Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 41

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 41
Lykilhugtök í þessari skilgreiningu eru skilgreinanleg leið, milli tveggja staða, farin að jafnaði. Hlutverkið leið sem þessi skilgreining á við er oftast notað þar sem tegund er annaðhvort heimild eða gata/vegur, þ.e. þar sem sýnileg ummerki um umferð hafa myndast eða verið gerð af mönnum og gefa til kynna að leið hafi verið farin reglulega um nokkurt skeið. Leið þarf að vera skilgreind sem slík af einhverjum og þarf þá að vera heimild um slíkt, munnleg, rituð eða á korti. Leiðin þarf að liggja milli tveggja staða og tengja þá. Leið getur varla talist fornleif nema hún sé farin oftar en einu sinni; að það hafi verið venjan að fara tiltekna leið þegar farið var milli staðanna sem hún tengir hvort sem það hafi verið oft eða sjaldan, af mörgum eða fáum. Orðalagið að jafnaði er helst til loðið en verður látið duga enn um sinn. Undantekning frá skilyrðinu um að leið sé farin að jafnaði eru frásagnir af leiðum sem söguhetjur forn- bókmenntanna fóru en þær leiðir hafa ef til vill ekki allar verið farnar reglulega. Hefð er fyrir því á Íslandi að skrá sögu- eða sagnaminjar og geta sumar leiðir sem getið er í fornsögum flokkast sem slíkar. Það er ekki til nein algild regla um það hvaða eða hvernig leiðir í fornbókmenntum ætti að skrá sem sagnaminjar. Þær þurfa að hafa eitthvert aukið gildi og vísun sem margir skilja. Þetta geta verið leiðir sem eru tengdar merkingarþrungum og afdrifaríkum atburðum sagnanna eða tengdar afrekum. Dæmi um þetta gæti verið Drangeyjarsund Grettis Ásmundarsonar eða leiðir sem farnar voru við liðssöfnuð og herferðir í Sturlungu. Ekki er ástæða til þess að skrá leiðir í fornbókmenntum sérstaklega sem sagnaminjar ef þær voru þekktar og farnar áfram eftir ritunartíma sagnanna, jafnvel þó að þær hafi ekki verið farnar samfellt og þær hafi ef til vill breyst lítillega vegna landslagsbreytinga eða annars. Það ætti að vera fullnægjandi að taka það fram á skráningarblaði leiðarinnar að hennar sé getið í tiltekinni sögu. Þar sem leiðir eru í undantekningartilvikum sagnaminjar verður ekki reynt að koma þeim fyrir í skilgreiningu annarra fornra leiða en litið á þær sem undantekningu frá henni. Þær leiðir sem talist geta til fornleifa eru leiðir sem farnar voru fótgangandi og ríðandi fyrir tíð bílsins og mannvirkja tengdum honum. Þessi mörk geta verið óskýr þar sem fyrstu bílvegirnir voru oft á lítið breyttum leiðum sem áfram voru farnar á gamla mátann eftir komu fyrstu bílanna. Leiðir þurfa ekki að vera sýnilegar og þær þurfa ekki að hafa verið farnar oft til að geta talist til fornleifa. Til þess að hægt sé að skrá fornar leiðir þarf samt eitthvað að gefa vísbendingu um þær. Vísbendingarnar geta verið ýmist á kortum, í rituðum eða munnlegum heimildum, sýnilegar slóðir eða mann- virki á leiðunum. Ef leiðar er getið í heimildum á þann hátt að legu hennar er lýst, staðirnir sem hún tengir eru nefndir eða nafns hennar er getið, er um __________ 40 Fornar leiðir á Íslandi skilgreinda leið að ræða sem telja ætti til fornleifa. Ekki er hægt að skrá leið sem byggir eingöngu á vitnisburði um stakar samgönguminjar án þess að sjá hvert leiðin hefur legið, milli hvaða staða. Minjarnar gefa til kynna að þær séu hluti af leið en ef ekki er frekar vitað um legu hennar eða áfangastaði er ekki hægt að skrá leið sem byggir á stökum minjum. Á þessari reglu eru auðvitað undantekningar og það koma örugglega upp dæmi í skráningu þar sem t.d. sannfærandi götur finnast og hægt er að setja fram tilgátu um það á __________ 41 Kristborg Þórsdóttir Mynd 2. Gata í klapparhrauni í Stakkavík (Fornleifastofnun Íslands, 2008).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.