Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 39
Og eitthvað, er svefnrofum líkist, á augnlok vor andar, vér áttum oss snöggvast til hálfs, og skilningi lostin hrópar í alsgáðri vitund vor sál: Hvar! Ólafur hefur brotið allar brýr að baki sér og væntir einskis. Við spurningum sínum fær hann þó yfirskilvitlegt svar í sögunni: „Bið þín er brátt á enda, lífið sem þér var ætlað — týnt.“ Þessi orð minna á atvik og frægt tilsvar í „helgisögninni" „Fyrir dyrum laganna" eftir Franz Kafka í hinni kunnu skáldsögu Réttarhöldunum. Sveita- maður hefur beðið við dyr laganna árum saman og er að dauða kominn. Hann spyr dyravörðinn hversvegna enginn hafi krafist inngöngu nema hann og fær svarið: „Hér gat enginn annar fengið inngöngu, því að þessi inngangur var ætlaður þér einum. Nú fer ég og loka honum.“n Sveitamaðurinn er í svipaðri aðstöðu og Ólafur Kárason. Hann hafði ekki vogað að taka örlögin í eigin hendur. Líf hans var týnt, tækifærin glötuð, biðin á enda. En svarið dularfulla í Heimsljósi er vissulega í samræmi við vonsvik, uppgjöf og hugboð um leiðarlok sem ríkja í kvæðinu: Ó hvar? Er glatað ei glatað? Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? í 2. útgáfu Fegurðar himinsins í Heitnsljósi árið 1955 hefur höfundur breytt orðalagi ofangreinds sögukafla á einum stað. Þar stendur ekki lengur „fram- andi maður í sínu eigin lífi“, heldur „ókunnur maður í lífi sín sjálfs“. I fyrstu útgáfunni eru öll orðin í þessari tilvitnun úr kvæði Jóhanns. í seinni útgáf- unni eru að mestu leyti valin önnur orð til að tjá hið sama, og verður ekki séð að þessi umorðun auki listrænt gildi textans nema síður sé. Hér skal ekkert fullyrt um ástæðu þessarar ráðabreytni. En benda má á það að árið 1952 annaðist Halldór Laxness útgáfu á Kvœðum og ritgerðum Jóhanns Jónssonar og hefur hann þá að sjálfsögðu rýnt gaumgæfilega í ljóð skáldsins. Er hugsanlegt að útgáfustarfíð hafi vakið eítirþanka um að seilst hafi verið um of í Söknuð Jóhanns eftir föngum í skáldsöguna sem fékk þessa breytingu þremur árum síðar? í þessum umrædda kafla sögunnar fmnur Ólafur Kárason sig rændan allri hamingjuvon. Hans eigið líf er honum sjálfum óviðkomandi og fram- andi; „rödd tómsins“ nístir hjarta hans; lífsfirringin og tómleikinn ríkja ein. Hér verða skil í lífi Ólafs Kárasonar; hann er í raun að kveðja líf sitt, en í sama mund verður sú „gestkoma í lífi hans“ að unglingstelpan Jasína Gottfreðlína bætist í nemendahóp hans. Síðar spyr hann sjálfan sig hvort TMM 1996:4 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.