Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 49
annars konar hindranir í landslaginu.
Flestar leiðir liggja innan héraða og
tengja aukaleiðirnar við leiðirnar milli
sýslna og landshluta.
Önnur skilgreiningaratriði
Skipting leiða í alfaraleiðir og auka-
leiðir byggir á því hvert leiðirnar lágu
og hversu oft farið var um þær. Annað
sem mikilvægt er að skrá er hvort leið
liggur um fjöll eða byggð og hvort
umferð um leið hafi verið háð árstíðum.
Minjar á leiðum um byggð eru að
ýmsu leyti ólíkar minjum á leiðum um
fjalllendi og heiðar. Meiri umferð hefur
verið um leiðir í byggð og því oft meira
verið lagt í vegabætur þar þó að það sé
ekki einhlítt. Í byggð hafa vegir t.d.
verið upphlaðnir í halla og í blautlendi
og hlaðnar traðir voru við marga bæi.
Vörður sem vísa á leiðir finnast bæði í
byggð og á fjöllum en vera kann að þær
séu ólíkar að gerð eftir því hvar þær eru.
Á fjöllum hafa vegir verið ruddir og þar
er að finna sæluhús, áfangastaði og
náttstaði. Frekari munur á leiðum í
byggð og á fjöllum kann að koma í ljós
við skráningu þar sem sjónum er beint
sérstaklega að leiðum.
Það getur verið álitamál hvar draga
eigi mörk milli fjallvega og
byggðavega. Eðlilegt er að slík mörk
séu dregin við mörk byggðar og
hálendis en þau mörk geta verið
breytileg eftir tímabilum og gera þarf
grein fyrir breytingum á þeim þar sem
það á við. Hér er litið svo á að leiðir á
óbyggðum heiðum jafnt sem fjöllum og
hálendi og leiðir sem farnar voru yfir
jökla teljist til fjallvega. Grunnheimildir
um samgöngukerfi fortíðar eru veiga-
mestar frá miðri 19. öld. Það er því ekki
óeðlilegt að mínu mati að miða almennt
mörk milli byggðar og hálendis við
mörk byggðar á landinu á sama tíma og
fram um 1900.
Enn eitt sem þarf að hafa í huga er
hvort leið hafi eingöngu verið farin á
ákveðnum árstímum. Víða voru
sérstakar vetrarleiðir sem lágu oft og
tíðum annarsstaðar en leiðir sem farnar
voru á öðrum árstímum þar sem farið
var á sleðum, skautum, skíðum og
öðrum hjálpartækjum yfir ís og snjó.
Fjallvegir hafa aðallega, en ekki
eingöngu, verið farnir yfir sumar-
mánuðina og leiðir í byggð, aðrar en
vetrarleiðirnar, verið farnar allt árið.
Hvar byrjar leið og endar?
Það getur verið mjög snúið að ákveða
hvar ein leið endar og hvar önnur
byrjar. Dæmi um það er þegar ein leið
greinist í tvær eða fleiri leiðir. Er þá rétt
að líta svo á að ein leið endi og tvær eða
fleiri nýjar hefjist eða er um eina
aðalleið að ræða sem heldur áfram en
aðrar leiðir greinast frá henni eða koma
á hana? Eins getur verið álitamál hvort
leið endi við ár, vötn og gljúfur og
önnur taki við hinum megin við
hindrunina. Það er líka hægt að líta svo
á að sama leiðin sé báðum megin við
hindrunina. Hér að framan er lagt til að
skil milli byggða- og fjallvega séu við
efstu bæi í byggð. Á leiðum í byggð er
flóknara að gera slíkar skiptingar.
__________
48
Fornar leiðir á Íslandi
Þumalfingursreglan við afmörkun
leiða gæti verið að skilgreina mörk
leiða eins vítt og hægt er, að leið hafi
einn upphafspunkt og einn endapunkt
og þar sem leið greinist í fleiri leiðir
sem hafa ekki sama áfangastað ljúki
henni og tvær eða fleiri taka við. Til
þess að hafa forsendur til að skilgreina
mörk leiða vítt þarf að hafa góða
heildarsýn yfir leiðakerfið sem fæst
með því að skoða stór svæði í einu.
Æskilegast væri að skoða heilu héruðin
í einu og kortleggja helstu leiðir um þau
og úr þeim þó að ætlunin sé ekki að
skrá nema hluta þeirra á vettvangi í
einu. Ef þetta er ekki gert er hætta á því
að leiðum sem liggja út fyrir skráningar
-svæðið verði skipt upp í styttri leiðir
sem rúmast innan þess eða nærri
mörkum þess. Eftir því sem leiðirnar og
leiðakaflarnir verða fleiri, þeim mun
erfiðara verður að fá þessa marg-
umtöluðu heildarsýn af leiðakerfinu og
greina hvaða leiðir voru mikilvægari en
aðrar. Skráning alfaraleiða heilla héraða
getur hvort tveggja nýst sem grunnur
fyrir skráningu leiða í hefðbundinni
fornleifaskráningu en ekki síður fyrir
sjálfstæðar rannsóknir á samgöngu-
kerfinu.
Hvert var farið og til hvers?
Það er undirstöðuatriði í leiða-
rannsóknum að kunna deili á helstu
áfangastöðum fortíðar og ferðum sem
þá voru farnar. Skilningur á því hvert
fólk var að fara í fortíðinni og í hvaða
__________
49
Kristborg Þórsdóttir
Mynd 4. Vetrarleið á mýrunum hjá Sjávarborg í Skagafirði (Sölvi Sveinsson, 1977).