Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 105
sig jafn fínt og burgeisarnir höfðu gert, og stofuljósmyndarar fóru líka að veita þá þjónustu að hafa baksviðsteppi með glæstum höllum eða garðhús- um. Þannig gat uppdubbaður smáborgarinn keypt sig inn í draumaveröld auðmannsins. Sjálfur á ég brúðkaupsmynd af foreldrum mínum, öreiga verkafólki, sem eins gæti verið af giftingu hertogans af York eða Flekkuvík. Allt eru þetta víst eðlilegir hlutir, því sagði ekki Konfúsíus að allt sem ætti sér stað hlyti að vera eðlilegt? Því má það þá ekki vera eðlilegt líka að koma til dyranna eins og maður er klæddur og segja frá því sem mistekist hefur engu síður en hinu sem betur hefur lánast að dómi heimsins eða manns sjálfs? Hvers vegna fara þessi góðu skáld að tala um „píslarvættisviprur" og „harmsögur" þegar menn reyna að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir? Er keppikeflið það eitt að sýnast? Eða gæti kannski verið einhvers virði að láta á hugmyndir sínar reyna með fullri áhættu? Og þora síðan að greina frá árangrinum hvort sem hann var mikill eða lítill. I framhaldi af fyrrgreindri tilvitnun um eðlilega skömm manna á „hvers- dagslörfunum“ sínum segir EB: „Ég veit ekki hvað rammt kvað að þessari myndfælni manna né heldur hvað ÞÞ á við með „að myndasmiðnum hafi verið gert það ljóst með ótvíræðum hætti, að [vildi hann hafa vinnu af því framvegis að ljósmynda Eskfirðinga í sparifötunum yrði hann að láta af þeim sið að læðast að þeim í vinnutímanum með kvikmyndavélina].“ Og ég skil það ósköp vel að EB þori nú ekki að kannast við setningu, sem hann sagði við mig fyrir mörgum árum, og ég skrifaði þá niður eftir honum. Ég ætlast ekki heldur til þess að hann fari að grufla frekar í þeim orðum sínum nú. í nafni heimóttaskaparins skulum við því láta eins og hann hafí aldrei sagt þetta. I upphaflega bréfinu spurði ég þig álits á þeirri furðulegu áráttu pressunnar að láta frægt fólk einkum úttala sig um hluti, sem það kann engin skil á. Þú lést, held ég, meistara Kosik svara þeirri spurningu og annari, sem ég bætti við í lokin: Getur það verið að þessi árátta stafi af sömu þörfinni og allur annar veruleikaflótti? Báðar þessar spurningar mætti vel ítreka nú í nýju samhengi, en ég vildi helst vera laus við frekari pólemík á þeim nótum, sem EB og GM stunda í Tímariti þínu. Því bið ég þig vel að lifa, Reykjavík í október 1996 TMM 1996:4 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.