Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 112

Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 112
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 72 Eftir erfiða byrjun hefur vörn KR styrkst með hverjum leiknum. KR hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í fjórum bikar- leikjum og einungis þrjú mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Stefán Logi Magnússon hefur verið góður í stóru leikjunum, Skúli Jón Friðgeirsson er einn besti varnarmaður landsins og hann og Rasmus Christiansen ná vel saman í miðri vörn KR. Aron Bjarki Jósepsson og Gunnar Þór Gunnarsson eru öflugir varnarlega í bakvarðastöðunun. Thomas Christensen breytti varnarleik Vals til hins betra og það mun mikið mæða á honum í dag. Hann og Orri Ómars- son mynda sterkt miðvarðapar. Bjarni Ólafur Eiríksson væri besti vinstri bakvörður Pepsi-deildarinnar ef ekki væri fyrir Kristin Jónsson en hægri bakvarðarstaðan er meira spurningarmerki. Þá er algjört lykilatriði fyrir Val að Ingvar Þór Kale verði með. Þótt hann geri sínar gloríur er hann góður markvörður og býr yfir mikilli reynslu. VARNARLEIKURINN Jónas Guðni Sævarsson, Pálmi Rafn Pálmason og Jacob Schoop hafa spilað flesta leiki KR og mynda sterka miðju þar sem hlutverkaskip- anin er á hreinu. Jónas sér um að vinna boltann, Pálmi um að dreifa honum og hlaupa á milli teiga og Schoop á að skapa færin. Sá síðar- nefndi byrjaði frábærlega en hefur aðeins gefið eftir og hefur átt erfitt í nokkrum leikjum upp á síðkastið. Pálmi Rafn var gagnrýndur fyrir spilamennsku sína framan af sumri en er alltaf að spila betur. KR-ingar geta lent í vandræðum ef lið liggja til baka gegn þeim en hvorki Jónas Guðni né Pálmi eru sérstaklega sterkir í að stjórna leikjum. Líkt og KR spilar Valur með þriggja manna miðju. Haukur Páll Sigurðs- son og Kristinn Freyr Sigurðsson eru fastamenn á miðjunni en misjafnt er hver þriðji maðurinn er. Líklegast er að það verði Mathias Schlie í dag en Daninn hefur byrjað síðustu tvo leiki Vals. Iain Williamson, Einar Karl Ingvarsson og Andri Fannar Stefánsson koma einnig til greina. Haukur Páll er sennilega að spila sitt besta tímabil á ferlinum og það væri mikið áfall fyrir Val ef hann missir af leiknum vegna meiðsla. Kristinn Freyr var frábær í fyrri umferðinni en hefur ekki náð sömu hæðum það sem af er þeirri seinni. Bjarni Guðjónsson hefur úr mörgum kostum að velja. Þorsteinn Már Ragnarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Gary Martin, Óskar Örn Hauksson, Sören Fredriksen og Almarr Ormarsson berjast um þrjár stöður en þeir hafa allir sannað mikilvægi sitt í sumar. Óvíst er hvort Hólmbert verður með vegna meiðsla og þá er spurningin hvort Bjarni velur Þorstein Má eða Martin sem fer ekkert í felur með óánægju sína ef hann er settur á bekkinn. Óskar Örn er sennilega mikilvægasti sóknarmaður KR en hann er markahæsti leikmaður liðsins í sumar með tíu mörk. Hjá Val snýst allt um Patrick Pedersen. Verður hann með? Ef ekki minnka sigurlíkur Vals mikið. Valsmenn hafa verið bitlausir í þeim leikjuum sem hann hefur misst af. Pedersen er ekki bara góður markaskorari heldur er hann mikilvægur í spilinu. Kristinn Ingi Halldórsson byrjar líklega sem fremsti maður ef Daninn er ekki með en spilar annars á hægri kantinum. Sigurður Egill Lárusson á þeim vinstri getur bæði skorað og skapað mörk. SÓKNARLEIKURINN KR er sigursælasta fótboltafélag á Íslandi með 26 Íslandsmeistaratitla og 14 bikarmeistaratitla. KR hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum og þá sérstaklega í bikarkeppninni. KR hefur unnið þrjá bikartitla á síðustu fjórum árum og getur bætt enn einum í safnið í dag. KR-liðið sem heild býr yfir mikilli reynslu í bikarkeppninni og hún mun eflaust nýtast vel í dag gegn Valsliði sem er ekki jafn reynt í leikjum sem þessum. Valur hefur unnið 29 stóra titla í sögunni en aðeins tveir þeirra hafa unnist á síðustu 22 árum. Valur varð síðast bikar- meistari árið 2005 en Bjarni Ólafur Eiríksson er sá eini sem er eftir í Valsliðinu síðan þá, auk aðstoðarþjálfarans Sigur- björns Hreiðarssonar. Valsmenn hafa verið í miðjumoði undanfarin ár en eru loks komnir í stöðu til að landa stórum titli. Hefðin og reynslan er frekar með liði KR og það gæti skipt sköpun í dag. HEFÐIN OG REYNSLAN Þjálfaraferill Bjarna byrjaði illa með Fram í fyrra og það kom mörgum á óvart að hann skyldi fá starfið hjá KR. Bjarni hefur gert fá mistök í sumar og oft komið með góðar skiptingar sem hafa breytt gangi mála í leikjum. Hann hefur