Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 53
Hann slökkti á nuddinu, vatnið kyrrðist fljótt og hann strauk vætuna framan úr sér og silfrað hárið aftur á hnakka. Þú kemur aldeilis færandi hendi. Ætlum við að halda upp á eitt- hvað? Þess vegna, ég var að ljúka við söguna, sagði ég, lét hann halda á flöskunum meðan ég klifraði ofan í pottinn og naut þess að fínna hvernig ég byrjaði strax að slaka á við að koma í vatnið, svona mátulega heitt. Það kalla ég ánægjulegar fréttir, sagði málarinn og rétti mér mína flösku. Það er löggild ástæða til að klingja glerjum. Við lyftum flöskunum til móts við höku, horfðumst ábúðarfullir í augu og skáluðum eins og virðulegir aristókratar. Ertu þá bara á leiðinni í bæinn? Ég hugsa það. Ekki á morgun, heldur hinn. Hefurðu eitthvað heyrt í Guðrúnu? Nei, þær koma ekki heim fyrr en eftir viku. En þá get ég líka undirbúið það betur. Ég get nú ekki beinlínis sagt að það gleðji mig að þú skulir vera að fara. Nei, þetta hefur verið góður tími. Við höfum verið duglegir að vinna. Og skemmt okkur vel þar að auki. Við skáluðum aftur. Ég var annars að lesa ansi merkilega frásögn af dönskum kollega þínum, sagði málarinn svo. Eða réttara sagtfyrrverandikollega þínum. Jæja. Já, mjög átakanleg saga. Og athyglisverð, að minnsta kosti vekur hún hjá manni ýmsar spurningar um eðli skáldskaparins. Nú? sagði ég og var orðinn forvitinn. Lát heyra. Hann fékk sér annan slurk úr pilsnerflöskunni, lagði hana svo frá sér á veröndina og horfði fast í augu mín áður en hann hélt áfram: Rithöfundur þessi hafði tekið sig upp og flutt með fjölskylduna til Grænlands. Ætlaði einmitt að semja skáldsögu um það þegar dönsk fjölskylda sest þar að í afskekktu veiðimannasamfélagi. Ólíkir menn- ingarheimar mætast, ofverndað borgarbarnið gagnvart miskunnar- lausum hrikaleik náttúrunnar og allur sá pakki. Er ekki að orðlengja það að honum miðaði mjög vel við skrifin, enda stóð efniviðurinn svo TMM 1996:4 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.