoti Jóns Viðars. UPPHAFSATRIÐI Hátíðin byrjaði með heljarinnar fiskiveislu. MYNDIR/HLYNUR KRISTJÁNSSON SKÁLDIÐ Fullt hús var á upplestri Þórarins Eldjárn í félagsheimilinu. Við erum þrjár úr Wiolators-geng- inu að setja saman listaverkin eftir leiðbeiningum hinna fimm sem ekki komust til landsins. Teljumst vera Reykjavíkurútgáfan,“ segir Þórdís Erla Zoëga myndlistarmað- ur þar sem hún er að setja upp sýn- ingu í Kunstschlagerstofu í Hafnar- húsinu sem opnuð verður í dag klukkan 15. Hinar tvær dömurnar eru Emilia Bergmark frá Svíþjóð og Maria Gondek frá Danmörku. Alþjóðlegi hópurinn Wiolators var stofnaður 2011 í Gerrit Rietveld Akademíunni í Amsterdam. Hann hefur tvístrast um alla Evrópu frá útskrift en heldur árlega sýningu í einhverju heimalandi meðlimanna. Þessi stendur til 21. ágúst. - gun Fylgdu leiðbeiningum Alþjóðlegi hópurinn Wiolators tekur yfi r Kunst- schlagerstofuna í Hafnarhúsinu í dag. REYKJAVÍKURÚTGÁFA WIOLATORS Emilia, Þórdís Erla og Maria. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ➜ Elfar Logi Hannesson hefur verið listrænn stjórnandi Act Alone frá byrjun og virðist hafa þann einstaka hæfileika að vera á mörgum stöðum í einu. Við erum þrjár úr Wiolators-genginu að setja saman listaverkin eftir leiðbeiningum hinna fimm sem ekki komust til landsins. Þórdís Erla Zoëga myndlistarmaður. MENNING 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A E -1 D D 0 1 5 A E -1 C 9 4 1 5 A E -1 B 5 8 1 5 A E -1 A 1 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 2 8 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.