Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Eiríkur Guðmundsson og Kristján B. Jónasson Uppvakinn kraftur orðanna Rætt við Sigfús Bjartmarsson Sigfús Bjartmarsson fæddist á Sandi í Aðaldal árið 1955. Hann hefur lifað hálff líf fyrir norðan og hálft fyrir sunnan, eins og segir í kvæðinu, án þess þó að þeir helmingar verði með góðu móti skildir að. Þegar faðir hans Bjartmar Guðmundsson, „renndi inn á þing 1959 fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða öllu heldur fyrir bændaarm hans sem nú er búið að útrýma“, eins og Sigfús segir, varð það til þess að hann ólst upp á flakki milli Reykjavíkur og Aðaldals fram að 16 ára aldri. „Ég var í skóla fyrir sunnan á veturna en dvaldi fyrir norðan á sumrin og effir á að hyggja voru þetta mikil forréttindi að vera svona tveggja heima í æsku.“ Skólaganga hans allt frá barnaskóla til Háskóla íslands, þar sem hann lagði stund á sagnfræði, fór því fram í borginni en norður við Skjálfandaflóa þjálfaðist hugur hans við annan kost. „Þetta var víðtækara en að tilheyra í senn borg og sveit. Ég lifði menningarlega séð tvenna tíma í einu því frændfólk mitt fyrir norðan var í hópi þeirra sem sýndu „gamla tímanum" eins og það heitir enn, hvað mest trygglyndi og því fylgdu siðferðileg viðhorf, verðmætamat og lífssýn sem flestir af minni kynslóð þekkja ekki nema úr bókum enda víkjandi frá því á stríðsárunum að minnsta kosti. Þetta var að grundvelli nítjándualdarhugsun og mótuð af ungmennafélagsandanum en kjarninn samt enn eldri og tímalaus í þeim skilningi sem alþýðuspekin er jafnan. Stutt í grunn stóísks æðruleysis, þús- und ára reynslu af því að þrauka hvað sem á dynur; þannig hugsun gerir skoðanir, fordóma og slíkt léttvægt ef ekki hjákátlegt. Þetta fólk hafði líka gamla og trausta mælikvarða á hlutina í öllu nýjungaæðinu. Nútíminn gefur kannski ekki mikið fyrir þá alla en ég held að það sé ekki síður gott vegarnesti að kynnast ungur alveg þvottekta viðspyrnumönnum en róttækum snilling- um. Ég man til dæmis ekki hvenær ég lærði að fyrirlíta tískur. Mér finnst sem ég hafi fæðst svona þannig að það hlýtur að hafa gerst fyrir mitt barnsminni." í viðtalinu bar reyndar meira á þeim parti sálarlífs Sigfúsar sem 20. öldin hefur læst í klónum. Hann var að minnsta kosti ekki mjög nítjándualdarlegur þegar hann tendraði í filterslausum Camel með Zippo kveikjaranum ódauð- lega. En hann lærði þó ekki einungis að hugsa eins og þeir gömlu fyrir norðan, hann kynntist einnig gömlum atvinnuháttum. „Á kalárunum í 6 TMM 1996:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.