Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 47

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 47
Á a.m.k. einum stað (Lýsing Árnessóknar, 1952) er dregið í efa að leið sem farin er af fáum öðrum en sóknarmönnum geti kallast alfaravegur. Það virðist því hafa verið svipaður skilningur milli manna á hugtakinu alfaravegur – að það hafi verið fjölfarin og almenn leið íbúa eins eða fleiri héraða. Tillaga að nýrri flokkun leiða Alfaraleiðir og aukaleiðir Frá því að Jónsbók var lögleidd 1281 og fram til dagsins í dag hafa yfirvöld eða embættismenn tekið að sér að skilgreina opinberlega leiðir á Íslandi og hafa heimildir um þessi afskipti varðveist að einhverju leyti. Þessir aðilar höfðu mestan áhuga á alfaravegum enda voru það aðallega þeir vegir sem þeir sjálfir þurftu að fara um. Það er ekki sjálfgefið að almenningur hafi haft sömu skoðanir og embættismenn á því hvaða leiðir væru mikilvægastar. Lengi framan af var vegum skipt í alfaravegi og aukavegi. Þegar veruleg hreyfing fór að komast á vegagerð í landinu á síðari hluta 19. aldar varð __________ 46 Fornar leiðir á Íslandi Mynd 3. Mýrarbrú í landi Áss í Hegranesi (ljósmynd höfundar). þessi skipting heldur flóknari. Leiðum var skipt í fleiri flokka eftir mikilvægi og því hver átti að standa straum af kostnaði við þær. Hlutverk leiðanna urðu líka sérhæfðari og þau urðu því fleiri en áður hafði verið. Mikilvægt er að fram komi í fornleifaskráningu leiða hvaða hlutverki þær gegndu og hverjir fóru um þær. Tvískiptingu leiða í alfara- og aukaleiðir er að finna í rituðum heimildum um samgöngur á Íslandi frá þjóðveldisöld og fram um miðja 19. öld. og er því eðlilegt að stuðst sé við hana frekar en nákvæmari skil- greiningar sem síðar urðu vegna þjóðfélagsbreytinga. Upplýsingar um það hvort leið var alfara- eða aukaleið eru mjög mikilvægar öllum rannsóknum á þeim sjálfum og rannsóknum á samgöngum og hlutverki og mikilvægi þeirra. Hægt er að rannsaka hvort mikilvægi leiða hafi breyst eftir tímabilum og þá hvað hefur valdið því. Vísbendingar um slíkar breytingar kunna að vera í heimildum eða í fornleifunum sjálfum. Skilgreina má alfaraleið á eftirfarandi hátt: Alfaraleið er leið sem íbúar eins eða fleiri héraða fóru um til helstu áfangastaða. Þær lágu milli sýslna, oft fjallvegir, og tengdu afskekkt byggðalög við vegakerfið. Í flokk alfaraleiða falla þær leiðir sem skilgreindar hafa verið sem póstvegir, sýsluvegir og þjóðvegir. Aukaleiðir eru þá í raun allar aðrar, styttri leiðir sem farnar voru oft en af færra fólki. Það eru leiðir milli bæja innan sveitar, leiðir til kirkju, engjavegir, selvegir og aðrar leiðir sem menn fóru við störf sín til sjávar og sveita. Aukaleiðir eru hluti af daglegu lífi fólks innan sveitar. Alfaraleiðir eru farnar af mörgum en sjaldnar og af sérstökum tilefnum; til þings, í kaup- stað, í ver o.s.frv. Ekki falla allar leiðir augljóslega undir annanhvorn þessara flokka. Af þeim sem það gera ekki eru t.d. leiðir sem fólk fór til grasatínslu, til veiða og í göngur. Þessar leiðir er eðlilegast að flokka með aukaleiðum þó þær samræmist ekki þeim flokki að öllu leyti því þær geta verið afar langar og liggja oft upp á hálendið. Þær liggja hins vegar ekki endilega milli sýslna og geta ekki kallast alfaraleiðir. Þessar leiðir eru farnar sjaldan af fáu fólki og þær tengja ekki byggðalög og hafa ekki alltaf skýrt skilgreindan áfangastað. Undirflokkar alfaraleiða Við báða flokka, alfaraleiðir og auka- leiðir, er hægt að bæta nokkrum undirflokkum en hér verður það hins vegar aðeins gert við alfaraleiðir og með því er lögð áhersla á að auka skilning á samgöngukerfinu í stærra samhengi. Hægt er að skipta alfaraleiðum í þrjá undirflokka sem byggja á því hvar eða hvert þær liggja: 1) leiðir milli landshluta, 2) leiðir milli sýslna, 3) leiðir innan héraðs (sýslna). Leiðir milli landshluta eru leiðir sem liggja þvert yfir landið, eins og t.d. Skagfirðinga- vegur, Kjalvegur, Sprengisandsvegur o.s.frv. Leiðir sem liggja milli sýslna liggja oft yfir fjalllendi og heiðar eða __________ 47 Kristborg Þórsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.