Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 34

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 34
Samgöngukerfi fyrri alda var gjörólíkt því sem við þekkjum í dag. Nú er hægt að grafa göng í gegnum fjöll og undir firði, ræsa mýrar og hlaða vegi yfir þær. Hvorki smálækir né beljandi stórfljót hefta för okkar. Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur samgöngukerfið verið í stöðugri þróun. Það hefur smám saman þéttst eftir því sem íbúunum fjölgaði og línur skýrst eftir því sem búseta, valdamiðstöðvar og stofnanir festust í sessi. Þær leiðir sem Íslendingar hafa þrætt í gegnum aldirnar geyma fjölbreytilegar og mikilvægar upplýsingar um heim fortíðar, hvernig fólk hefur sigrast á hindrunum í vegi sínum, hvert farið var og í hvaða tilgangi. Rannsóknum á fornum leiðum á Íslandi hefur hingað til verið lítið sinnt. Er það ekki síst vegna þess að ekki hefur farið fram umræða um hvernig hægt er að flokka og skilgreina leiðir og hvaða viðmið eiga að liggja þar til grundvallar. Þá hafa leiðir ekki verið skráðar nægilega markvisst eða skipulega en það má að hluta til rekja til skorts á hentugri aðferðafræði við öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Þetta efni hefur þó ekki verið hundsað með öllu og hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum, sem lúta að leiðum og samgöngum fyrri alda.1 Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða ávinning má hafa af því að skrá leiðir með skipulegum og samræmdum hætti og hvaða rannsóknir er hægt að gera sem byggja á skráningunni. Augljóst er að leiðir á að skrá eins og aðrar fornminjar. Þær eru áhugaverðar í sjálfu sér og jafnréttháar öðrum fornminjum. Það sem leiðir geta sagt okkur um fortíðina er margþætt þar sem þær hafa tengt öll athafnasvæði manna og ættu að endurspegla mikilvægi áfangastaða og breytingar á því. Samgönguminjar á leiðum eru spennandi rannsóknarefni og er hægt að kanna gerð þeirra og aldur. Við höfum litla vitneskju um hvernig samgöngumannvirki voru gerð og úr Fornar leiðir á Íslandi Tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu Kristborg Þórsdóttir __________ 34 Landslag Íslands er afar fjölbreytt. Það hefur vafalaust mótað Íslendinga og haft mikil áhrif á það hvernig þeir ferðuðust og höfðu samskipti hver við annan. Strax eftir komu manna hingað til lands hafa þeir þurft að sigrast á helstu farartálmunum og finna hentugar leiðir milli sveita og landshluta. 1 Meðal þeirra sem fjallað hafa um leiðir og samgöngur fyrri alda eru: Helgi Þorláksson (1989, 1991, 1998), Tryggvi Már Ingvarsson (2001), Ágústa Edwald (2004) og Aldred, Oscar, Árni Einarsson, Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir (2005). hverju, hverjir stóðu fyrir framkvæmdum við þær og hverjir unnu við þær. Rannsóknir á leiðum geta hjálpað okkur við að finna svör við spurningum á borð við: Hvernig endurspeglar samgöngukerfið völd? Hvert var fólk að fara og til hvers? Hvernig hafa breytingar á loftslagi og landslagi breytt samgöngukerfinu? Hvernig hefur gerð og viðhald vega og samgöngumannvirkja breyst í gegnum tíðina? Rannsóknir á samgöngum fyrri alda má byggja á heildstæðu gagnasafni um allar þekktar leiðir og vísbendingar um þær. Slíkt gagnasafn verður ekki til nema með því að taka aðferðir við skráningu fornra leiða til gagngerrar endurskoðunar. Í þessari grein er sett fram tillaga um skilgreiningu og flokkun fornra leiða á Íslandi og nýja aðferð til að skrá þær.2 Aðferðafræði og gagnastjórnun í íslenskri fornleifaskráningu Samræming skráningaraðferða og gagnagrunna Á því mikla uppgangsskeiði sem einkennt hefur fornleifafræði á Íslandi síðastliðin ár með vaxandi fjölda fornleifafræðinga og nemenda í fornleifafræði, fjölbreyttum rannsóknar- verkefnum og tækniframförum, er þörfin á að endurskoða aðferðafræði við skráningu fornminja og möguleikana til rannsókna að verða brýnni. Árið 1997 tóku Fornleifastofnun Íslands og útiminjasvið Þjóðminjasafns Íslands saman leiðbeiningar og staðla fyrir fornleifaskráningu til þess að auka samræmi í því hvaða upplýsingum er safnað við skráningu minjastaða og hvernig þær eru geymdar (Guðmundur Ólafsson og Orri Vésteinsson, 1997 (hér eftir GÓ og OV)). Það var sannarlega þarft verk sem hefur stuðlað að samræmdari fornleifaskráningu en áður var. Leiðbeiningarnar eru gagnlegt verkfæri fyrir alla skráningarmenn, ekki síst þá sem eru að stíga sín fyrstu skref, en stöðugt þarf að endurmeta slíkar leiðbeiningar og staðla eftir því sem meiri reynsla fæst af skráningar- aðferðunum og framfarir verða í gagnastjórnun. Sem stendur er ekki til einn sameiginlegur gagnagrunnur sem heldur utan um allar skráðar fornleifar á Íslandi og er það að ýmsu leyti óhagkvæmt fyrirkomulag. Fornleifa- skráning sem gerð er á vegum Fornleifastofnunar Íslands er sett í gagnagrunn sem hannaður var af stofnuninni og heitir Ísleif. Þar er hægt að finna þá fornleifaskráningu sem stofnunin hefur gert. Þjóðminjasafn Íslands notar gagnagrunn sem nefnist Sarpur og í hann er færð fornleifa- skráning sem hefur verið unnin af safninu eða Fornleifavernd ríkisins og öðrum samstarfsaðilum. Þá á Fornleifafræðistofan sinn eigin gagnagrunn fyrir fornleifaskráningu. Fornleifavernd ríkisins hefur komið sér upp kortasjá þar sem skráðar fornleifar eru færðar inn ásamt skýrslum og myndum. Sarpur og Ísleif eru tveir stærstu gagnagrunnarnir sem geyma __________ 35 Kristborg Þórsdóttir 2 Í allri umfjöllun um aðferðir við fornleifaskráningu á Íslandi er stuðst við aðferðir Fornleifastofnunar Íslands og leiðbeiningar og staðla sem Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur hjá þeirri stofnun, og Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, sömdu árið 1997.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.