Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 86
mínar tiltektir. Sagðir að ég sæi ekki óhreinindin. Eins og ég hef þó alltaf verið að reyna. Þið eruð með hreinlætisæði, þetta kvenfólk. Og ekki er hún dóttir þín betri. Ég veit ekki til þess, að það hafi verið kvartað undan mér, hér fyrr meir. Ég þótti þrifinn smiður, held ég. Aldrei neitt óþarfa rusl í kringum mig. Þú hefðir átt að sjá þá surna. Þeir óðu í spónum og sagi, svo að rykið þyrlaðist um allt. Og fundu svo aldrei verkfærin sín. Ertu viss urn, að þú viljir ekki fá eitthvað, Kristín mín? Ég get lagað fyrir þig tesopa, ef þú vilt ekki kaffi. Heldurðu að þú hefðir ekki gott af að fá þér tesopa og brauðsneið? Þú mátt til að reyna að nærast eitthvað. Mér líst ekki á að þú styrkist, ef þú lætur ekkert ofan í þig. Ég ætla sjálfur að skreppa fram og smyrja mér brauðsneið. Á ég kannski að kveikja á útvarpinu? Ég skal ekki hafa það hátt. (Indriði heyristganga fratn. Hann kveikir á útvarpinu, ogþaðan heyrist ómur af vínarmúsík úr morgundagskrá. Það heyrist ofurlítið glamur í eldhúsáhöldum. Indriði raular undir músíkinni í útvarpinu. Svo gengur hann aftur að sceti sínu við stofugluggann). Indriði: (Maular brauðsneið og sýpur á kaffi) Ég veit svei mér ekki hvort það ætlar að verða nokkur dagur í dag. Nú grúfír rnyrkur yfír djúpunum. Nú veitti ekki af því að einhver máttugur tæki sig til og segði: Verði ljós! En það er víst ekki sagt nema einu sinni. Okkur er víst ætlað að bera þetta skammdegismyrkur. Það þýðir víst ekki mikið að mögla. En dimmt er úti, Drottinn rninn. Heyrðu Kristín. Veistu hvað ég var að hugsa í morgun? Nei, það er varla von. Ellin er gul. Hefurðu tekið eftir því Kristín, að ellin er gul? Eða kannski gulgrá. Ég hef aldrei hugsað urn þetta áður. En í rnorgun, þegar ég vaknaði og fór að bisa við að klæða mig, þá tók ég eftir því, að ég var einhvern veginn allur orðinn gulur. Gulur og stirður. Gott ef það fer ekki að braka í mér bráðum! Það er fjandalegt að verða svona garnall. Eða gamallegur, réttara sagt. Vakna eiginlega þreyttur. Hvíla ekki úr sér þreytuna á nóttunni. Þreytu, sem er ekki eftir neitt nema lifa og draga andann. Eins og það sé eitthvert erfiði. Ekki vaknaði ég þreyttur í gamla daga. Upp eins og stálfjöður. (Indriði sýpurá kajfinu ogdœsir. Það heyristallan tímann lágt í útvaipinu). 84 TMM 1996:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.