Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 19
martraðarkennd framtíð- arsýn hefði einhver brugðið henni upp fyrir hann árið 1930. Að bestu manna yfir- sýn í menningarefnum væri einfaldlega jafn marklaus á prenti og allt hitt rausið! Það hafa einfaldlega allt önnur öfl tekið völdin en áætlað var. Halldór átti nú líka sjálf- ur til að sjá á eftir hlutunum. Um 1950 mæltist hann til þess í grein að skráð yrði niður hvert tilsvar sem féll á Hornströndum því þær voru þá á undra- skömmum tíma að fara í auðn. Þar er komin harmræn sýn á viðburðina sem ég skil mjög vel. Hann hefur sjálfsagt horft á þetta eins og náttúrufræðingur í Amasón horfir á hvernig tegundunum fækkar. Með hverju því sem eyðist fer eitthvað sem er óafturkræft. Ég finn mjögt sterkt fyrir þessari harmrænu hlið á breytingunum. Eftir því sem sérkennum fækkar einfaldast karakter þjóðarinnar. Því fækkar sem skemmtir manni og nærir sálarlífið og í því ljósi eru tilmælin um að hverju tilsvari verði haldið til haga ekki svo fráleit. Halldór var einfaldlega að undirstrika að menningarverðmæti liggja ekki síst í smáu og það er óafturkræfur missir af því öllu. Ég upplifi eitthvað þessu líkt þótt ég sé ekki grátandi yfir því dags daglega. Ég fíla nútímann að mörgu leyti vel en hann á sér þessa harmrænu hlið og ég skal játa að mér finnst ískyggilegt hvað hinn efnahagslegi mælikvarði er farin að yfirskyggja allt annað verðmætamat í þessu landi.“ Sjónleikur þúsund ára mannlífs er allur, og bráðum einginn eftir á staðnum til að muna neitt sem hefúr gerst; þraut og gnótt, gleði og harmar þrjátíu fjörtíu kynslóða öld frammaf öld síðan árið 900 eða 950 eða þaríkríng, vonir, ástir, jól, lífsháskar, móðir og barn þúsund sinnum, tíu þúsund sinnum og kannski oftar, og jafnoft svolítil líkfýlgd, ýmist á fuglglöðum sumardegi eða í hríðarágaungum um vetur, — alt búið. Halldór Laxness: „Sviðið autt“. Dagur í senn. Reykjavík 1953, bls. 48—49. „Það er jafnan þefur af h1oim“ Þessi veröld hruns og eyðingar tnyndar bakgrutm Mýrarenglatma ekki satt? „Sú bók spratt ekki síst upp af samstöðu við það sem er víkjandi almennt séð og þess vegna koma til dæmis andfætlingarnir þarna fyrir. Það er enginn grundvallarmunur á þeim og íslenska sveitafólkinu eða þá eskimóum og indjánum. Það sama gildir einnig um Neanderthalsmanninn sem stjáklar um í upphafi Án fjaðra, hann stendur fyrir frjósemi, forneskju og galdur versus vísinda- og framfarahyggju. Þetta er vissulega áróður. Það er viss andúð í báðum þessum bókum sem beinist ekki gegn nútímanum í sjálfu sér heldur fremur að því hugarfari sem býr að baki tæknivæðingu heimsins. TMM 1996:4 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.