Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 64
Vinna og virkni
Félagsliði og stuðningsfulltrúi óskast til starfa með fötluðu fólki í
vinnu og virkni í Stjörnugróf 7-9.
Um er að ræða 80-100% störf en opið frá 8.30-16.30.
Stöðurnar eru lausar nú þegar eða eftir nánara
samkomulagi.
Starfsmaður tekur þátt í fjölbreyttum og spennandi
verkefnum í samvinnu við góðan starfsmannahóp í
sveigjanlegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.
Á sama stað vantar starfsmann í móttökueldhús og er vinnutími
frá 8.30-14.00. Starfsmaður í eldhúsi sér m.a um skömmtun
máltíða, þvott, frágang og almenn þrif í eldhúsi.
Hann vinnur í samvinnu við matráð og starfar eftir reglugerð um
matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og
dreifingu matvæla.
Í starfinu felst einnig aðstoð við fatlað fólk.
Upplýsingar veitir Sigurbjörg Sverrisdóttir í síma 414-0560.
Umsókn sendist á essy@styrktarfelag.is. Einnig má sækja um í
gegnum heimasíðu félagsins www.styrktarfelag.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum
Áss styrktarfélags við SFR.
Heimilisstörf og barnapössun /
Help wanted
Óskað er eftir barngóðri manneskju til að sinna almennum
heimilisstörfum, þrif, þvottur og matseld ásamt barnapössun.
Umsóknir sendist á box@frett.is merkt „Barngóð“
A good, responsible person is wanted for daily home chores,
cooking, cleaning and child care.
Send applications to box@frett.is
with “Barngóð” in subject line”
kopavogur.is
Leikskólinn Núpur
óskar eftir deildarstjóra
Helstu verkefni og ábyrgð
• Að vinna að uppeldi og kennslu leikskólabarna
• Bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi deildarinnar
• Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
• Bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
• Bera ábyrgð á foreldrasamvinnu
Menntunar og hæfniskröfur
• Leikskólakennaramenntun
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
• Leiðtogahæfileikar
• Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt
með mannleg samskipti.
• Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð íslenskukunnátta skilyrði
Umsóknarfrestur er til 1. september 2015.
Upplýsingar gefa Svana Kristinsdóttir leikskólastjóri
og Sigurlína B. Hauksdóttir aðstoðarleikskólastjóri
í síma 554 7020. Einnig má senda fyrirspurnir á
nupur@kopavogur.is.
Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef
Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli
sem staðsettur er í Núpalind 3.
Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og
sköpun í samvinnu og gleði.
Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í
leikskólastarfi og að hin siðferðislegu
gildi samfélagsins endurspeglist í öllu
leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir ein-
staklingnum, samábyrgð, umhyggja,
sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.
Fjölgreindir í leikskólastarfi hjálpa
okkur að sjá hvernig hvert barn lærir
best og hvað við getum gert til að
auðvelda því að nýta allar greindir til
náms. Í leikskólanum eru börn með
mismunandi atgervi og frá ólíkum
menningarheimum. Hvert barn fær
viðfangsefni við sitt hæfi.
Upplýsingar um leikskólann má finna
á nupur.kopavogur.is.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
15
37
83
sími: 511 1144
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
2
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
C
8
-C
5
7
0
1
5
C
8
-C
4
3
4
1
5
C
8
-C
2
F
8
1
5
C
8
-C
1
B
C
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K