Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 98
Ég var komin á táningsaldur þegar við eignuðumst loksins sameig- inlegt áhugamál, Berlin Alexanderplatz. Ég var eini krakkinn í hverf- inu sem hvarf úr hálfum brennóleik til að geta íylgst með örlögum Franz Biberkopf. Mamma tuðaði um það þáttinn út í gegn hvernig jafnljótur maður gat komist yfir kvenmann. Ég skildi það vel. Þetta er froskasyndrómið. Kysstu hann og hann breytist í prins. Ef það dugir ekki gæti vel verið reynandi að sofa hjá honum. Þegar því er lokið gætirðu verið orðin hrifín af honum. Kapallinn gengur ekki upp og mamma tekur upp prjónana. Enn ein ljósgræna barnapeysan er að líta dagsins ljós. Ég hef aldrei sýnt neinn áhuga á börnum. Hvað þá að ég hafi ymprað á því að mig langi til að eignast þau sjálf. Það kemur samt ekki í veg fyrir að mamma prjóni á barnabörnin sem hún heldur að séu á næsta leiti. Fólk heldur alltaf að börn séu eins og PowerBook og hægt sé að fara með þau hvert sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Ég treysti ekki á það. „Ég sá ansi skemmtilega heimildarmynd um daginn um Mengele,“ segir mamma og það glaðnar yfir henni. „Hann brallaði nú ýmislegt, sá maður. Margt bara ansi sniðugt.“ „Sniðugt?“ „Já, hann saumaði til dæmis saman tvíbura og sagði svo við þá: „Hlaupið.““ „Sagði hann það? Var það sagt í þættinum? Það hef ég aldrei heyrt.“ „Nei, það var ekki sagt í þættinum,“ svarar mamma og rær fram í gráðið. „Ég gat mér þess bara til að hann hefði sagt það þegar hann hafði saumað börnin saman og virti sköpunarverk sitt fyrir sér. Meng- ele var misskilinn húmoristi.“ „Tókstu myndina upp?“ „Auðvitað. Ég vissi að mig myndi langa til að horfa á hana aftur.“ „Viltu lána mér spóluna?“ Mamma klórar sér með prjóni í hökuna. „Ég lána fólki aldrei vídeóspólur nema ég taki úr þess í pant og ÞÚ átt ekki Rolex.“ „Þú lánaðir mér samt einu sinni Cape Fear.“ „Þú hafðir nú bara gott af að sjá hana. Það var flott þegar Róbert beit úr kinninni á konunni.“ „Það var ógeðslegt.“ „Ógeðslegt? Hún gat nú bara þakkað fyrir það, jafn sviplaus kona, 96 TMM 1996:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.