Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 72
Hugmyndir Platons um vísindalega stjórn Platon kemur víða við í ritum sínum. Hann lagði grundvöll allra helstu greina evrópskrar heimspeki og fjallaði af sömu snilli um heimspekilega sálarfræði, þekkingarfræði, rökfræði, fagurfræði og siðfræði en ég held að hann hafi alla tíð haff mestan áhuga á stjórnspeki. Hann var óánægður með stjórnarfarið í landi sínu og vildi leggja heimspekilegan grundvöll að betri stjórnarháttum. Vani er að skipta rithöfundarferli Platons í þrjú tímabil. Merkustu rit hans um stjórnmál frá fyrsta tímabilinu eru samræðurnar Prótagóras og Gorgías. I þeim er Sókrates meðal annars látinn ræða við þessa tvo helstu sófista eða fræðara 5. aldar. Merkasta rit miðtímabilsins og jafnframt eitt frægasta stjórnspekirit allra tíma er Ríkið. Helstu rit Platons um stjórnspeki frá þriðja og síðasta tímabilinu eru svo Stjórnmálamaðurinn og Lögin. Stjórnspeki Platons tók miklum breytingum frá því hann hóf að rita Prótagóras þar til hann lauk við Lögin. Það er því engin leið að endursegja eina kenningu og segja að hún sé stjórnspekikenning Platons. Hann hélt fram mörgum kenningum og svo virðist sem blekið hafi tæpast verið þornað á sumum þeirra þegar hann byrjaði sjálfur að andæfa þeim og setja fram aðrar. Nokkur atriði setja þó svip á öll skrif Platons urn stjórnmál. Hér skal nefna þrjú: I fyrsta lagi lagði hann alla tíð áherslu á uppeldishlutverk ríkisins. Það á að siða þegna sína og mennta þá og góðir stjórnmálamenn gera samborgara sína að betri mönnum. I öðru lagi var Platoni alla tíð í nöp við einstaklingshyggju. Hann lagði áherslu á einingu og stöðugleika ríkisins og var mótfallinn stjórnleysi og lausung. Hugmyndir nútímamanna um trúfrelsi, skoðanafrelsi og sjálffæði hvers manns í eigin málum hefðu líklega ekki átt upp á pallborðið hjá honum. I þriðja lagi var hann alltaf vantrúaður á hugmyndir um jafnrétti og jöfnuð allra manna. Hann taldi suma öðrum betur gerða frá náttúrunnar hendi og hafði lítið álit á andlegu atgervi almúgans: Svo hygg ég að til séu enn aðrir í hópi þjónustufólks sem að andlegu atgervi eru þess tæpast verðugir að vera teknir inn í samfélagið, en eru nógu sterkir líkamlega til að vinna erfiðisvinnu. Þeir selja afnot af kröftum sínum, og þeir kalla umbun sína laun og eru því kallaðir launamenn,7 En þegar menn sem eru óverðugir menntunar koma til heim- spekinnar og eiga ósæmilegt samneyti við hana, hvaða hugsanir og 70 TMM 1996:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.