Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 118
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 62SPORT
FÓTBOLTI Þetta er ekki fyrsta sumarið
sem Atli Viðar Björnsson situr þolin-
móður á bekknum á meðan Heimir Guð-
jónsson, þjálfari FH-liðsins, leitar að
öðrum kostum í framlínu FH-liðsins.
Heimir á hins vegar alltaf ásinn uppi
í erminni og enn á ný ætlar reyndasti
framherji deildarinnar að grípa tæki-
færið þegar það loksins gefst.
Atli Viðar Björnsson komst í hundrað
marka klúbbinn í byrjun sumars en
hefur síðan fengið fá tækifæri, allt of
fá að mati flestra. Mörk hans í tveimur
síðustu leikjum hafa hins vegar spilað
stórt hlutverk í að koma FH-vélinni aftur
í gang í baráttunni um að endurheimta
Íslandsmeistaratitilinn í Krikann. Fyrir
þessa tvo sigurleiki í röð hafði FH aðeins
unnið einn af fjórum leikjum frá því um
miðjan júní.
Atli Viðar skoraði sigurmarkið á móti
Keflavík eftir að hafa komið inn á sem
varamaður níu mínútum áður og mark-
ið hans í uppbótartíma fyrri hálfleiks á
móti Val á miðvikudagskvöldið var eins
klassískt Atla Viðars mark og þau ger-
ast. Þar er reyndar af nógu að taka enda
kappinn kominn með 102 mörk fyrir FH
í efstu deild.
Fréttablaðið skoðaði markaskor og
mínútur spilaðar hjá þeim tuttugu leik-
mönnum Pepsi-deildar karla sem hafa
skorað fjögur mörk eða fleiri í fyrstu
fjórtán umferðum sumarsins með það
markmið að finna hvaða markaskorarar
nýta spilatíma sinn best.
Það kemur kannski ekki mörgum á
óvart að það skuli einmitt vera Atli Viðar
Björnsson sem er efstur á þessum lista.
Hann er rétt á undan Fjölnismanninum
Mark Charles Magee sem skoraði sigur-
mark Fjölnis á móti KR í fyrrakvöld.
Báðir voru þeir Atli Viðar og Magee að
skora í öðrum leiknum í röð en Mark
Charles Magee hefur komið inn á sem
varamaður í báðum leikjum sínum.
Mark Charles Magee hefur eins og
Atli Viðar fengið fá tækifæri en hefur
lagt það í vana sinn í sumar að nýta sér
það vel þegar Ágúst Þór Gylfason, þjálf-
ari Fjölnis, veðjar á hann. Frammistaðan
á móti Stjörnunni í Garðabænum í byrj-
un júní, þar sem hann skoraði tvö góð
mörk, breytti að því er virðist litlu um
það. Magee hefur aðeins byrjað inn á í
tveimur Pepsi-deildarleikjum síðan þá.
Hann var ekki í byrjunarliðinu á móti
KR þó að Fjölnir væri án Þóris Guðjóns-
sonar en beið klár á bekknum og skor-
aði síðan mark sem hjálpaði ekki aðeins
Fjölni að komast upp töfluna heldur gæti
einnig haft miklar afleiðingar fyrir tit-
ildrauma KR-liðsins.
FH á tvo af þremur hæstu á þessum
lista því Kristján Flóki Finnbogason er
í þriðja sæti og þar með á undan Vals-
manninum Patrick Pedersen, marka-
hæsta leikmanni deildarinnar. Þórir
Guðjónsson er síðan í fimmta sætinu og
Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson
er sjötti. - óój
Minna en hundrað mínútur á milli marka hjá Atla Viðari
Fréttablaðið skoðar hjá hvaða markaskorurum Pepsi-deildarinnar hefur liðið stystur tími á milli marka í fyrstu fj órtán umferðunum.
