Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 54

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 54
Á vegaskránni eru tiltekin heiti veganna, sem og heiti upphafs- og endapunkta hvers kafla innan þeirra (Vegagerð ríkisins, 2008b). Hægt er að búa til númerakerfi fyrir fornar leiðir á ýmsan hátt. Til dæmis er hægt að gefa leiðunum númer óháð annarri flokkun, eins og Vegagerðin gerir, en taka fram í öðrum reit hvaða flokki hún tilheyrir. Það er hægt að úthluta hverjum leiðaflokki ákveðinn númerafjölda og þá gefa númerin til kynna hvaða flokki leiðirnar tilheyra. Þá er einnig hægt að gefa til kynna hvaða flokki hver leið tilheyrir með bókstaf sem settur er framan við númerið sem leiðin fær. Hér er lagt til að hverjum leiðaflokki verði úthlutað ákveðnum númerafjölda. Leiðir sem liggja milli landshluta eru fæstar en þær eru fleiri en tíu talsins þannig að ekki er hægt að miða við að þær fái eins stafs tölu. Þó að þær séu sennilega ekki 100 er ágætt að hafa næg laus númer fyrir hvern flokk og því fær þessi flokkur númerin 1-100. Leiðir sem liggja milli sýslna eru töluvert fleiri en milli landshluta en ekki mun það vera gríðarlegur fjöldi leiða svo að óhætt er að sá flokkur fái númerin 101-1000. Leiðir innan héraðs eru mjög margar og fá þær númer frá 1001-10000. Ekki er endilega búist við því að skráðar verði 10.000 leiðir innan héraðs á landinu öllu en það er auðvelt að muna að leiðir á þessu tölubili séu leiðir innan héraðs. Aukaleiðir fá þá númer frá 10000. Til þess að taka af allan vafa um að um leiðir sé að ræða eru númerin auðkennd með bókstafnum L: L100. Ef leiðum er skipt upp í kafla til þess að gera vettvangsskráninguna viðráðanlegri fær hver kafli lítinn bókstaf auk númers leiðarinnar. Kafli á leið milli landshluta gæti þá fengið númerið L001a. Minjarnar sem eru á og við leiðir gætu fengið númer sem samanstanda af númeri leiðarinnar sem þær tilheyra auk hlaupandi númers eins og gert er í annarri fornleifaskráningu, dæmi: L001a:1. Slíkt númerakerfi myndi auka hættu á því að minjar verði tvískráðar, sér í lagi ef minjar sem tengjast leiðum hafa önnur hlutverk en sem samgöngu- minjar. Þegar skrá á samgönguminjar sem ekki er hægt að tengja tiltekinni leið (sbr. vöð) er ekki hægt að gefa þeim númer sem byggir á leiðanúmera- kerfinu. Álitamál í tengslum við leiðaskráningu Algengt mun vera að leiðir nái út fyrir það svæði sem verið er að skrá fornleifar á hverju sinni. Ein af ástæðum þess að leiðaskráning hefur ekki verið með fullnægjandi hætti er að skráningarmenn hafa ekki vitað hvernig eigi að bregðast við því. Lausnin er einföld. Ef þeim aðferðum er beitt sem hér hafa verið settar fram eru heimildir um leiðina og legu hennar skráðar og á vettvangi er sá hluti hennar skráður sem er innan skráningarsvæðisins. Í skráningunni er það tekið fram að leiðin sé ekki fullskráð. Sá sem síðan skráir aðliggjandi svæði sem leiðin liggur áfram um getur tekið upp þráðinn og stuðst við heimildavinnuna sem hefur verið unnin. Ef aðstæður leyfa og það er __________ 54 Fornar leiðir á Íslandi raunhæfur kostur, er æskilegast að leiðinni sé fylgt til enda, eða eins langt og aðstæður leyfa, þó að hún kunni að fara út fyrir skráningarsvæðið í það og það skiptið. Æskilegri aðferð til þess að skrá leiðir á vettvangi hefur verið lýst hér að framan. Eins og með aðrar minjar teljast leiðir ekki fullskráðar fyrr en þær hafa verið skráðar á vettvangi en það er nauðsynlegt til þess að fá allar upplýsingar um leiðirnar og minjarnar sem eru á þeim. Án þess verður því markmiði ekki náð að fá sem ítarlegasta mynd af samgöngukerfinu á hinum ýmsu tímum, mannvirkjum sem því tengjast og breytingum á því. Strangt til tekið þarf að ganga allar leiðir og er þessi aðferð af þeim sökum mjög tímafrek. Það má því hugsa sér að leiðir verði skráðar með blandaðri tækni. Hægt er að velja úr þau svæði þar sem líklegt þykir að finna sýnilegar leifar leiða og samgönguminja og skrá þær á vettvangi en nota aðrar aðferðir við að skrá svæði þar sem minni líkur eru til þess að sjá neitt á vettvangi. Það myndi fækka skrefunum til muna. Flest mælir með því að leiða- skráning fari fram samhliða annarri fornleifaskráningu. Við báðar þessar gerðir skráningar er unnið með sömu heimildir að mestu leyti og svipuðum aðferðum er beitt. Skráningarmenn þurfa að kynna sér vel skráningar- svæðið og fer dýrmætur tími í það sem hægt væri að spara ef sami aðili sæi um skráningu allra minja, líka leiða. Þá má ekki gleyma því að allar minjar eru samtvinnaðar og þær þarf að skoða í samhengi. Skráning grunnkerfis alfara- leiða á 19. öld getur verið hluti af undirbúningsvinnu fyrir fornleifa- skráninguna eða hægt er að hugsa sér að hún verði sérverkefni á landsvísu. Samantekt og niðurstöður Fornar leiðir eru margslungnar og flóknar fornleifar sem erfitt hefur reynst að skrá á fullnægjandi hátt með núverandi aðferðum í fornleifa- skráningu. Leiðir eru áhugaverðar minjar sem geta sagt okkur margt um heim fortíðar því þær hafa tengt alla áfangastaði hvers tíma og endurspegla breytingar í samfélaginu. Það ætti því ekki að leika vafi á mikilvægi þess að skrá og rannsaka þennan minjaflokk. Markviss umfjöllun um leiðir á tilteknum tímabilum í fortíðinni þarf að byggja á heildarmynd af leiðakerfinu sem fæst með skráningu leiða og samræmdum skilgreiningum og flokkun þeirra. Þörf er á nýrri skráningaraðferð fyrir leiðir sem tekur mið af eðli þeirra og umfangi. Löng hefð er fyrir því á Íslandi að skipta leiðum í alfaraleiðir og aukaleiðir og hefur sú skipting verið lögð til grundvallar í þessari grein. Alfaraleiðir eru lykillinn að skilningi á samgöngu- kerfinu í stærra samhengi og hefur þeim verið gefið meira vægi hér að framan en aukaleiðum og þeim skipt frekar í alfaraleiðir milli landshluta, alfaraleiðir milli sýslna og alfaraleiðir innan héraðs. Önnur skilgreiningaratriði fyrir fornar leiðir eru hér talin vera hvort leið er fjall- eða byggðavegur og hvort umferð um hana var árstíðabundin. __________ 55 Kristborg Þórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.