Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 32

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 32
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Kjartan Atli Kjartansson kjartanatli@365.is Að bíða í röð þegar erlend fyrirtæki opna útibú hér á landi, að grilla kótil-ettur við öll tækifæri og að elska Eurovision skilyrðislaust eru meðal einkenna bolsins. Hið margþætta slanguryrði „bolurinn“ hefur verið notað yfir tiltekna manngerð und- anfarin ár og má segja að orðið sé hægt og rólega að festa sig í sessi í vitund almennings. Undanfarna daga hefur það meðal annars verið notað yfir þá sem biðu í hinni frægu röð fyrir utan Dunkin’ Donuts til þess að fá ókeypis kleinuhringi eftir bandarískri uppskrift. Bolurinn er nefnilega hagsýnn, eins og blaðamaður komst að þegar hann ræddi við þá sem hafa stuðl- að að því að þetta slanguryrði er hreinlega að verða að nokkuð vel skilgreindu hugtaki. En til þess að komast að raunverulegri merk- ingu orðsins er ekki hægt annað en að leita aftur í upprunann og þá er slegið á þráðinn til Björgvins nokk- urs Halldórssonar, sem söng manna fyrstur um bolinn. „The ordinary Joe“ Upphaf slanguryrðisins má rekja til lags Brimklóar sem ber titil- inn Bolur inn við bein, samið af þeim Björgvin Halldórssyni (höf- undi hugtaksins) og Jónasi Friðriki Guðnasyni. „Þetta fæddist bara í stúdíóinu,“ segir Björgvin um slangrið og heldur áfram: „Þetta er staðfært úr bandarísku og evrópsku þjóðfélagi. Þetta nær yfir „The Ordinary Joe eða Joe Smo“, eins og sagt er í Bandaríkjunum. Bolurinn er bara venjulegt fólk, límið sem heldur samfélaginu saman og er alls ekki meint í niðrandi merkingu.“ Björgvin segir enn fremur að bolur geti haft margþætta merkingu og náð yfir mismunandi hópa fólks. En hvaðan kemur orðið bolur? „Segjum að það sé verið að opna nýtt fyrirtæki og bolir gefnir í tilefni af því. Fólk sem fer þangað og fær frían bol og gengur í honum stolt um bæinn; það er bolurinn. Þaðan kemur þetta,“ svarar Björgvin. Hinar mörgu birtingarmyndir bolsins Henry Birgir Gunnarsson íþrótta- fréttamaður hefur verið dugleg- ur að halda slanguryrðinu á lofti undanfarin ár. Henry hefur meðal annars staðið fyrir hinum árlega boladegi á Twitter, þar sem Íslend- ingar reyna að fá svör frá þekktum stjörnum í gegnum samskiptamiðil- inn. Henry segir að birtingarmynd- ir bolsins séu margar; að hægt sé að tala um „bolahegðun“ við hinar ýmsu aðstæður. „Í grunninn er þessi takmarka- lausa auðmýkt Íslendingsins til þess að vera ofboðslegur bolur alveg mögnuð. Við hikum ekki við að standa í röð eftir kleinuhringj- um eða McDonalds. Og við höfum ekkert betra að gera en að hanga í „Bolalindinni“, því okkur dettur ekkert betra í hug. Við megum varla sjá nokkurn einasta mann sem er frægur án þess að taka mynd af við- komandi og segja frá því,“ útskýrir Henry. Henry telur síðan upp nokkr- ar tegundir bolsins: „Við erum með sólarlandabolinn, sem notar appið Instaweather í gríð og erg, þú ert ekki sólarlandabolur nema þú „instaveðrir“ þig í gang. Svo er það bolurinn á samfélagsmiðlunum. Þar fær bolurinn rödd og áhorfend- ur og getur bolað sig í drasl. Við sjáum til dæmis fólk sem er eða var dálítið þekkt í samfélaginu og þykir kannski þjóðfélagslega þenkjandi. Þannig einstaklingar eru dugleg- ir við að koma út skoðunum sínum um alla mögulega hluti til þess að sýna hversu klárir þeir eru. Og síðan mætir bolurinn í klappliðið og „lækar“ allt sem þessir einstak- lingar segja á Facebook.“ Bolurinn heldur með Liverpool Henry Birgir tiltekur fleiri teg- undir af bolnum. Hann segir hinn hefðbundna bol yfirleitt halda með Liverpool í ensku knattspyrnunni. „Hinn týpíski bolur talar um Rob- bie Fowler sem guð og er með mynd af Kop-stúkunni í „cover-mynd“ á Facebook. Hann tekur leikina alvar- legar en nokkur annar og er fljótur að skipta um prófælmynd eftir því hver skorar fyrir félagið. Auðvitað er United- bolurinn og Arsenal-bol- urinn líka sterkir, en þeir taka leik- ina ekki eins alvarlega og Liverpool- bolurinn. Undir þessi orð tekur Baldur Beck, fjölmiðlamaður og vinur Henrys. Hann hefur einnig verið duglegur að halda slanguryrð- inu á lofti í gegnum tíðina. „Það er ekki spurning að hinn týpíski bolur heldur með Liverpool.“ Baldur tiltekur fleiri atriði sem einkenna bolinn. „Hann hefur rosa- lega gaman af því að hringja inn í útvarpið. Hann hringir inn og tekur „debatt“ við þáttastjórnendur. Bol- urinn fer líka til Benidorm, á selfí- stöng og grillar mikið.