Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 14

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 14
mjög til að tíðkast. Klifur og transitus yfir hús skal öldungis aftekin, því það var í fyrri tíð undir stórt straff fyrir boðið, - gangi þeir um göng og dyr, en ei á húsum uppi” (Jón Helgason 1936, bls. 87). Svefnstofa skólapilta og helstu gripaflokkar Uppgröfturinn sumarið 2002 leiddi í ljós hús í norðausturhluta bygginga- samstæðunnar í Skálholti. Húsið var túlkað sem svefnstofa skólapilta eftir uppdrætti frá fyrri hluta 18. aldar en uppgröfturinn hafði sýnt að hann er nokkuð nákvæmur (sjá mynd 3, svefnstofan er merkt „Dormitory“). Hluti hússins hafði skemmst vegna hlöðu sem byggð var árið 1902 og stóð á þessum sama stað. Þrátt fyrir það gáfu varðveitt jarðlög góða mynd af útliti og viðhaldi þess. Húsið var, líkt og aðrar byggingar á svæðinu, byggt úr torfi og grjóti. Veggirnir voru gerðir úr tvöföldum grjóthleðslum með torf- eða moldarkjarna og gólfið var moldargólf. Þurrt torf var reglulega lagt í gólfið til að þurrka það upp og jafna, en hellulagt ræsi var undir því. Húsið sneri austur og vestur. Það var um 10 m langt og um 3,5 m breitt. Það tengdist skólastofunni með mjóum gangi til austurs og aðalgöngunum til vesturs, sem lágu að undirganginum til kirkju til norðurs og annarra herbergja, s.s. borðstofunnar, til suðurs. Úttektir voru reglulega gerðar á byggingunum í Skálholti og eru nokkrar úttektir af svefnstofunni varðveittar. Árið 1674 var hún í góðu ástandi með átta rúmum við hvorn langvegg (Bps. A VII/1). Árið 1698 var herbergið nýuppgert með tíu lokrekkjum (Bps. A VII/3). Herbergið var svipað árið 1744 en þá var þó ekki minnst á lokrekkjur. Veggirnir bak við rúmin voru hins vegar sagðir vera viðarklæddir og viðarbekkir framan við rúmin. Þá voru fimm stoðir í stofunni og þakið úr hellum sem lágu ofan á grenigrind (Bps. A VII/3). Svefnstofan hafði Skólapiltar í Skálholti __________ 14 Tafla 1. Fundarstaður algengustu gripaflokka Leirkers- brot Glerbrot úr ílátum Krítarpípu- brot Rúðugler Naglar Vefnaður Gólflög 60% 38% 47% 58% 71% 88% Ræsis- fylling 21% 20% 29% 23% 14% 0,2% Önnur lög 19% 42% 24% 19% 15% 11,8% Alls 100% 100% 100% 100% 100% 100% hrörnað mikið frá því árið 1698, þegar hún var nýbyggð, því 1744 er hún sögð hvorki vind- né regnheld og ástandið virðist einungis hafa versnað. Úttektir frá árunum 1759 (Bps. A VII/3) og 1764 (Bps. A VII/4) lýsa báðar svefnstofunni í mjög slæmu ástandi. Jarðlögin í svefnstofunni voru grafin upp hvert fyrir sig. Áður en þau voru grafin í burtu var hvert lag teiknað í mælikvarðanum 1:20 og laginu lýst auk þess sem hæð þess var mæld. Þá voru öll lög, sem talið er að hafi myndast þegar herbergið var í notkun, sigtuð í sigti með 4 mm möskvum. Auk þess voru gólflög grafin upp í 1x1 m reitum til þess að fylgjast með því hvar í herberginu hver gripur fannst. Jarðlögunum úr svefnstofunni var skipt í fjögur byggingarskeið (e. phase). Hvert skeið samanstóð af að minnsta kosti einu gólflagi, einu lagi af torfi, sem var lagt til að þurrka og jafna gólfið, sem og ýmsum öðrum jarðlögum tengdum viðhaldi herbergisins. Engin allsherjarendur- bygging á herberginu fór fram á þeim 150 árum sem uppgröfturinn spannar, þ.e. frá u.þ.b. 1630/50 – 1784, og herbergið virðist hafa haldið stærð sinni og útliti að mestu leyti þó að ýmsar viðgerðir, svo sem endurbygging einstakra veggja, hafi verið gerðar. Það fellur vel að heimildunum úr úttektunum. Skeiðin fjögur, sem jarðlögin skiptast í, eru frá því á miðri 17. öld og þar til skólinn var fluttur til Reykjavíkur eftir Suðurlandsskjálftann árið 1784. Erfitt er að tímasetja hvert skeið sérstaklega en þau spanna um það bil sinn fjórðunginn hvert af þessum 150 árum, þ.e. um 35 ár. Fundasafnið frá skeiði I saman- stendur af ýmsum leirkerabrotum, m.a. úr rauðum jarðleir og steinleir sem ekki reyndist unnt að greina frekar fyrir utan Frechen steinleirsbrot sem kemur frá Þýskalandi. Í skeiði I fundust einnig brot úr tinglerjuðum leir sem að öllum líkindum eru úr diskum eða skálum frá Hollandi. Aðrar gerðir funda frá þessu skeiði eru glerbrot úr ílátum, krítarpípubrot og brot úr eldtinnu. Þá fundust sex perlur og 11 hnappar í jarðlögum frá skeiði I. Fjöldi steinleirsbrota jókst á skeiði II og í því fundust einnig kínversk postulínsbrot, rauðum jarðleirsbrotum fækkaði hins vegar á þessu skeiði. Mun fleiri glerbrot úr ílátum fundust í jarðlögum frá skeiði II en skeiði I, alls fundust 163 brot samanborið við 13 brot frá skeiði I. Einnig fannst mun meira af krítarpípubrotum og eldtinnubrotum. Alls fundust 37 hnappar í jarðlögunum sem tilheyra skeiði II og 13 perlur. Meira fannst af öllum tegundum leirkera, jarðleir, steinleir, tinglerjuðum leir og postulíni á skeiði III en skeiði II sem og glerbrotum úr ílátum og krítarpípum. Í jarðlögum frá skeiði III fundust 43 hnappar og 10 perlur. Fjöldi kínverskra postulínsbrota jókst umtalsvert á skeiði IV en minna fannst af öllum öðrum leirkerategundum. Fjöldi glerbrota úr ílátum jókst lítillega en krítarpípubrotum fækkaði. Í jarðlögum sem tilheyra skeiði IV fundust 29 hnappar og þrjár perlur. Í töflu 1 má sjá Ágústa Edwald __________ 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.