mikla reynslu af bikarúrslitaleikjum sem leikmaður en hann á ekkert í reynsluna hjá kollega sínum hjá Val, Ólafi Jó- hannessyni, sem er margreyndur í faginu. Leikurinn á morgun er stærsta próf Bjarna á stuttum þjálfaraferli og það verður spennandi að sjá hvort hann standist það. Þjálfaraferill Ólafs hófst fyrir 23 árum á Vopnafirði. Þá var Bjarni Guðjónsson aðeins þriggja ára. Ólafur hefur reynt margt og býr yfir gríðarlega mikilli reynslu. Hann náði frábærum árangri með FH og þótt hann spili sig stundum sem einhvern kjána er hann klárari þjálfari en flestir halda. Ólafur hefur öðlast nýtt líf í sumar og er nú á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik sem þjálfari. FH tapaði 1991 og 2003 en hann stýrði Fimleikafélaginu til sigurs 2007. ÞJÁLFARARNIR Hvar ráðast úrslitin í Dalnum í dag? KR og Valur mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli klukkan 16.00 í dag. Fréttablaðið ber saman liðin og veltir fyrir sér hvar úrslitin muni ráðast í stærsta leik ársins. Í hvaða þáttum leiksins eru KR-ingar sterkari og hvar hafa Valsmenn yfi rhöndina? MIÐJUSPILIÐ FÓTBOLTI Bjarni Guðjónsson er ekki óvanur bikarúrslitaleikjum en hann lék fjóra slíka á leikmannsferlinum, einn með ÍA og þrjá með KR. Í dag verður hann í öðru hlutverki, sem þjálfari KR. „Það er að aðeins meiru að huga en þegar maður var leikmaður,“ sagði Bjarni, sem segir þá miklu bikarreynslu sem býr í KR-liðinu koma að góðum notum í dag. „Já, það hjálpar eitthvað aðeins en skilur ekki á milli feigs og ófeigs. Valsliðið er feikilega öflugt; vel mannað, vel skipulagt og með góðan þjálfara þannig að við eigum von á hörkuleik.“ Valsmenn fóru illa með KR í deildarleik liðanna 7. júní sem þeir unnu með þremur mörkum gegn engu. En hvað lærðu KR-ingar af þeim leik? „Við höfum þroskast talsvert sem lið síðan við spiluðum við Val og bætt okkur í öllum þáttum leiksins. Við töpuðum leiknum 3-0 en vorum miklu meira með boltann, sem gefur þér nákvæmlega ekki neitt. Við gerðum dýr einstaklingsmistök sem kostuðu okkur þann leik,“ sagði Bjarni, sem segir að KR-ingar þurfi að vera vel á verði fyrir skyndi- sóknum Vals. „Þeir sækja hratt á andstæðinginn og vilja komast aftur fyrir varnir hans. Við verðum að passa skyndisóknirnar hjá þeim og vera rétt staðsettir þegar við töpum boltanum,“ sagði Bjarni. Hann hefur úr mörgum kostum að velja í framlínunni eins og mikið hefur rætt um. Bjarni segir erfitt að velja byrjunarliðið á morgun: „Það er allt- af erfitt að velja byrjunarliðið. En við gerum það samviskusamlega og af heiðarleika gagnvart sjálfum okkur og leikmönnunum.“ - iþs Við höfum þroskast mikið Bjarni Guðjónsson segir KR þurfa að stoppa skyndisóknir Vals. FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson er kominn með Valsliðið í bikarúrslit á sínu fyrsta ári sem þjálfari þess. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum en þetta er í fjórða sinn sem hann stýrir liði í bikarúrslitaleik. „Það ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur. Þetta er stór dagur og mikið undir,“ sagði Ólafur, en hvað þarf Vals- liðið helst að varast í leik KR? „Þetta snýst meira um að hugsa um okkur sjálfa. Við verðum að eiga topp- leik til að vinna KR sem er eitt besta lið landsins og hefur verið að spila vel,“ sagði Ólafur en Valur vann KR 3-0 á Vodafone-vellinum í byrjun júní. „Við áttum fínan leik og það sýnir okkur að við getum unnið þá. En þetta er önnur keppni og allt annað og meira undir. Sá leikur hjálpar okkur ekki neitt.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli danska framherjans Patricks Pedersen í aðdraganda leiksins. Einnig ríkir óvissa með þátttöku Hauks Páls Sigurðssonar og Ingvar Þórs Kale. Ólafur vonast að sjálfsögðu til að þeir verði klárir í bátana fyrir leik- inn í dag. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að geta stillt upp okkar sterkasta liði og eins og staðan er í dag getum við það ekki.“ Valsmenn hafa tapað þremur deildarleikjum í röð en hefur þessi niðursveifla einhver áhrif á þá fyrir leikinn í dag? „Nei,“ svaraði Ólafur. „Við tókum þá ákvörðun að ýta deildinni frá okkur og hætta að hugsa um hana og einbeita okkur bara að bikarúrslitaleiknum,“ sagði Ólafur enn fremur. - iþs Hugsum um okkur sjálfa Ólafur Jóhannesson hefur áhyggjur af meiðslum lykilmanna. 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -8 0 5 0 1 5 C 8 -7 F 1 4 1 5 C 8 -7 D D 8 1 5 C 8 -7 C 9 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 2 0 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.