Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 56

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 56
 Leiðir eru frábrugðnar flestum öðrum fornminjum vegna þess að þær eru línulegar og þær geta teygt sig um langa vegu, sumar hverjar landshluta á milli. Lykilatriði fyrir skráningu leiða er að hugsa um þær óháð jörðunum sem þær liggja yfir. Leiðir eru sérstök mengi minja sem skrá þarf sérstaklega og allar stakar samgönguminjar á leiðunum tilheyra þeim og eru innan leiða- mengisins. Annað lykilatriði fyrir leiðaskráningu og allar rannsóknir á leiðum er að skrá upplýsingar um leiðir í gagnagrunna sem byggja á land- upplýsingakerfi. Í slíkum grunnum er hægt að vinna með leiðirnar sem mengi og gera grein fyrir öllum þeim upplýsingum sem um þær er aflað og minjar sem þeim tilheyra. Hægt að skoða leiðirnar á korti eða loftmynd í samhengi við umhverfið og aðrar leiðir og minjar sem er grundvallaratriði fyrir túlkun og skilning á leiðunum og kerfinu sem þær mynda. Til þess að fá sem besta heildarsýn yfir samgöngukerfi hvers tíma er æskilegt að skoða heilu héruðin í einu og kortleggja helstu leiðirnar um þau. Þetta er bæði mikilvægt fyrir leiða- skráningu og fyrir rannsóknir á leiðakerfinu. Ef þetta er ekki gert er hætt við því að leiðir sem liggja út fyrir það svæði sem á að skrá hverju sinni verði ekki skráðar í heild sinni og að heildarsýnin á leiðakerfið glatist. Frá miðri 19. öld eru til mjög góðar heimildir um samgöngukerfið á Íslandi í heild sinni fyrir tíma bílsins. Með því að kortleggja leiðirnar í þessum heimildum fæst góð heildarsýn af samgöngukerfinu frá skýrt afmörkuðum tíma. Grunnkerfi alfaraleiða frá miðri 19. öld er ákveðinn byrjunarreitur fyrir heildræna leiðaskráningu annarra tímabila og út frá því er auðveldara að átta sig á breytingunum sem orðið hafa á leiðakerfinu. Æskilegast er að leiðir séu skráðar í heild sinni á vettvangi en hægt er að gera undantekningu á þeirri kröfu í ýmsum tilvikum. Vænlegast til árangurs er að undirbúa vettvangsskráningu leiða vandlega með því að skilgreina sem flestar leiðir og staðsetja þær eins og hægt er á kort eða loftmynd. Áður en farið er á vettvang þarf að meta hvar mestar líkur eru á að leiðin sé sýnileg af jörðu niðri og leggja áherslu á að skoða þá staði á vettvangi. Þá hluta leiðarinnar sem ekki eru skráðir á vettvangi er hægt að skrá af loftmynd en sú aðferð mun aldrei koma í staðinn fyrir að skrá leiðir á vettvangi. Mikilvægi þess að skrá leið á vettvangi felst annars vegar í því að allt önnur tilfinning og skilningur fæst á leiðinni sjálfri og landslaginu, og hins vegar í því að ná að skrá sem flestar stakar samgönguminjar á leiðum og setja þær í samhengi við leiðirnar sem þær tilheyra. Fornar leiðir eru mjög stór minjaflokkur og mikilvægur þó að hann sé ekki ýkja áberandi. Leiðir eru órjúfanlegur hluti samfélags manna og eru farnar á öllum tímum, milli allra staða. Það sem hér hefur verið lagt til um skilgreiningar og flokkun fornra leiða og um aðferðir til að skrá þær mun vonandi nýtast við öflun gagna um þessar merku minjar og verða til þess __________ 56 Fornar leiðir á Íslandi að fjölga rannsóknum á sviði samgangna á Íslandi fyrr á öldum. Lagður vegur er léttfarnastur. Heimildaskrá Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson. (1998). Ísleif – a database of archaeological sites in Iceland. Archaeologia Islandica 1, 45-46. Aldred, Oscar, Árni Einarsson, Birna Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir. (2005). Forn garðlög í Suður- Þingeyjarsýslu – framvinduskýrsla. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Alþingistíðindi II 1875. (1875-1876). Reykjavík: [Alþingi]. Ágústa Edwald. (2004). Gömlum götum má aldrei gleyma: leiðir í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu á 19. öld. B.A.-ritgerð í fornleifafræði. Reykjavík: Háskóli Íslands. Fornleifastofnun Íslands. (án árs). Leiðbeiningar um svæðisskráningu í námskeiðinu Aðferðafræði 05.63.04- 030 í fornleifafræði við Háskóla Íslands veturinn 2003-2004. Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands. Fornleifastofnun Íslands. (2008). Fornleifaskráning 2007. Sótt 5. apríl 2008 af: http://www.instarch.is/frettir/? ew_news_onlyarea=content1&ew_new s_onlyposition=3&cat_id=20832&ew_ 3_a_id=293374 Fornleifavernd ríkisins. (2007). Fornleifaskráning. Skráningarstaðlar og leiðbeiningar. Drög. Reykjavík: Fornleifavernd ríkisins. Guðmundur Ólafsson og Orri Vésteinsson. (1997). Fornleifaskráning. Skilgreiningar, leiðbeiningar og skráningaraðferðir. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og Fornleifastofnun Íslands. Grágás. (1997). Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík: Mál og menning. Guðmundur Páll Ólafsson. (2000). Hálendið í náttúru Íslands. Reykjavík: Mál og menning. Helgi Þorláksson. (1989). Gamlar götur og goðavald. Um fornar leiðir og völd Oddaverja í Rangárþingi. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Helgi Þorláksson. (1991). ‘Sauðafell. Um leiðir og völd í Dölum við lok þjóðveldis.’ Yfir Íslandsála. Afmælisrit til heiðurs Magnúsi Stefánssyni sextugum 25. desember 1991, bls. 95- 109. Reykjavík: Sögufræðslusjóður. Helgi Þorláksson. (1998). ‘Hruni. Um mikilvægi staðarins fyrir samgöngur, völd og kirkjulegt starf á þjóðveldisöld’. Árnesingur V, 9-72. Íslensk orðabók. (2002). 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Mörður Árnason (ritstjóri). Reykjavík: Edda. Jarðatal Johnsens = Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppnum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslu um sölu þjóðjarða á landinu. Kaupmannahöfn: Gefið út af J. Johnsen. __________ 57 Kristborg Þórsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.