MINNTI ENN Á NÝ Á SIG Atli
Viðar Björnsson fagnar marki
sínu á móti Val ásamt þeim
Jonathan Hendrickx og Emil
Pálssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
FÆSTAR MÍNÚTUR
MILLI MARKA Í
PEPSI-DEILDINNI
MEÐAL LEIKMANNA MEÐ 4
MÖRK EÐA FLEIRI Í SUMAR
1. Atli Viðar Björnsson, FH 94,8
2. Mark Charles Magee, Fjölnir 101,8
3. Kristján Flóki Finnbogason, FH 135,3
4. Patrick Pedersen, Val 145,3
5. Þórir Guðjónsson, Fjölni 147,1
6. Garðar Gunnlaugsson, ÍA 160,3
7. Jeppe Hansen, Stjörnunni 166,8
8. Þorsteinn Már Ragnarsson, KR 169,8
9. Steven Lennon, FH 178,8
10. Jonathan Glenn, ÍBV/Breiðabl. 184,4
11. Höskuldur Gunnlaugsson, Breið. 199,0
12. Óskar Örn Hauksson, KR 215,0
13. Sören Frederiksen, KR 244,5
14. Arsenij Buinickij, ÍA 249,0
15. Albert Brynjar Ingason, Fylki 251,4
16. Arnþór Ari Atlason, Breiðabliki 253,0
17. Sigurður Egill Lárusson, Val 266,0
SPÁ FRÉTTABLAÐSINS
SÆTI 1 TIL 2Í DAG ER FYRSTI LEIKDAGUR Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI 2015-2016
ENSKUR MEISTARI ARSENAL
Arsenal-liðið hefur verið við
toppinn síðustu ár en hefur ekki
tekist að verið á meðal tveggja
efstu í áratug. Nú er allt til alls
hjá Arsene Wenger að koma sínum
mönnum aftur á toppinn og vinna
fyrsta meistaratitilinn frá 2004.
2. SÆTI CHELSEA
Jose Mourinho gerði Chelsea að
meisturum tvö ár í röð fyrir áratug
en hann endurtekur ekki leikinn í ár.
Chelsea er líklegt til að vera í aðalhlut-
verki í titilbaráttunni en þarf á endanum
að sjá á eftir titlinum til Wengers og nýju
liðsfélaga Petr Cech.
Arsenal hefur unnið titil tvö ár í röð og því
yfir mörgu að gleðjast hjá stuðningsmönn-
um félagsins en sá stóri hefur ekki unnist
eftir að félagið yfirgaf Highbury 2006.
Arsenal hefur verið í annaðhvort þriðja
eða fjórða sæti undanfarin tíu tímabil en
það hefur alltaf vantað aðeins upp á að liðið
hefði burði í að keppa um enska titilinn.
Chelsea vann enska meistaratitilinn með
sannfærandi hætti á síðustu leiktíð en Jose
Mourinho hafði ekki pláss fyrir tékkneska
landsliðsmarkvörðinn Petr Cech.
Petr Cech var búinn að vinna þrettán titla
á ellefu árum með Chelsea og rússneski
eigandinn Roman Abramovich var tilbúinn
að leyfa honum að fara, meira að segja til
erkifjendanna í Arsenal.
Cech þakkaði Roman Abramovich fyrir
en um leið varð verkefni Jose Mourinho að
verja titilinn enn erfiðara.
Sóknarleikur Arsenal hefur ávallt
verið í hæsta gæðaflokki undanfarin ár en
vandamálið hefur verið hinum megin á velli
og ekki síst í markvarðarstöðunni. Koma
Petr Cech er í raun svar við öllum bænum
stuðningsmanna Arsenal sem sáu liðið sýna
styrk á lokasprettinum í fyrra þar sem það
vann meðal annars átta leiki í röð og tapaði
aðeins einum af 18
deildar- og bikarleikjum
frá miðjum febrúar.
Fréttablaðið spáir
Arsenal meistaratitl-
inum og að Petr Cech
sé síðasta púslið í
meistaraverk Arsene
Wenger. Það hefur
tekið hann sinn tíma
að byggja upp nýtt lið
á Emirates og í vetur er
hann með efni í fyrstu Eng-
landsmeistara Arsenal í tólf ár.
➜ Verður Petr Cech munurinn á milli Arsenal og Chelsea í vor?
KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í körfuknattleik vann frá-
bæran sigur á Hollandi í fyrsta
æfingarleik liðsins í undirbúning
fyrir EM í Berlín í gær. Hollenska
liðið átti fá svör gegn varnarleik
íslenska liðsins og gekk sóknar-
leikurinn vel fyrir sig.
Haukur Helgi Pálsson var
hæstánægður með spilamennsku
liðsins í heild sinni og sérstaklega
varnarleikinn.
„Samskiptin okkar voru frábær.
Þegar við vorum að tvöfalda var
alltaf einhver að passa sending-
arnar út. Við vorum að gera það
sem hefur vantað; vera ákveðn-
ari þegar við tvöföldum. Það sást
í dag, þeir komust ekkert út úr
þessu,“ sagði Haukur sem hrósaði
flæðinu í sóknarleik liðsins.
„Við munum ekki hitta úr öllum
skotunum okkar en á meðan við
fáum opin skot erum við hættu-
legir,“ sagði Haukur en liðin mæt-
ast á ný á sunnudaginn í Laugar-
dalshöllinni. - kpt
Hollendingar
slegnir í rot
ATKVÆÐAMESTUR Haukur lék
manna best í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
HM Í KAZAN 2015
7. sæti í undanúrslitum
2:09.16 mínútur og 2:09.04 mínútur
2 Íslands- og Norðurlandamet.
