Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 45
„ [. ..] munnvikin dregin niður, andlitið ber svip af ólinnandi þjáníngu.“
(bls. 198)
Vettvángur dagsins (Jóhann):
,Augnalitur hans undir þungum samvöxnum brúnum var ekki án sam-
blands við grænt; hið fjarskygna augnaráð, sem var að jafnaði myrkt af
þjáningu, [...]“ (bls. 274)
„[...] letrað mál var hégómlegt í samanburði við þennan dimma gullbrydda
róm sem stundum hafði mýkt af flosi [...] (bls. 273)
Kvœði og ritgerðir (Jóhann):
„[...] í djúpum hægum gyltum bassa,sem leið út í hljóðskrafogsíðan þögn.“
(bls. 9)
Grikklandsárið (Jóhann):
„ [...] setti í brúnirnar, munnvikin dregin niður, lágur vexti, [...]“ (bls. 60)
„tvær andstæður“—„tvennskonar örlög“
En það er ekki einungis að Jóhann Jónsson gangi um í Heimsljósi í persónu
Arnar Úlfars. Samræður Jóhanns og Halldórs Laxness um fegurra mannlíf
og betra þjóðfélag eiga sér líka hliðstæðu í Höll swnarlandsins þar sem þeir
Örn Úlfar og Ólafur Kárason ræða saman. í pistlinum „Vinur minn“ frá
1932 ræða þeir Halldór og Jóhann saman og eru á göngu alla nóttina. Og
þótt umhverfið sé ólíkt á Sviðinsvík og í Leipzig þá verður það svipað í
uppljómun hugsjónanna.
Við sáum veröldina rísa eins og sumarfagurt hérað rís með fjöllum
sínum, vatni og grundum úr mjúkum þokureifum aftureldingar-
innar. („Vinur minn“, Fótatak manna, bls. 125)
í Höll sumarlandsins ganga þeir Örn Úlfar og Ólafur Kárason saman alla
nóttina,
og það var eingin nótt, aðeins lítilsháttar óveruleiki, stundarleiðsla,
þokur á víð og dreif eins og landslagið ætlaði að leysast upp og svo
leystist ekkert upp og þokurnar voru horfnar á ný, hárauð glóð á
efstu fjallseggjum. (bls. 124)
í níunda kafla Grikklandsársins (1980) segir frá gönguferð þeirra Halldórs
og Jóhanns að næturlagi frá Reykjavík upp í Mosfellssveit. Þar er líka margt
TMM 1996:4
43