Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 106
Árni Bergmann Smáþjóðahöfundar á heimsmarkaði I fyrsta hefti TMM 1996 birtist grein um gríska sagnaskáldið Alexander Papadíamandis (1851-1911) eftir landa hans Lakis Proguidis og fylgdi með þýðing á smásögu eftir þennan höfund. Höfundur greinarinnar segir að Papadíamandis hafi tekist „að koma grískum bókmenntum aftur inn á heimskortið.“ Höfuðstef hans er samt það, að Papadíamandis, föður eða afa nýgrískrar sagnagerðar, sé alls ekki að finna á því góða korti. Proguidis kveðst aldrei hafa rekist á erlendan rithöfund eða „góðan lesanda heimsbókmennta“ sem hafi heyrt verka Papadíamandisar getið. Þetta þykir honum súrt í brotið sem vonlegt er og vill finna ástæðuna fyrir þessari skaðræðis-gleymsku sem gott skáld er í fallið. Helst vill hann í leiðinni finna aðferð til að brjóta niður þagnarmúr um þann „sem skrifaði kaflann um list prósans inn í grískar bókmenntir.“ Áhyggjur hans og viðleitni eru fróðleg: við erum, með svipuðum hætti og Proguidis, oftar en ekki full beiskju yfir því að íslenskum bókmenntum sé ekki nægilegur sómi sýndur á heimsmarkaði. „Það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það,“ sagði þingmað- urinn. Proguidis telur Papadíamandis hafa lokast inni hjá grískum lesendum vegna þess, að hann hafi verið reyrður í fjötra þjóðernis, lent í hópi þeirra höfunda sem taldir eru óþýðanlegir, aðeins fyrir infædda og séu þar með „gerðir að þjóðgörðum“. Vitnar hann jafnt til grískra bókmenntaprófessora sem velviljaðra útlendinga, sem allir hafi fallið í þá gryfju að gera sem allra mest úr grískri sérstöðu Papadíamandisar. Hann átelur landa sína fyrir að hamra á því, að þessi höfundur sé „algjörlega okkar“ og telur þau læti stafa af vanmetakennd. Grikkir treysti sér ekki til að verja sinn mann „á hinum mikla og frjálsa alþjóðamarkaði“ bókmennta og því grípi þeir til þess að loka hann inni í sinni grísku kytru. í stað þess, segir greinarhöfundur, eigum við að leggja allt kapp á að kynna Papadíamandis sem evrópskan höfund sem „sérstakt þróunarstig innan hins evrópska prósa.“ Enda hafi hann sjálfur svo sannarlega ekki verið einangr- aður rnaður í bókmenntalegum efum, hann þýddi mörg stórskáld Evrópu á 104 TMM 1996:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.