Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 128
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Förum lauslega yfir hvað er í boði fyrir forsetakosningarn-
ar í Bandaríkjunum á næsta ári.
Repúblikanar eru í rugli eins og oft
áður. Ekki enn búnir að hrista af
sér teboðsslenið og eru heldur ekki
með Víetnamnagla eins og McCain
í slagnum. Þeirra helstu kandídatar
nú eru Jeb Bush og Donald Trump.
Sá síðarnefndi er maður sem stærir
sig af því að vera drulluhali og því
óþarfi að fara fleiri orðum um hann.
Um Jeb má helst segja að hann er
matrósabubbinn sem var ríkisstjóri
í Flórída þegar stóri bróðir, tvöfalda
vaffið, mjakaði sér í Hvíta húsið með
vafasömum atkvæðum sem komu
upp úr kjörkössum einmitt í Flórída.
Jeb myndi setjast notalega í stólinn.
Hann virðist ekki jafn átakasækinn
og W enda holdugri og sællegri og
ef eitthvað er að marka orð Sesars
þá eiga grannir menn ekki að vera
leiðtogar því þeir eru of hungraðir.
En það hlýtur að vera fullmikið af
hinu góða að fá þriðja labbakútinn
úr sömu fjölskyldunni í forsetastól-
inn. Það er eitthvað svo óbandarískt.
Minnir frekar á lönd sem skipta
einræðistignum á milli frænda og
systkina eins og boðhlaupskefli.
SÖMU atriði fara um huga minn
þegar Hillary, líklegasti frambjóð-
andi demókrata, kemur til tals. Að
vísu er hún „self-made“ að hætti
Kana, ólst upp við hversdagsleg
kjör og hefur þurft að vinna fyrir
sínum sigrum. En hún er eiginkona
fyrrverandi forseta og því yrði hún
tengdari inn í embættið en nokkur
forveri á stóli. Það þykir mér líka
óbandarískt en síðan hvenær ætti
Íslendingur að leggja Könum línurn-
ar um hvað sé bandarískt? Hillary
er líklega minn frambjóðandi enda
styð ég byltingar og það er vissulega
kvenréttindabylting ef kona sest í
valdamesta embætti heims.
EN Hillary hefur ekki unnið þetta
enn þá. Varaforsetinn Joe Biden
íhugar framboð. Hann gæti farið
alla leið. Hann er 73 ára gamall en
það kemur ekki að sök. Andlitið á
honum er enn jafn líflegt og hesta-
mót í Skagafirði. Hann hreinlega
geislar, þessi maður. Þegar hann
gengur inn í herbergi þurfa menn að
setja upp logsuðugleraugu því and-
litið á honum er eins og brennandi
magnesíum. Veljið vel, Ameríka, og
góða skemmtun við hin.
Næsti forseti
Bandaríkjanna
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla,
Vesturbergi og
Arnarbakka
PEPSI MAX OG WOW AIR KYNNA
KINGS
OF LEON
Á FIMMTUDAGINN Í NÝJU HÖLLINNI
#KOLICELAND WWW.SENA.IS/KOL
MIÐASALA Á TIX.IS
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
A
D
-E
C
7
0
1
5
A
D
-E
B
3
4
1
5
A
D
-E
9
F
8
1
5
A
D
-E
8
B
C
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K