Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 74
Platon gerði sér engar vonir um að unnt væri með rökum að fá almenning
til að fallast á nauðsynlegar stjórnarbætur. Öfugt við Prótagóras áleit hann
að almenningur hefði ekki vit á stjórnmálum. Hann var því tilbúinn til að
grípa til ofbeldis, blekkinga og annarra óvandaðra meðala. Þessi þáttur í
stjórnspeki Ríkisins minnir vissulega á ýmsa ljóta kafla í stjórnmálasögu 20.
aldarinnar.
Það er í dúr við hugmyndina um vísindalega stjórn að hafa litla trú á
viðteknum siðum og vilja helst smíða samfélagið upp á nýtt frá grunni.
Platon gældi líka við slíkar hugmyndir:
Mikilsverðast og nauðsynlegast af öllu telja þeir [heimspekingarn-
ir] réttlætið: með því að þjóna því og fóstra það koma þeir góðri
reglu á ríki sitt.
Hvernig þá? spurði hann [Glákon].
Þeir senda alla borgara sem eru yfir tíu ára að aldri út á akrana,
sagði ég [Sókrates]. Þegar þeir eru búnir að taka börn þeirra undan
áhrifum þeirra siða sem nú eru viðteknir, sem eru siðir foreldr-
anna, ala þeir þau upp eftir sínum háttum og lögum sem við
röktum á sínum tíma. Þetta er fljótvirkasta og auðveldasta leiðin
fyrir þá til að koma á fót því ríki og stjórnskipan sem við höfum
verið að ræða, láta það blómstra og færa þjóðinni sem það byggir
sem mesta velsæld.10
Þetta minnir einna helst á hugmyndir Pol Pots og Rauðu Khmeranna í
Kambódíu um árið núll og stjórnspekingur getur víst varla komist í öllu verri
félagsskap, svo álit Poppers á stjórnspeki Platons er ekki alveg úr lausu lofti
gripið. En það er samt ekki nema hálfur sannleikur. Platon er ekki bara
fyrirrennari þeirra sem mæla bót alræði og ógnarstjórn. Hann er líka upp-
hafsmaður hugmynda um réttarríki, dreifingu valds og fulltrúalýðræði eins
og nú tíðkast í okkar heimshluta. Þessar hugmyndir setti hann fram í síðustu
bók sinni, Lögunum.
Milli Laganna og Ríkisins skrifaði Platon Stjórnmálamanninn. Þar lýsir
hann hinum fullkomna stjórnmálamanni. Slíkur maður veit hvað er þegn-
unum fyrir bestu og kann að stjórna í samræmi við þá vitneskju. Hann tekur
ákvörðun um hvert mál fyrir sig alveg eins og læknir sem meðhöndlar
sjúklinga sníður meðferðina að þörfum hvers og eins en fer ekki eftir
ósveigjanlegum reglum. Hinn fullkomni stjórnmálamaður fýlgir því ekki
neinum lögum.11 Allt er þetta í samræmi við kenninguna í Ríkinu nema hvað
Platon bætir því við að í þessum heimi sé ekki kostur á fullkomnum
stjórnmálamönnum.12
Sennilega ól Platon alla tíð í brjósti efasemdir um að nokkurn tíma yrðu
72
TMM 1996:4