Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 19

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 19
einum eða tveimur piltum. Sumt af dótinu þeirra hefur eflaust þurft að vera ofan í kistlum á meðan aðrir hlutir hafa líklega verið sýnilegir á hillum fyrir ofan rúmin. Leirflöskur og lítil meðalaglös úr leir og gleri, glerflöskur og -glös hafa hjálpað til við að fylla svefnstofuna. Tóbak og krítarpípur 571 krítarpípubrot fannst í svefnstofu skólapilta í Skálhoti, þar af eru 38 hælbrot og 12 af þeim eru með þekktum stimpli. Allar pípurnar sem hægt var að greina eru hollenskar (Duco 1982, Van der Meulen 2003). Krítarpípurnar eru frá talsvert löngu tímabili og flestir hælstimplarnir, sem unnt var að greina, voru í framleiðslu í yfir hálfa öld. Það er því ekki hægt að tímasetja jarðlögin sem brotin fundust í nákvæmlega. Hins vegar er ljóst að reykingar hafa verið algengar í Skálholtsskóla frá upphafi 18. aldar. Flestar pípanna hafa verið innfluttar frá Hollandi en nokkrar pípur frá Danmörku hafa einnig fundist í Skálholti (Mehler 2004). Mynd 4 sýnir skiptingu krítarpípubrota og eldtinnubrota eftir byggingarskeiðum. Samkvæmt listum yfir innfluttar vörur, sem varðveittir eru frá árunum 1625, 1630 og 1655, var ekkert tóbak flutt inn þessi ár en hins vegar 31 tonn af tóbaki árið 1743. Engar heimildir eru til um innflutning á árunum 1655 til 1743 en innflutingur hefur líklega hafist á þessum árum. Í verðlista yfir innfluttar vörur frá árinu 1684 eru tvær mismunandi gerðir af tóbaki nefndar, „Roeltobak“ og „Presstobak“ (Jón Jónsson Aðils 1919, bls. 467), og er Skólapiltar í Skálholti __________ 18 Mynd 5. Fjöldi glerbrota af ákveðinni ílátagerð (y) eftir skeiðum (x). líklegt að þá þegar hafi tóbak verið flutt inn í allnokkru magni. Brynjólfur Sveinsson (1605-1675) biskup í Skálholti keypti 1 pund af tóbaki fyrir 30 fiska árið 1658 og árið 1675 skrifaði hann bréf til umboðsmanns síns á Austurlandi og bað um pípur (Jón Jónsson Aðils 1919, bls. 466-67). Þar sem biskupinn mun hafa verið einn af ríkustu mönnum á Íslandi er vafasamt að nota þessar heimildir sem vísbendingu fyrir því að reykingar hafi verið almennar á þessum tíma. Hins vegar þykir ljóst að ríkari menn munu hafa þekkt og notað tóbak á Íslandi um miðja 17. öld. Þrátt fyrir einokunarverslun Dana versluðu Íslendingar við aðrar þjóðir sem voru við veiðar við Íslandsstrendur á þessu tímabili. Heimildir um þann ólöglega innflutning hafa af augljósum ástæðum ekki varðveist en verslun við Hollendinga, sem í auknum mæli stunduðu veiðar við Ísland eftir að þeir misstu nýlendur sínar í Norður- Ameríku um miðja 17. öld er talin hafa verið umtalsverð (Gísli Gunnarsson 1987, bls. 71). Það er því hugsanlegt að hollenskar pípur hafi komið til landsins eftir þeim leiðum. Gler Meirihluti þeirra glerbrota úr ílátum sem fundust í svefnstofunni er úr flöskum. Sum brotanna eru úr litlum meðalaflöskum og nokkur úr glösum. Smæð brotanna gerir nákvæma greiningu mjög erfiða. Ríflega 55% glerbrotanna var ekki hægt að rekja til ákveðinnar ílátagerðar en meirihluti þeirra er úr þunnu gleri, sem bendir til Ágústa Edwald __________ 19 Mynd 6. Hlutfall leirtegunda (y) eftir skeiði (x).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.