Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 48

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 48
annars konar hindranir í landslaginu. Flestar leiðir liggja innan héraða og tengja aukaleiðirnar við leiðirnar milli sýslna og landshluta. Önnur skilgreiningaratriði Skipting leiða í alfaraleiðir og auka- leiðir byggir á því hvert leiðirnar lágu og hversu oft farið var um þær. Annað sem mikilvægt er að skrá er hvort leið liggur um fjöll eða byggð og hvort umferð um leið hafi verið háð árstíðum. Minjar á leiðum um byggð eru að ýmsu leyti ólíkar minjum á leiðum um fjalllendi og heiðar. Meiri umferð hefur verið um leiðir í byggð og því oft meira verið lagt í vegabætur þar þó að það sé ekki einhlítt. Í byggð hafa vegir t.d. verið upphlaðnir í halla og í blautlendi og hlaðnar traðir voru við marga bæi. Vörður sem vísa á leiðir finnast bæði í byggð og á fjöllum en vera kann að þær séu ólíkar að gerð eftir því hvar þær eru. Á fjöllum hafa vegir verið ruddir og þar er að finna sæluhús, áfangastaði og náttstaði. Frekari munur á leiðum í byggð og á fjöllum kann að koma í ljós við skráningu þar sem sjónum er beint sérstaklega að leiðum. Það getur verið álitamál hvar draga eigi mörk milli fjallvega og byggðavega. Eðlilegt er að slík mörk séu dregin við mörk byggðar og hálendis en þau mörk geta verið breytileg eftir tímabilum og gera þarf grein fyrir breytingum á þeim þar sem það á við. Hér er litið svo á að leiðir á óbyggðum heiðum jafnt sem fjöllum og hálendi og leiðir sem farnar voru yfir jökla teljist til fjallvega. Grunnheimildir um samgöngukerfi fortíðar eru veiga- mestar frá miðri 19. öld. Það er því ekki óeðlilegt að mínu mati að miða almennt mörk milli byggðar og hálendis við mörk byggðar á landinu á sama tíma og fram um 1900. Enn eitt sem þarf að hafa í huga er hvort leið hafi eingöngu verið farin á ákveðnum árstímum. Víða voru sérstakar vetrarleiðir sem lágu oft og tíðum annarsstaðar en leiðir sem farnar voru á öðrum árstímum þar sem farið var á sleðum, skautum, skíðum og öðrum hjálpartækjum yfir ís og snjó. Fjallvegir hafa aðallega, en ekki eingöngu, verið farnir yfir sumar- mánuðina og leiðir í byggð, aðrar en vetrarleiðirnar, verið farnar allt árið. Hvar byrjar leið og endar? Það getur verið mjög snúið að ákveða hvar ein leið endar og hvar önnur byrjar. Dæmi um það er þegar ein leið greinist í tvær eða fleiri leiðir. Er þá rétt að líta svo á að ein leið endi og tvær eða fleiri nýjar hefjist eða er um eina aðalleið að ræða sem heldur áfram en aðrar leiðir greinast frá henni eða koma á hana? Eins getur verið álitamál hvort leið endi við ár, vötn og gljúfur og önnur taki við hinum megin við hindrunina. Það er líka hægt að líta svo á að sama leiðin sé báðum megin við hindrunina. Hér að framan er lagt til að skil milli byggða- og fjallvega séu við efstu bæi í byggð. Á leiðum í byggð er flóknara að gera slíkar skiptingar. __________ 48 Fornar leiðir á Íslandi Þumalfingursreglan við afmörkun leiða gæti verið að skilgreina mörk leiða eins vítt og hægt er, að leið hafi einn upphafspunkt og einn endapunkt og þar sem leið greinist í fleiri leiðir sem hafa ekki sama áfangastað ljúki henni og tvær eða fleiri taka við. Til þess að hafa forsendur til að skilgreina mörk leiða vítt þarf að hafa góða heildarsýn yfir leiðakerfið sem fæst með því að skoða stór svæði í einu. Æskilegast væri að skoða heilu héruðin í einu og kortleggja helstu leiðir um þau og úr þeim þó að ætlunin sé ekki að skrá nema hluta þeirra á vettvangi í einu. Ef þetta er ekki gert er hætta á því að leiðum sem liggja út fyrir skráningar -svæðið verði skipt upp í styttri leiðir sem rúmast innan þess eða nærri mörkum þess. Eftir því sem leiðirnar og leiðakaflarnir verða fleiri, þeim mun erfiðara verður að fá þessa marg- umtöluðu heildarsýn af leiðakerfinu og greina hvaða leiðir voru mikilvægari en aðrar. Skráning alfaraleiða heilla héraða getur hvort tveggja nýst sem grunnur fyrir skráningu leiða í hefðbundinni fornleifaskráningu en ekki síður fyrir sjálfstæðar rannsóknir á samgöngu- kerfinu. Hvert var farið og til hvers? Það er undirstöðuatriði í leiða- rannsóknum að kunna deili á helstu áfangastöðum fortíðar og ferðum sem þá voru farnar. Skilningur á því hvert fólk var að fara í fortíðinni og í hvaða __________ 49 Kristborg Þórsdóttir Mynd 4. Vetrarleið á mýrunum hjá Sjávarborg í Skagafirði (Sölvi Sveinsson, 1977).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.