Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 44

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 44
vegur er hins vegar ekki mikið notað um götur fyrr en í Jónsbók en til forna hefur það oftast verið notað í almennri merkingu; koma um langan veg, vegalengd. Orðið leið er að sama skapi notað í almennri merkingu; fara sína leið (Helgi Þorláksson, 1989). Snemma hefur verið farið að gera greinarmun á leiðum sem voru fjöl- farnar og almennar og þeim sem sjaldnar voru farnar. Fyrrnefndu leiðirnar voru kallaðar þjóðleiðir í merkingunni alfaraleið. Einnig voru höfð um alfaraleiðir orðin þjóðbraut, þjóðgata, þjóðvegur eða almannavegur (sjá t.d. Grágás, 1992 og Jónsbók, 2004). Þessi orðnotkun hefur haldist óbreytt og hafa þessi orð lengi verið notuð um helstu vegi innan héraða og milli þeirra. Í Jónsbók (2004) er kveðið á um það hvernig þjóðgata eigi að vera en hún átti að vera 5 álna breið (um 3 m) og vera þar sem hún hafði verið að fornu fari. Með réttarbót Eiríks Magnússonar frá 1294 varð það hlutverk lögmanna og sýslumanna að ákveða hvar almanna- vegur var mestur (þjóðgata) og áttu bændur að vinna við að gera þær leiðir færar. Flokkun leiða í lögum á 18. og 19. öld. Af heimildum að dæma virðist lítið hafa farið fyrir opinberum afskiptum af samgöngumálum á Íslandi fyrr en seint á 18. öld er svokölluð Landsnefnd sem skipuð var af Danakonungi árið 1770 lagði grunninn að tilskipun um sam- göngur sem var gefin út af konungi árið 1776. Í þessari tilskipun er vegum skipt í byggðavegi og fjallvegi (Lovsamling for Island IV, 1854). Mönnum var skylt að vinna við vegabætur án kaups og var vinnukvöðin mjög misjöfn eftir því hversu mikil umferð var á hverjum stað (Lovsamling for Island IV, 1854). C.E. Bardenfleth stiftamtmaður flutti frumvarp um vegabætur árið 1839 þar sem hann leggur til að vegir skuli flokkaðir í þjóðbrautir (lestavegi) og aukavegi (stigu). Einn þjóðvegur (þjóðbraut) átti að vera um hverja sýslu og áttu allir sýslubúar að vinna við þjóðvegi. Þetta fyrirkomulag átti að jafna vinnukvöð manna óháð því hvar þeir voru í sveit settir (Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættis- manna í Reykjavík árin 1839 og 1841; Sölvi Sveinsson, 1977). Skipting Bardenfleths í þjóðvegi og aukavegi var tekin upp í tilskipun um vegi 15. mars 1861. Þjóðvegur var skilgreindur sem leið sem íbúar eins eða fleiri héraða fóru um í kaupstað, fiskiver eða annan samkomustað manna. Einnig áttu alfaravegir milli sýslna (þó ekki væru fjölfarnir) og almennir póstvegir að teljast þjóðvegir (Lovsamling for Island VIII, 1854). Í kjölfar vega- tilskipunarinnar frá 1861 urðu fjallvegir að mestu útundan þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim og vegum í byggð og minni ástæða þótti að gera bætur á þeim en byggðavegum (Alþingistíðindi II 1875, 1875-1876). Í stað vinnukvaðar við þjóðvegi greiddu menn nú þjóðvega-gjald og vinnu við þjóðvegi átti að bjóða út (Lovsamling for Island VIII, 1854). Við __________ 44 Fornar leiðir á Íslandi það að vinnukvöðinni var aflétt við þjóðvegi varð ákveðin tilhneiging í þá átt að fleiri vegir væru flokkaðir með þjóðvegum en áður þar sem kostnaður við þá var greiddur af almannafé en áfram var vinnukvöð á aukavegum (Alþingistíðindi II 1875, 1875-1876; Sölvi Sveinsson, 1977). Áfram var skilgreiningum á leiðum breytt og því hver skyldi standa straum af kostnaði við vegaframkvæmdir. Með lögum frá 1875 var vegum skipt í fjall- og byggðavegi og þeim síðarnefndu í sýsluvegi og hreppavegi. Sýsluvegir hétu þeir vegir sem lágu milli sýslna og voru í það minnsta hálf þingmannaleið.4 Einn sýsluvegur átti að vera um hverja sýslu og ef sýslur voru víðlendar skyldu þeir jafnvel vera tveir. Fjallvegir töldust þeir vegir sem lágu milli landsfjórðunga eða sýslna og voru þingmannleið eða lengri. Kostnað við fjallvegi greiddi Landssjóður en vinna við alla byggða- vegi var nú greidd af almannafé og síðar einnig með framlögum frá Landssjóði (Alþingistíðindi II 1875, 1875-1876). Í aðalatriðum hélst þessi skipting næstu árin og fram á 20. öld en með lögum 1894 var vegum skipt í fjallvegi, flutningabrautir (helstu vöruflutningaleiðir héraða), þjóðvegi (aðalpóstleiðir), sýsluvegi og hrepps- vegi (Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1894 A, 1874; Sölvi Sveinsson, 1977). Stöðugar endurskilgreiningar á leiðum og endurmat á mikilvægi þeirra orsakaðist af því að mikill kostnaður fór í vegabætur og vegagerð og vanda þurfti valið á þeim leiðum sem úthlutun fengu úr sjóðum. Orðanotkun um leiðir í Sýslu- og sóknalýsingum Í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenzka bókmenntafélags sem safnað var á árunum 1839-1873 er spurt um samgöngur í sýslum og sóknum landsins. Var spurningin um samgöngur í sóknum á þessa leið: Hvar liggja alfaravegir um sóknina og úr henni í aðrar sóknir á alla vegu (fjallvegalengd eftir ágizkun)? – Vegabætur: ruðningar, brýr, vörður, sæluhús o.s.frv.? – Torfærur: hvernig þeim sé varið, og hvort úr þeim verður bætt (áfangastaðir á fjallvegum)? Hverjir bæir standa næstir fjallvegum báðum megin? Svipuð spurning um alfaravegi í sýslum og úr þeim í aðrar var lögð fyrir sýslumenn. Hér er orðið alfaravegur notað og mun það hafa verið almennt hugtak um leið sem farin var af mörgum. Líklegt er að það nái að minnsta kosti yfir þær leiðir sem flokkaðar eru til þjóðvega í tilskipun um vegi frá 1861 enda er það nokkuð víð skilgreining. Lausleg athugun á hugtakanotkun um vegi í sókna- lýsingum nokkurra sýslna leiddi í ljós að flestir tala um alfaravegi (enda spurt um þá) eða almannavegi og leggja þá oft að jöfnu við þjóðvegi. Aðrir gera greinarmun á alfaravegi og þjóðvegi en það kann að vera af því að frá 1861 eru í gildi lög þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vegir skuli kallast þjóðvegir. __________ 45 Kristborg Þórsdóttir 4 Þingmannaleið er 37,5 km og var talin dagleið að gömlu mati (Íslensk orðabók, 2002).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.