Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 20
samhengi hefur Heaney oít vitnað í aðferð bandaríska skáldsins Robert Frost, sem vildi alltaf leyfa ljóðinu að tala fyrir sig: „eins og ísmoli á heitri hellu, verður ljóðið að hreyfast á sinni eigin bráðnun“8 — en það er einmitt það sem Heaney reynir að gera í þessari bók. Kvæðin í Wintering Out eru yfirleitt dularfull og ‘mjúk’. Þau gefa ýmislegt í skyn án þess að leiða lesand- ann í vissa átt. Hins vegar er það í þessari bók sem Heaney skrifar fyrst um fórnarlömbin sem fundust í mýrlendinu í Tollund á Jótlandi. Bók RV. Globs sem birtist árið 1950 og hét The Bog People hafði mikil áhrif á Heaney: „Ég sá Tollund manninn í bókinni,“ sagði Heaney, „en hann minnti mig á gamla frændur mína og forfeður sem eitt sinn gengu um sveitina hér á írlandi."9 Og það fer ekki á milli mála að Heaney er að bera saman ofbeldiskennda helgisiði í Danmörku fyrir nokkrum öldum og ofbeldi nútímans á írlandi. í fjórðu bók sinni, North (gefm út 1975), sem íslendingum er best kunnug, gengur Heaney mun lengra í lýsingunum á svokölluðu mýrarfólki („bog people“). Hér finnum við ljóðin „Bone Dreams“, „Bog Queen“, „The Grau- balle Man“, „Punishment“, „Strange Fruit“ og fleiri kvæði sem vísa til bókar Globs og votta um samúð Heaneys með þessum fórnarlömbum sem senni- lega voru drepin í sambandi við einhverskonar frjósemishátíð. Það sem er ef til vill athyglisverðast við ‘mýrarkvæðin’ er ekki aðeins ofbeldið og hrylling- urinn, heldur eitthvað kynferðislegt. í „Punishment“, til dæmis, segir skáldið á einum stað, „áður en þér var refsað varstu ljós á hár, holdgrönn, og tjörusvart andlit þitt frítt“, en skömmu seinna segir hann „ég elska þig næstum“.10 Hann viðurkennir að það sé eitthvað sjúklegt við þetta allt saman með línum eins og „Ég er gægjugaurinn lymski beraðra, barkaðra heilafell- inga þinna“.H En í lokin viðurkennir hann annað ennþá mikilvægara — að hann hefði sennilega ekkert gert þótt hann hefði verið viðstaddur þegar henni var sökkt í kviksyndið, og vísar til meðferðar sem konur síðari tíma hafa mátt þola: „Ég — sem stóð dumbur/ er svipvísar systur þínar,/ í sigurkufli úr tjöru,/ grétu við grindur,/ ég, sem tæki undir síðara vandlæting/ en skildi þó ættflokksins/ útvegnu, nærkvæmu hefnd“.12 Hér eins og víðar sýnir Heaney okkur að hann getur ekki tekið afstöðu í slíkum málum. Þessi hugmynd kemur hvergi sterkar fram en í kvæðinu ‘Whatever you say, say nothing’. I þessu kvæði er hann nýkominn af fundi við breskan blaðamann sem vill fá fréttir af Irlandi, en Heaney vill ekkert segja: „slæmar fréttir eru ekki lengur fréttir þar“. Seinna í ljóðinu viðurkennir hann að hann sé í rauninni orðlaus og geti ekkert sagt af viti um ástandið. Breski herinn og Orangemen (norður-írsku mótmælendurnir) eru með valdið og þar er alltaf hættulegt að opna munninn. Best er að þegja. En það er einnig kaldhæðnislegt því að Heaney er auðvitað ekki að þegja hér. 10 TMM 1996:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.