Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 39

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 39
innan hverrar jarðar. Það virðist ekki vera algengt að þessar minjar séu tengdar við skilgreindar leiðir og eru þær því teknar úr samhengi við minjastaðinn – leiðina. Ekki er vænlegt til árangurs að búta minjar sem ná yfir fleiri en eina jörð niður eftir landamerkjum og hengja þær á jarðirnar sem þær tilheyra því að það gefur ranga mynd af fjölda minja í landinu og slítur þær úr samhengi við aðrar minjar sem þær tengjast. Það á einnig við um minjar sem ná yfir sýslumörk. Komið hefur í ljós að það er erfiðleikum háð að nýta upplýsingar um leiðir sem skráðar eru innan hverrar jarðar sem þær liggja yfir þegar skrá á allar leiðir eða leiðir af tiltekinni gerð á stóru svæði (Ágústa Edwald, 2004). Hverskonar staðbundnar minjar eru til vitnis um samgöngur? Fljótt á litið virðast samgönguminjar á Íslandi vera harla fátæklegar; vörður á stangli, óljósar götur og leifar af kláfferju eða gamalli brú. En hvers konar minjar er hægt að telja til samgönguminja? Þær minjar sem tengjast samgöngum á sjó eru fyrst og fremst hafnir, lendingar og siglingamið. Þær minjar sem eru til vitnis um samgöngur á landi eru vörður sem vísa veg, götur, upphlaðnir og ruddir vegir, brýr af öllum gerðum, göngugarðar, ferjustaðir, vöð, traðir og þannig mætti áfram telja. Þetta eru ekki svo fáir minjaflokkar þegar nánar er að gáð. Það sem gerir það að verkum að samgöngu- minjar virðast vera fátæklegar er að þær eru sjaldan mjög sýnilegar, þær eru brotakenndar og strjálar. Sumar þessara minja eru ekki mannvirki (t.d. götur, vöð og ferjustaðir) og getur það gert skráningarmönnum erfitt fyrir þar sem oft sést lítið til slíkra minja. Fornleifar eru oft óhlutbundnar í þeim skilningi að engin mannaverk eru sýnileg á þeim. Slíkar fornleifar eru staðir sem hafa menningarlega tengingu vegna þess að þar hafa átt sér stað ákveðnir atburðir, endurteknar athafnir, þar hafa ákveðin verk verið unnin eða þeim fylgir trú eða sögn (GÓ og ÓV, 1997). Ýmsar samgönguminjar geta þess vegna verið óhlutbundnar, t.d. lendingar, áfangastaðir og tjaldstæði. Allar skráðar fornleifar fá úthlutað tegund og hlutverki. Tegund fornleifa segir til um hvers eðlis þær eru. Þeim má skipta í fjóra flokka: mannvirki (bæjarhóll, dys, garðlag, gerði, gryfja, hús, kantur, náma, renna, tóft, varða), vísbendingar um mannvirki (frásögn, heimild, örnefni), náttúruminjar sem hafa fengið hlutverk mannvirkis eða hafa menningarsögulegt gildi (hver, lind, hellir, náttúruminjar) og minja- staðir sem hvorki eru mannvirki né náttúruminjar en fengið hafa hlutverk mannvirkis (álagablettir, þjóðsögustaðir og sögustaðir) (GÓ og OV, 1997). Það hlutverk sem fornleifum er valið í skráningu á að lýsa því vel hvaða hlutverki þær gegndu. En oft koma fleiri en eitt hlutverk til greina og þá verður að velja það sem er upprunalegast eða lýsir best notkun mannvirkisins þar sem það á við (GÓ __________ 38 Fornar leiðir á Íslandi og OV, 1997). Hér eru samgönguminjar taldar minjar sem eru hluti af samgöngukerfinu og/eða stuðla á einhvern hátt að bættum samgöngum. Í fornleifaskráningu fá þessar minjar hlutverkin: brú, ferja, göngugarður, kláfferja, leið, samgöngubót, traðir og vað. Aðrar minjar sem tengjast samgöngukerfinu og geta gefið vísbendingar um ferðalög og legu leiða verða hér einnig taldar til samgöngu- minja. Þær fá hlutverkin áfangastaður, sæluhús, náttstaður og tjaldstæði. Mjög breytilegt er hverrar tegundar samgöngu -minjar eru en þær tegundir sem eiga fyrst og fremst eða eingöngu við samgönguminjar eru: vegur, gata, brú og varða. Skilgreining leiða Hvað er leið? Forsenda þess að hægt sé að fjalla um fornar leiðir og skráningu þeirra á marktækan hátt er að hafa skýra skilgreiningu á því hvað fyrirbærið leið er og hvaða leiðir teljast til fornleifa. Í víðasta skilningi er það leið sem farin er milli tveggja staða þó hún sé ekki farin nema af einum manni í eitt skipti. Leiðir sem skráðar eru sem fornleifar þurfa þó að uppfylla fleiri skilyrði. Hlutverkið leið er í leiðbeiningum um fornleifaskráningu skilgreint þannig: Leið er hverskyns skilgreinan- leg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði (GÓ og OV, 1997). __________ 39 Kristborg Þórsdóttir Mynd 1. Varða með vegvísi (Guðmundur Páll Ólafsson, 2000).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.