“ Bolur inn við beinið Bæði Baldur og Henry segjast vera bolir inn við beinið. „Allir eru bolir að einhverju leyti,“ segir Baldur og bætir við hlæjandi: „Það eru lík- lega allir Íslendingar bolir nema kannski Megas.“ Þeir félagar eru sammála um að eitt skilji þá frá hinum hefðbundna bol, eitthvað sem þeir öfunda hann af. „Hinn hefðbundni bolur veit ekki af því að hann er bolur. Það er snilldin,“ útskýrir Henry. Á samfélagsmiðlum má sjá marga nota slanguryrðið yfir sína eigin hegðun. „Já, þetta fer í einhvern hring, ef menn vita að þeir eru bolir og eru viljandi að bola. Það er allt annað en að gera þetta ómeðvitað. Meðvitaði bolurinn getur leikið sér með þetta. Hann getur búið til aðstæður þar sem hann getur leikið sér með þetta og kitlað bolinn í sjálf- um sér,“ útskýrir Henry. Hann segir enn fremur að notkun þeirra félaga og annarra á hugtak- inu sé líklega einhver leið til að skil- greina samfélag sitt. „Þetta snýst um að skilja þá sem eru í kringum mann. Þetta er svolítið Seinfeld-legt, að pæla svona mikið í hjarðhegðun og fleiru.“ En báðir taka það skýrt fram að þeir séu ekki að setja sig á æðra plan en almenning, eiginlega þvert á móti. Báðir segjast öfunda hinn hefðbundna bol. Boladrottningin Lilja Katrín Gunnarsdóttir blaða- maður hefur einnig verið dugleg að nota slanguryrðið og titlar sig sem „Queen of bols“, eða Boladrottn- inguna. Hún er ósammála Henry og Baldri, segir boli alveg geta verið meðvitaða um bolinn í sjálf- um sér. „Til dæmis er ég dugleg að taka myndir af mér með frægu fólki á borð við Birgittu Haukdal og Stebba Hilmars. En vissulega eru sumir helbolaðir og átta sig ekki á því. En það er bara mjög gott. Það er engin skömm að því að vera bolur.“ Hún tekur undir að allir séu bolir inn við bein, eins og segir í textanum. „Við erum smáþjóð og smáborgarar. Fólk á bara að taka sínum innri bol fagnandi. Bolurinn elskar til dæmis þegar gítarinn er rifinn upp í partíi og að sjálfsögðu er Stál og hnífur á lagalistanum. Bolurinn grillar hvenær sem er. Og helst kótilettur í Bónus-mar- ineringu. Bolurinn er líka ham- ingjusamastur þegar hann fær eitthvað frítt; hvort sem það eru pylsur, blöðrur eða buff. Bolurinn sýnir vissulega af sér hjarðhegðun en syndir líka á móti straumnum. Hann brjálast þegar Reykjavík síðdegis seinkar um klukkutíma og fussar og sveiar ef Domino’s breytir matseðlinum. Því bolur- inn vill ekki breytingar.“ Allir eru bolir inn við beinið Slanguryrðið bolurinn hefur verið notað í nokkur ár yfir hinn hefðbundna Íslending. En hvað þýðir nákvæmlega að vera bolur? Hver er uppruni orðins? Eru birtingarmyndirnar fleiri en ein? Fréttablaðið leitaði svara við þessum spurningum. BOLALEGT Viðmælendur Fréttablaðsins voru allir sammála um að það sé bolalegt að standa í röð og bíða eftir ókeypis kleinuhringjum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Texti: Björgvin Halldórsson, Jónas F. Guðnason Af plötunni Smásögur (2004) Ég vil góða steik, franskar með Fótbolta og heyrt og séð Ég er það sem ég er Bolur inn við bein Ég vil fá kaffið svart, kleinu með Heitar konur og ölið kalt. Er það sem ég er, bolur inn við bein. Vil engan kavíar, eða sushi bar, Enga skatta og skúringar, Ég er bubba fan, og bolur inn við bein Ég vil flugu á stöng … og verðið lágt, Halla og ladda … og menn í sátt. Er það sem ég er … bolur inn við bein. Ég vil Levis brók … og káboj skó. Graut og slátur og frið og ró. Er það sem ég er, bolur inn við bein. Hundsa pólitík, já og hræsni takk. Fólk með stæla og skítapakk. Ég er elvis fan og bolur inn við bein. Einmitt það sem ég er. Bolur inn við bein … ➜ Bolur inn við bein Fréttablaðið ræddi við nokkra sér- fræðinga um bolinn og bað þá að tiltaka bolalega hluti og athafnir. Hér er listinn, sem er þó ekki tæmandi: ● Selfie-stöng ● Bolamyndir (mynd með ein hverjum frægum). ● Buff ● Bolir með I love (erlend borg) ● Bylgjulímmiði í afturrúðunni ● Kassagítar í partíum ● Ættarmótstrúbadorinn ● N1 vegabréf ● Merktar fríar flíspeysur ● Crocs-skór ● Carlsberg-bjór ● Þorláksmessutónleikar Bubba ● Insta-weather ● Fólk sem kjaftar frá sjónvarps- þáttum, sem það sá áður en þeir komu á dagskrá á Íslandi. ● Að fá eitthvað frítt á bæjarhátíðum. ● Monta sig af mjög fjarskyldu skyldmenni sem er frægt, en þú hefur aldrei hitt. ● Að pósta jákvæðum fréttum úr er- lendum fjölmiðlum og glæsilegum myndum af Íslandi á Facebook. BOLALEGIR HLUTIR OG ATHAFNIR BALDUR BECK BALDUR BECK BJÖRGVIN HALLDÓRSSON HENRY BIRGIR GUNNARSSON 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -4 A 0 0 1 5 C 8 -4 8 C 4 1 5 C 8 -4 7 8 8 1 5 C 8 -4 6 4 C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.