Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 30

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 30
því geta þeir auðveldlega komið í stað peninga (sjá t.d. Casella 2000). Jafnvel þótt ríkari piltar hafi ekki haft beinan aðgang að embættum innan skólans fram yfir þá fátækari, þá er líklegt að efnislegur auður hafi hjálpað þeim að klífa virðingarstigann með því að skipta á eftirsóknarverðum hlutum, s.s. krítar- pípum eða bókum, eða jafnvel með því að gefa þá fátækari nemendum. Þær stöður innan skólans sem voru veittar eftir námsárangri hafa hjálpað þeim fátækari til að draga úr áhrifum efnahagslegs ójafnaðar. Með reglugerðinni frá 1743 var öll verslun með áfengi, tóbak og annan varning bönnuð innan veggja skólans og nemendunum bannað að eiga peningaviðskipti, hvort sem um var að ræða matvæli, klæðnað, bækur eða annað. Hver skólapiltur skyldi geyma það sem hann kom með að heiman og ekki skipta út eigum sínum. Til að fylgja þessu eftir var nemendum skylt að sýna kennara sínum hvað þeir komu með til skólans að hausti og skyldi kennarinn gera nákvæman lista. Við brottför að vori var listinn borinn saman við eigur nemandans. Ef eitthvað bar í milli skyldu öll kaup og skipti ganga til baka svo að hver skólapiltur færi aðeins heim með það sem honum hafið verið gefið af foreldrum sínum eða vegna ölmusu konungs. Ef nemandi átti eitthvað sem hann vildi gefa frá sér af sannanlegum kærleika var það heimilt svo lengi sem kennara var gert viðvart um viðskiptin og foreldrar gáfu leyfi sitt (Lovsamling for Island II, bls. 448-49). Svo virðist sem reglugerðinni hafi ekki tekist að draga úr viðskiptum skólapilta. Nýjar reglur (Monita Scolastica), sem biskup gaf út árið 1769, leggja áherslu á miklvægi þess að verslunarbanninu sé framfylgt en biskup fullyrðir að margir slæmir hlutir hljótist af viðskiptum skólapilta, þar sem sumir piltanna ginni þá einfaldari til að kaupa það sem þeir hafi ekki not fyrir lengur (Jón Helgason 1936, 87). Lokaorð Piltarnir í Skálholti voru hluti af stéttskiptu íslensku samfélagi og hluti af samfélaginu í Skálholti, sem að sumu leyti endurspeglaði þessa stéttaskiptingu. Skólinn veitti piltunum tækifæri til að læra siði efstu stétta og til að klífa metorðastigann. Samfélagið í Skálholti hafði sínar eigin reglur og á meðal skólapiltanna í svefnstofunni giltu enn aðrar reglur. Sumir piltanna komu frá ríkum heimilum, aðrir fátækum, sumir áttu auðvelt með að læra latínu, aðrir áttu erfiðara um vik. Málamiðlanir og samningar voru daglegt brauð og persónulegar eigur piltanna voru oft notaðar í samningum, hvort sem var í eiginlegum viðskiptum eða einfaldlega með því að berast á. Það er mikilvægt að skilja samhengi fundasafnsins úr svefnstofunni í Skálholti, að vita frá hvaða tíma það er og úr hvers konar byggingu og hvers kyns jarðlagi það kom. Það er engu síður mikilvægt að skilja hvaðan gripirnir komu til byggingarinnar, eftir hvaða leiðum og um hverra hendur. Þýsk steinleirsflaska af Frechen-gerð Skólapiltar í Skálholti __________ 30 hafði ferðast langa leið áður en hún lenti í moldargólfi svefnstofunnar í Skálholti. Hún hafði verið framleidd, seld, keypt og flutt til landsins og þetta ferli kann að hafa gert hana að eftirsóknarverðum varningi. Þegar skólapiltur fyllti flöskuna af vatnsblandaðri mysu er hugsanlegt að hann hafi gert sér grein fyrir þessu ferli, eða einungis fundið fyrir þorsta. Það er ljóst að án þess framleiðslu- og verslunarferlis sem flaskan gekk í gegnum hefði hún aldrei lent í Skálholti, en það er mikilvægt að gleyma ekki að þorsti nemandans er þar jafn mikilvægur. Í tilraunum til að skýra samfélag fortíðar og félagslega þætti þess er nauðsynlegt að hafa í huga að í fortíðinni bjó fólk með langanir og vilja. Hluti skólapilta kom í Skálholt til að heita trúnaði við kirkjuna og þjónustu við Guð, en aðrir til að verða veraldlegir embættismenn krúnunnar og sumir hafa eflaust ekki verið búnir að gera upp hug sinn. Flestir drengjanna voru um 15 ára að aldri þegar þeir komu þangað og deildu þar herbergi með um það bil 30 öðrum piltum. Þeir þurftu að eignast nýja vini og aðlagast virðingarröðinni sem þá þegar var við lýði. Dálítið af tóbaki, tinglerjaður diskur, kínverskur postulínsbolli eða krítarpípa með stríðsmannastimpli hefur hugsanlega hjálpað til við fyrstu kynni. Þekking á skólareglunum var ekki fengin úr bók, margar reglur lærðust einungis með reynslunni. Næstu fimm árin var ferðin í Skálholt farin í sumarlok og riðið heim í sumarbyrjun, og með hverju ári sem leið varð ferðalagið auðveldara. Þegar enginn vafi lék lengur á því hvaða leið lá til borðstofunnar, hvaða leið til kirkju og hver skyldi sofa hvar varð dvölin í Skálholti einnig auðveldari. Hvernig best væri að læðast upp á vinnukonuloft til að ræða málefni hjartans, eða að verja sig gegn ásökunum Notari á latínu á laugardögum, voru hæfileikar sem piltarnir öðluðust með tímanum. Undir leku þakinu hafa skólapiltar eflaust þreyð kaldar nætur með landshlutafréttum og slúðri að heiman, góðlátlegu gamni og samtölum um viðhorf og venjur, sem og drauminum um að sigla yfir hafið á vit ævintýranna, þar sem byggingarnar og mannlífið var ólíkt öllu sem þeir höfðu áður séð. Uppgröftur á húsum biskups og skólans í Skálholti fór fram á árunum 2002-2007. Verkefnið var styrkt af Kristnihátíðarsjóði og Alþingi. Það var unnið af Fornleifastofnun Íslands undir stjórn Dr. Gavin Lucas og Mjallar Snæsdóttur. Svefnstofa skólapilta var eitt þeirra húsa sem var rannsakað við uppgröftinn. Í þessari grein, sem er útdráttur úr MA ritgerð höfundar, var leitast við að túlka gagnasafnið úr svefnstofu skólapilta til að varpa ljósi á líf þeirra í Skálholtsskóla. Höfundur vill koma á framfæri bestu þökkum til allra samstarfsmanna við uppgröftinn í Skálholti. Þá eiga Dr. Gavin Lucas og Mjöll Snæsdóttir sérstakar þakkir skyldar fyrir ómetanlega aðstoð og hvatningu við gerð MA ritgerðarinnar sem þessi grein byggir á. Ágústa Edwald __________ 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.