Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 10

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 10
ólíklegt er að konur hafi nokkurn tíma verið helmingur heimafólks í Skálholti, og að því leyti hefur staðurinn verið ólíkur venjulegum bæ eða þorpi. Hvergi annars staðar hafa ungir menn haft tækifæri til að hitta eins marga jafnaldra sína alls staðar að af landinu og búa innan um jafnmargt fólk, sem sumt var með valdamesta og ríkasta fólki á landinu öllu. Meirihluti þeirra Íslendinga sem hlutu formlega menntun áður en Skálholtsskóli var fluttur til Reykjavíkur varði hluta ævi sinnar í þessum byggðakjarna og lagðist til svefns í svefnstofu skólapilta. Þessi grein er útdráttur úr ritgerð höfundar til MA prófs í sögulegri fornleifafræði við háskólann í Bristol á Englandi frá árinu 2006, og fjallar um gögn úr þeim hluta uppgraftarins í Skálholti, sem er túlkaður sem svefnstofa skólapilta. Uppgröfturinn í svefnstofunni fór fram fyrstu þrjú uppgraftartímabilin, sumurin 2002, 2003 og 2004. Í greininni verður gerð stuttlega grein fyrir byggðakjarnanum í __________ 10 Skólapiltar í Skálholti Mynd 1. Uppdráttur af Skálholti frá upphafi/miðbiki 18. aldar. Skálholti áður en fjallað verður um svefnstofuna og gripasafnið sem fannst þar. Þá verður vikið að skólapiltunum sjálfum, og dvöl þeirra í skólanum skoðuð út frá hugmyndum um stétt- skiptingu innan skólans og hvernig piltarnir hafa reynt að hafa áhrif á stöðu sína í virðingarröð stofnunarinnar. Leitast er við að flétta saman ritaðar heimildir og upplýsingar úr fornleifa- uppgreftinum, til að skapa mynd af lífinu í Skálholtsskóla, sem er bæði flókið og margþætt. Sú mynd getur þó einungis verið svipleiftur – brot úr heildarmynd af stofnuninni allri. Byggingar í Skálholti Elsta ritaða heimildin um útlit bygginganna í Skálholti er uppdráttur sem líklega er frá upphafi eða miðri 18. öld (sjá mynd 1). Á honum má sjá að byggingarnar í Skálholti voru í meginatriðum stór gangabær. Kort af staðnum frá árinu 1784 hefur einnig varðveist og uppdráttunum ber saman í flestum atriðum um staðsetningu einstakra herbergja (sjá mynd 2). Göng lágu frá suðri til norðurs og til austurs frá þeim voru skólastofan, svefnstofa skólapilta og hús kennara við skólann en vestan við þau voru íveruhús biskups og fjölskyldu hans. Við norðurenda Ágústa Edwald __________ 11 Árið 1762 var Ólafur Einarsson Notarius Cubiculi, sá nemandi sem hafði yfirumsjón með svefnstofu skólapilta. Þetta var hans fyrsta ár í embætti og jafnframt síðasta árið hans í Skálholtsskóla, þar sem hann hafði verið hvern vetur frá því 1757 (Jón Halldórsson 1916-1925, 336-334). Þetta var sérstaklega erfiður vetur til að vera Notarius Cubiculi þar sem hurðin af svefnstofunni hafði fokið af (Benjamín Kristjánsson 1956, 247-248). Það var því einstaklega kalt í svefnstofunni og piltarnir kvörtuðu sáran. Þeir höfðu reynt að fá fleiri teppi til að halda á sér hita, og sumir höfðu brugðið á það ráð að sauma tvö teppi saman til að búa til svefnpoka. Stundum þegar það rigndi mikið urðu rúmin þeirra svo blaut að það var betra að sofa á gólfinu á meðan dýnurnar og rúmfötin þornuðu. Gólfið var kalt og rakt og ræsið undir því náði varla að hafa við rigningunni. Piltarnir voru 34 og deildu 10 rúmum, að minnsta kosti þrír sváfu í hverju rúmi og það hjálpaði þeim að halda á sér hita. Það var varla neitt autt gólfpláss í svefnstofunni á venjulegum degi og þegar það rigndi og sumir brugðu á það ráð að sofa á gólfinu var erfitt að fóta sig. Það sem datt á gólfið var svo gott sem týnt, stappað niður í moldargólfið eða skolað burtu í ræsinu. Piltarnir týndu mörgum hlutum þennan vetur, hnöppum og tölum. Sumir þeirra háttuðu kannski annars staðar en í svefnstofunni, það voru svo sannarlega hlýrri herbergi í Skálholti. Ólafur Einarsson þekkti reglurnar vel (Lovsamling for Island II 1853, 459). Þær voru lesnar fyrir piltana í byrjun hvers skólaárs svo Ólafur hafði heyrt þær að minnsta kosti fimm sinnum. Hann vissi að piltunum var óheimilt að sofa annars staðar en í svefnstofunni með skólabræðrum sínum, nema ef þeir voru veikir. Hann átti að skrifa niður nöfn þeirra pilta sem brutu reglurnar, og lesa þau upp á laugardögum. Ólafur lá í rúminu sínu, hlustaði á rigninguna, hann taldi skólabræður sína sem voru að sofna og lagði á minnið nöfn þeirra, ef einhverjir voru, sem ekki lágu á sínum stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.