Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 107
sína tungu og „kreisti safann úr evrópskum prósa“ allt frá Boccaccio til Flauberts í þágu grískrar menningar, sem þyrst var orðin eftir slíkri næringu. Með öðrum orðum: grísk þjóðernisviðhorf einangruðu Papadíamandis, Evrópusamband um menningu á að sjá honum fyrir heimsfrægð. Það er lofsvert ef allir sem kunna að meta brautryðjanda í nýgrískri sagnalist og geta þýtt úr grísku leggjast á eitt og hrópa af húsþökum: Góðir hálsar, missið ekki af stórmerkum grískum Evrópumanni! En því miður er hætt við að þeir hafi ekki erindi sem erfiði. í fyrsta lagi: til eru stórsnjallar þýðingar, en þær duga oftast skammt til að vinna upp það forskot sem höfundar, skrifandi á stórþjóðatungum, hafa á gríska, eistneska eða íslenska höfunda. Og það eru ekki þýðingavandræði sem ráða mestu um það að smáþjóðahöfundar eiga erfítt uppdráttar „á hinum mikla, frjálsa alþjóðamarkaði“ — hve ágætir sem þeir eru. Heldur sú kaldranalega staðreynd, að athyglin á þessum markaði er þegar gengin út, ef svo mætti segja. Forvitnin er uppseld, eða því sem næst. „Góðir lesendur heimsbókmennta“ þykjast hafa nóg á sinni könnu. Þeir hafa komið sér upp hver sínum ,Jcanón“, bálki rita sem þeir telja sig þurfa að þekkja til að vera menn með mönnum. Og ótal hleypidómar, sem fara mjög eftir menningar- svæðum, eru að verki þegar slíkur kanón verður til í huga lesandans. Engil- saxar og Frakkar hafa til dæmis litla trú á því fyrirfram að eitthvað merkilegt geti komið frá Norðurlöndum. Þeir setja púnkt aftan við Ibsen langflestir og láta þar við sitja. Smáþjóðahöfundar sem skrifuðu fýrir hundrað árum eða meir, eins og Grikkinn Papadíamandis, eiga sér litla von. Á nítjándu öld eignuðust margar þjóðir höfunda sem gegndu svipuðu hlutverki og hann: þeir „skrifuðu kaflann um prósa“ inn í bókmenntir síns lands. Með öðrum orðum: þeir kenndu sjálfum sér og öðrum á skáldsöguna. Sóttu fyrirmyndir til Frakka, Englendinga og Rússa, unnu úr þeim og bættu við hver eftir sínum frumleika og eftir því sem á honum helst brann og lesendahópi hans. En það er næsta ólíklegt að þeir sömu Englendingar, Frakkar og Rússar, fái síðar meir áhuga á framlagi þessara ágætu manna. Enda varla hægt að ætlast til þess. Þessi bókmenntastórveldi eiga fullt í fangi með að halda á floti sínum eigin mönnum — heima hjá sér. Mér er sagt að Frakkar til dæmis hefðu verið langt komnir með að gleyma höfúndi á borð við Anatole France, sem var feikn- arlega vinsæll um alla álfu framan af okkar öld. En væru eitthvað að taka sig á á síðustu misserum, vegna þess að hámenntað og dálítið náttúrulaust háð France passar vel við nútíma sem kenndur er við dauða hugmyndafræða. Smáþjóðahöfundar sem eru nær okkur í tíma og jafnvel enn á lífi, þeir eiga sér meiri von um alþjóðafrægð. Þó þurfa þeir að verða fyrir sérstöku happi til að yfirstíga þá vantrú sem stærri þjóðir hafa á höfundum frá TMM 1996:4 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.