Keppir í úrslitasundinu í dag.
HM Í BARCELONA 2013
17. sæti í undanrásum
2:12.32 mínútur
ÓL Í LONDON 2012
20. sæti í undanrásum
2:11.31 mínútur
EM Í DEBRECEN 2012
11. sæti í undanúrslitum
2:13.81 mínútur og 2:13.77 mínútur
HM Í SJANGHÆ 2011
30. sæti í undanrásum
2:15.16 mínútur
FRÁBÆR
ÁRAN-
GUR
Eygló Ósk
Gústafsdóttir
er að standa
sig vel á HM
í Kazan.
EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR Í 200 METRA BAKSUNDI Á STÓRMÓTUM
SUND „Það er erfitt að lýsa
þessu, ég er alveg í skýjunum og
þetta hefur gengið mun betur
en ég hefði þorað að vona.
Ég gæti ekki beðið um neitt
meira,“ sagði Eygló Ósk
Gústafsdóttir, sundkona úr
Ægi, þegar náð var á hana
í Rússlandi í gær.
Eygló setti í gær nýtt
Íslands- og Norður-
landamet í tvígang á
Heimsmeistaramótinu
í Kazan. Eygló synd-
ir í úrslitasundi í 200
metra baksundi í 50
metra laug í dag.
Verður það í fyrsta
sinn sem hún
keppir í úrslitum
á Heimsmeist-
aramótinu.
Fylgir hún í fót-
spor Hrafnhild-
ar Lúthersdóttir
sem varð á dög-
unum fyrsta
íslenska konan
sem synti í
úrslitum á HM.
Þurfti að halda einbeitingunni
Eygló hefur, líkt og liðsfélagar
hennar, staðið sig gríðarlega
vel í Rússlandi en Íslandsmet
hafa fallið að því er virðist á
hverjum degi.
„Markmið mitt var að komast
í úrslit og ég vissi að ég þyrfti
líklegast að setja nýtt met til
þess að keppa í úrslitunum,“
sagði Eygló sem keppti í sterk-
um undanúrslitum en alls kom-
ust fimm keppendur úr undan-
úrslitariðli Eyglóar í úrslitin.
„Maður keppir alltaf við
sjálfan sig en vitandi af jafn
góðum mótherjum gaf mér auk-
inn kraft. Ég var örlítið stress-
uð fyrir undanúrslitasundið
enda var ég að keppa við konur
sem ég hef fylgst með síðan ég
var krakki en ég þurfti að vera
einbeitt. Ég þurfti að koma því
inn í hausinn á mér að til þess
að verða betri yrði ég að synda
hraðar en þær,“ sagði Eygló,
sem tók undir að tilfinningin
væri góð að koma í mark á betri
tíma en æskufyrirmyndirnar.
„Ég er enn að átta mig á því
að ég hafi komið í mark á undan
sumum af þessum konum, það
er ótrúleg tilfinning.“
Hvatning fyrir ungt sundfólk
Eygló sagði samheldnina hjá
íslenska sundfólkinu frábæra á
mótinu. Hefur árangur íslenska
liðsins leitt til þess að keppi-
nautar hafa lofsamað íslenska
sundfólkið.
„Við erum að stíga upp sem
þjóð í þessari íþróttagrein og
keppendur frá öðrum þjóð-
um hafa tekið sér tíma til að
óska okkur til hamingju með
árangurinn á mótinu,“ sagði
Eygló sem var stolt af því að
tvær sundkonur hefðu synt til
úrslita á Heimsmeistaramótinu
í Kazan.
„Þetta hvetur vonandi áfram
ungt sundfólk á Íslandi. Þetta
leiðir vonandi til þess að þau
átta sig á því að þau geti synt til
úrslita á jafn stóru móti í fram-
tíðinni. Ef að við getum þetta þá
geta aðrir þetta líka með réttu
æfingunni og réttum áherslum,“
sagði Eygló sem syndir að lokum
með boðsundssveit Íslands á
sunnudaginn. kristinnpall@365.is
Tvö Norðurlandamet
á sama deginum
Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitum í 200 metra baksundi á HM í sundi
í Kazan í gær. Hún hefur þegar sett fj ögur Norðurlandamet í greininni á árinu 2015.
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
A
E
-1
8
E
0
1
5
A
E
-1
7
A
4
1
5
A
E
-1
6
6
8
1
5
A
E
-1
5
2
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K