Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 19
martraðarkennd framtíð-
arsýn hefði einhver brugðið
henni upp fyrir hann árið
1930. Að bestu manna yfir-
sýn í menningarefnum væri
einfaldlega jafn marklaus á
prenti og allt hitt rausið!
Það hafa einfaldlega allt
önnur öfl tekið völdin en
áætlað var.
Halldór átti nú líka sjálf-
ur til að sjá á eftir hlutunum. Um 1950 mæltist hann til þess í grein að skráð
yrði niður hvert tilsvar sem féll á Hornströndum því þær voru þá á undra-
skömmum tíma að fara í auðn. Þar er komin harmræn sýn á viðburðina sem
ég skil mjög vel. Hann hefur sjálfsagt horft á þetta eins og náttúrufræðingur
í Amasón horfir á hvernig tegundunum fækkar. Með hverju því sem eyðist
fer eitthvað sem er óafturkræft. Ég finn mjögt sterkt fyrir þessari harmrænu
hlið á breytingunum. Eftir því sem sérkennum fækkar einfaldast karakter
þjóðarinnar. Því fækkar sem skemmtir manni og nærir sálarlífið og í því ljósi
eru tilmælin um að hverju tilsvari verði haldið til haga ekki svo fráleit.
Halldór var einfaldlega að undirstrika að menningarverðmæti liggja ekki síst
í smáu og það er óafturkræfur missir af því öllu. Ég upplifi eitthvað þessu
líkt þótt ég sé ekki grátandi yfir því dags daglega. Ég fíla nútímann að mörgu
leyti vel en hann á sér þessa harmrænu hlið og ég skal játa að mér finnst
ískyggilegt hvað hinn efnahagslegi mælikvarði er farin að yfirskyggja allt
annað verðmætamat í þessu landi.“
Sjónleikur þúsund ára mannlífs er allur, og
bráðum einginn eftir á staðnum til að muna
neitt sem hefúr gerst; þraut og gnótt, gleði og
harmar þrjátíu fjörtíu kynslóða öld frammaf öld
síðan árið 900 eða 950 eða þaríkríng, vonir, ástir,
jól, lífsháskar, móðir og barn þúsund sinnum,
tíu þúsund sinnum og kannski oftar, og jafnoft
svolítil líkfýlgd, ýmist á fuglglöðum sumardegi
eða í hríðarágaungum um vetur, — alt búið.
Halldór Laxness: „Sviðið autt“. Dagur í senn.
Reykjavík 1953, bls. 48—49.
„Það er jafnan þefur af h1oim“
Þessi veröld hruns og eyðingar tnyndar bakgrutm Mýrarenglatma ekki satt?
„Sú bók spratt ekki síst upp af samstöðu við það sem er víkjandi almennt
séð og þess vegna koma til dæmis andfætlingarnir þarna fyrir. Það er enginn
grundvallarmunur á þeim og íslenska sveitafólkinu eða þá eskimóum og
indjánum. Það sama gildir einnig um Neanderthalsmanninn sem stjáklar
um í upphafi Án fjaðra, hann stendur fyrir frjósemi, forneskju og galdur
versus vísinda- og framfarahyggju. Þetta er vissulega áróður. Það er viss
andúð í báðum þessum bókum sem beinist ekki gegn nútímanum í sjálfu
sér heldur fremur að því hugarfari sem býr að baki tæknivæðingu heimsins.
TMM 1996:4
17