Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 86
mínar tiltektir. Sagðir að ég sæi ekki óhreinindin. Eins og ég hef þó
alltaf verið að reyna. Þið eruð með hreinlætisæði, þetta kvenfólk. Og
ekki er hún dóttir þín betri.
Ég veit ekki til þess, að það hafi verið kvartað undan mér, hér fyrr
meir. Ég þótti þrifinn smiður, held ég. Aldrei neitt óþarfa rusl í
kringum mig. Þú hefðir átt að sjá þá surna. Þeir óðu í spónum og sagi,
svo að rykið þyrlaðist um allt. Og fundu svo aldrei verkfærin sín.
Ertu viss urn, að þú viljir ekki fá eitthvað, Kristín mín? Ég get lagað
fyrir þig tesopa, ef þú vilt ekki kaffi. Heldurðu að þú hefðir ekki gott
af að fá þér tesopa og brauðsneið? Þú mátt til að reyna að nærast
eitthvað. Mér líst ekki á að þú styrkist, ef þú lætur ekkert ofan í þig.
Ég ætla sjálfur að skreppa fram og smyrja mér brauðsneið. Á ég
kannski að kveikja á útvarpinu? Ég skal ekki hafa það hátt.
(Indriði heyristganga fratn. Hann kveikir á útvarpinu, ogþaðan heyrist
ómur af vínarmúsík úr morgundagskrá. Það heyrist ofurlítið glamur í
eldhúsáhöldum. Indriði raular undir músíkinni í útvarpinu. Svo gengur
hann aftur að sceti sínu við stofugluggann).
Indriði:
(Maular brauðsneið og sýpur á kaffi) Ég veit svei mér ekki hvort það
ætlar að verða nokkur dagur í dag. Nú grúfír rnyrkur yfír djúpunum.
Nú veitti ekki af því að einhver máttugur tæki sig til og segði: Verði
ljós! En það er víst ekki sagt nema einu sinni. Okkur er víst ætlað að
bera þetta skammdegismyrkur. Það þýðir víst ekki mikið að mögla.
En dimmt er úti, Drottinn rninn.
Heyrðu Kristín. Veistu hvað ég var að hugsa í morgun? Nei, það er
varla von. Ellin er gul. Hefurðu tekið eftir því Kristín, að ellin er gul?
Eða kannski gulgrá. Ég hef aldrei hugsað urn þetta áður.
En í rnorgun, þegar ég vaknaði og fór að bisa við að klæða mig, þá
tók ég eftir því, að ég var einhvern veginn allur orðinn gulur. Gulur og
stirður. Gott ef það fer ekki að braka í mér bráðum! Það er fjandalegt
að verða svona garnall. Eða gamallegur, réttara sagt. Vakna eiginlega
þreyttur. Hvíla ekki úr sér þreytuna á nóttunni. Þreytu, sem er ekki
eftir neitt nema lifa og draga andann. Eins og það sé eitthvert erfiði.
Ekki vaknaði ég þreyttur í gamla daga. Upp eins og stálfjöður.
(Indriði sýpurá kajfinu ogdœsir. Það heyristallan tímann lágt í útvaipinu).
84
TMM 1996:4