Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 44

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 44
FÓLK|HELGIN NORÐLENSK HÖNNUN Helga Björg Jónasdóttir er sýningarstjóri NOT, samsýningar norðlenskra hönnuða í Ketilhúsinu á Akureyri. MYNDIR/AUÐUNN NÍELSSON Fjöldi norðlenskra vöruhönnuða á sýningu Epal á HönnunarMars í fyrra vakti athygli Akur-eyrarstofu og Listasafns Akureyrar, en af þeim þrjátíu hönnuðum sem sýndu í Epal voru fimm frá Akureyri. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd að setja upp sýningu norðlenskra hönnuða á heima- slóðum. Helga Björg Jónasdóttir er sýningarstjóri. „Ég ákvað strax að búa til nýtt verkefni í kringum þetta, setja ekki bara aftur upp sömu hluti og sýnd- ir voru í Epal heldur leggja sérstaka áherslu á bæði hönnun og framleiðslu á heimaslóð. Hönnuðirnir vinna með fyrirtækjum á svæðinu og búa til nýjar vörur fyrir þessa sýningu,“ útskýrir Helga. Í upphafi verkefnisins tóku níu hönnuðir þátt. Fjórir heltust úr lestinni og eftir standa fimm, þeir sömu og sýndu í Epal í fyrra. „Við ákváðum því að sýna einnig hlutina sem voru á sýningunni í Epal,“ segir Helga. Yfirskrift sýningarinnar er Húsa-gagn, eða nytja- hlutur á heimili í víðum skilningi. Að sýningunni standa Björg í bú – vöruhönnun, Herdís Björk Þórðardóttir, María Rut Dýrfjörð, Sandra Kristín Jóhannesdóttir og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir. Þau fyrirtæki sem hönnuðirnir vinna með eru meðal annarra Hrísiðn, Valsmíði og Ölur. „Þetta eru ólíkir hönnuðir og ólíkar vörur, en þó er samhljómur í efnisnotkun og fleiru, til dæmis er birkikrossviður í nokkrum vörum. Sýningin myndar ákveðna heild,“ segir Helga. „Mitt markmið með sýningunni er að skapa meira samtal milli hönn- uða og framleiðenda og ekki síst almennings, að fólk geri sér grein fyrir að hönnun er fag. Ég kom sérstaklega inn á þetta í opnunarræðunni. Oft er handverk, hönnun og föndur sett undir sama hatt sem er ekki rétt. Þessir hlutir er góðir og gildir hver fyrir sig en eiga ekki heima undir sama hatti. Hönnun er fag. Sýningin var opnuð þann 25. júlí og stendur út ágúst eða fram yfir Akureyrarvöku, sem haldin er í lok ágúst. Helga segir það stefnu Listasafnsins á Akureyri að kynna og sýna hönnun og arkitektúr meðfram myndlist og hún hafi fengið góð viðbrögð við þess- ari fyrstu samsýningu norðlenskra vöruhönnuða. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð. Sýn- ingin hefur aðeins hreyft við umræðunni um að hönnun sé fag, sem mér finnst ánægjulegt.“ Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Norð- urlands. ■ heida@365.is HÖNNUN ER FAG ÍSLENSK HÖNNUN Fimm norðlenskir hönnuðir sýna í Ketilhúsinu á Akureyri nýjar vörur sem hannaðar eru í samvinnu við framleiðendur í heimabyggð. GRÓANDI Matjurtaræktunarkerfi eftir Björg í bú. SALT Snúningsplattar eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur. INGÓLFUR Barnaskrifborð eftir Herdísi Björk Þórðardóttur. BREYTA Veggpanelar og textílmunstur unnin út frá byggingum Guðjóns Samúelssonar eru verk Maríu Rutar Dýrfjörð. Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Nánari upplýsingar www.SUPERBEETS.is Umboð: vitex ehf - Upplýsingasími 896 6949 Betra blóðflæði Rauðrófu kristall 100% náttúrulegt Einstök virkni og gæði - þú finnur muninn Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. - Nemendur geta að námi loknu gengið í Leiðsögufélagið - Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá sem vilja kynnast Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. -Flest stéttarfélög styrkja neme dur til náms. -Nemendur geta að námi loknu gerst félagsmenn í Leiðsögufélaginu Helstu námsgreinar: - Helstu viðkomustaðir ferðamanna á Íslandi í máli og myndum. - Mannleg samkipti, leiðsögutækni, hestar, fuglar og flóra. Framsaga. - Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. - Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðaverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Boðið er uppá dag – og kvöldnám, auk þess er farið í fjölda vettvangsferða. Umsögn: Leiðsögunámið í Ferðamálaskóla Íslands bætti miklu við þekkingu mína á landinu sem og sögu og menningu þjóðarinnar. Þessir þættir voru ofnir saman á einkar áhugaverðan og skemmtilegan hátt og kryddað margs konar fróðleik og frásögnum. Auk þess spannaði námið allt frá leiðsögutækni til laxveiðáa, frá skyndihjálp til skógræktar og frá hvalafræðum til hverasvæða svo nokkuð sé nefnt. Skipulag námsins var sveiganlegt en með ákveðnu aðhaldi stjórnenda sem skapaði gott andrúmsloft í þessum alþjóðlega hópi nemanda. Þessum tíma var mjög vel varið hvort sem maður hyggur á ferðaleiðsögn eða ekki. LEIÐSÖGUNÁM VIÐURKENNT STARFSNÁM AF ATVINNULÍFINU Opið 8-22 Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri Umsögn: S.l. vetur stundaði ég leiðsögunám í Ferðamálaskóla Íslands. Námið stóð vel u dir væntingum þar sem fjölmargir ke ar komu að kennslun i og áttu þeir a ðvelt með að ná til mín og auka áhuga minn á námsefninu og ekki síst að vekja mig til umhugsu ar um þá auðlind sem la dið okkar er og þá virðingu sem okkur ber að sýna því. Kennararnir voru mjög færir og fróðir hver á sínu sviði og áttu auðv lt með að koma efninu ti skila. Námi efur mikla atvinnumöguleika og spennandi tí r eru framundan. Guðrún Helga Bjarnadóttir, Vestmannaeyjum 40.000 fréttaþyrstir notendur Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -B 6 A 0 1 5 C 8 -B 5 6 4 1 5 C 8 -B 4 2 8 1 5 C 8 -B 2 E C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.