Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 59
kvæmum útlistunum á hverjum lið fyrir sig auk enn nákvæmari athuga-
semda varðandi tungumálið og notkun þess, er að finna í reglugerðinni, enda
er hún um fjórtán síður. T.d. voru svefnherbergi og baðherbergi undir
sérstöku eftirliti því slíka staði töldu kvikmyndaeftirlitsmenn svo nátengda
kynferðislegum athöfnum að þá ætti helst ekki að sýna. Tvíbreið rúm þóttu
varasöm á tjaldinu, eiginmaður mátti ekki sitja á rúmi konu sinnar nema
vera með báða fætur á gólfinu. Kossar máttu aðeins vara í átta sekúndur og
ljúka varð kossinum með lokaðan munninn.
Eins og nærri má geta varð þetta til þess að gera kynbombum áratugarins,
eins og Jean Harlow og Mae West, lífið leitt enda voru þær báðar nánast
ofsóttar af ritskoðurunum. Auk ögrandi framkomu var þeim bannað að tala
opinskátt um kynferðislega ánægju og frelsi kvenna, hvað þá að hafa slíkt í
flimtingum.
Syndir og salerni
Leikstjórinn góðkunni, Alfred Hitchcock, lenti oft í vandræðum vegna
kvikmyndaeftirlitsins við gerð mynda sinna í Bandaríkjunum. Við vinnslu
myndarinnar Rebecca (1940), sem gerð var eftir samnefndri bók Daphne du
Maurier, vildi Hitchcock útfæra handritið á allt annan veg en söguþráður
bókarinnar sagði til um en framleiðandinn, David O. Selznick, þvertók fyrir
það á þeirri forsendu að fjölmargir hefðu lesið þessa frægu bók og hefðu því
ákveðnar væntingar um myndina. Það kaldhæðnislega er að eina atriðið sem
Hitchcock vildi hafa nákvæmlega eins og í bókinni var endir sögunnar en
því höfhuðu ritskoðarar á þeirri forsendu að sögupersónurnar mættu ekki
komast upp með glæpi. I lok bókarinnar kemur í ljós að aðalpersónan
Maxim de Winters (Laurence Olivier) hafði skotið hina grimmlyndu eigin-
konu sína Rebeccu til bana með köldu blóði og byrjar síðan nýtt líf með
annarri eiginkonu sinni (Joan Fontaine). Þennan endi tóku eftirlitsmenn
ekki í mál því eins og segir í reglugerðinni má samúðin ekki vera með þeim
sem brýtur lög. Leikstjórinn varð því nauðugur viljugur að breyta söguþræð-
inum og lyktaði málinu á þann veg að dauða Rebeccu var breytt í slys.
Endirinn var endurskrifaður nokkrum sinnum þar til hann fékk náð fyrir
augum ritskoðara.
Hitchcock lenti í svipuðum vandræðum við gerð myndarinnar Suspicion
(1941) og má segja að tvískinnungur reglugerðarinnar hafi, þótt grátbros-
legur væri, komið að góðum notum þegar upp var staðið. Ætlunin var að
láta eiginkonuna (Joan Fontaine) vera barnshafandi og fremja sjálfsmorð í
sálarangist sinni í lok myndarinnar. Ritskoðarar þvertóku fyrir þetta og var
TMM 1996:4
57