Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 57
Leiðir eru frábrugðnar flestum
öðrum fornminjum vegna þess að þær
eru línulegar og þær geta teygt sig um
langa vegu, sumar hverjar landshluta á
milli. Lykilatriði fyrir skráningu leiða er
að hugsa um þær óháð jörðunum sem
þær liggja yfir. Leiðir eru sérstök mengi
minja sem skrá þarf sérstaklega og allar
stakar samgönguminjar á leiðunum
tilheyra þeim og eru innan leiða-
mengisins. Annað lykilatriði fyrir
leiðaskráningu og allar rannsóknir á
leiðum er að skrá upplýsingar um leiðir
í gagnagrunna sem byggja á land-
upplýsingakerfi. Í slíkum grunnum er
hægt að vinna með leiðirnar sem mengi
og gera grein fyrir öllum þeim
upplýsingum sem um þær er aflað og
minjar sem þeim tilheyra. Hægt að
skoða leiðirnar á korti eða loftmynd í
samhengi við umhverfið og aðrar leiðir
og minjar sem er grundvallaratriði fyrir
túlkun og skilning á leiðunum og
kerfinu sem þær mynda.
Til þess að fá sem besta heildarsýn
yfir samgöngukerfi hvers tíma er
æskilegt að skoða heilu héruðin í einu
og kortleggja helstu leiðirnar um þau.
Þetta er bæði mikilvægt fyrir leiða-
skráningu og fyrir rannsóknir á
leiðakerfinu. Ef þetta er ekki gert er
hætt við því að leiðir sem liggja út fyrir
það svæði sem á að skrá hverju sinni
verði ekki skráðar í heild sinni og að
heildarsýnin á leiðakerfið glatist. Frá
miðri 19. öld eru til mjög góðar
heimildir um samgöngukerfið á Íslandi
í heild sinni fyrir tíma bílsins. Með því
að kortleggja leiðirnar í þessum
heimildum fæst góð heildarsýn af
samgöngukerfinu frá skýrt afmörkuðum
tíma. Grunnkerfi alfaraleiða frá miðri
19. öld er ákveðinn byrjunarreitur fyrir
heildræna leiðaskráningu annarra
tímabila og út frá því er auðveldara að
átta sig á breytingunum sem orðið hafa
á leiðakerfinu.
Æskilegast er að leiðir séu skráðar í
heild sinni á vettvangi en hægt er að
gera undantekningu á þeirri kröfu í
ýmsum tilvikum. Vænlegast til árangurs
er að undirbúa vettvangsskráningu leiða
vandlega með því að skilgreina sem
flestar leiðir og staðsetja þær eins og
hægt er á kort eða loftmynd. Áður en
farið er á vettvang þarf að meta hvar
mestar líkur eru á að leiðin sé sýnileg af
jörðu niðri og leggja áherslu á að skoða
þá staði á vettvangi. Þá hluta leiðarinnar
sem ekki eru skráðir á vettvangi er hægt
að skrá af loftmynd en sú aðferð mun
aldrei koma í staðinn fyrir að skrá leiðir
á vettvangi. Mikilvægi þess að skrá leið
á vettvangi felst annars vegar í því að
allt önnur tilfinning og skilningur fæst á
leiðinni sjálfri og landslaginu, og hins
vegar í því að ná að skrá sem flestar
stakar samgönguminjar á leiðum og
setja þær í samhengi við leiðirnar sem
þær tilheyra.
Fornar leiðir eru mjög stór
minjaflokkur og mikilvægur þó að hann
sé ekki ýkja áberandi. Leiðir eru
órjúfanlegur hluti samfélags manna og
eru farnar á öllum tímum, milli allra
staða. Það sem hér hefur verið lagt til
um skilgreiningar og flokkun fornra
leiða og um aðferðir til að skrá þær mun
vonandi nýtast við öflun gagna um
þessar merku minjar og verða til þess __________
56
Fornar leiðir á Íslandi
að fjölga rannsóknum á sviði
samgangna á Íslandi fyrr á öldum.
Lagður vegur er léttfarnastur.
Heimildaskrá
Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson.
(1998). Ísleif – a database of
archaeological sites in Iceland.
Archaeologia Islandica 1, 45-46.
Aldred, Oscar, Árni Einarsson, Birna
Lárusdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir.
(2005). Forn garðlög í Suður-
Þingeyjarsýslu – framvinduskýrsla.
Reykjavík: Fornleifastofnun Íslands.
Alþingistíðindi II 1875. (1875-1876).
Reykjavík: [Alþingi].
Ágústa Edwald. (2004). Gömlum götum
má aldrei gleyma: leiðir í
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu á 19. öld.
B.A.-ritgerð í fornleifafræði. Reykjavík:
Háskóli Íslands.
Fornleifastofnun Íslands. (án árs).
Leiðbeiningar um svæðisskráningu í
námskeiðinu Aðferðafræði 05.63.04-
030 í fornleifafræði við Háskóla Íslands
veturinn 2003-2004. Reykjavík:
Fornleifastofnun Íslands.
Fornleifastofnun Íslands. (2008).
Fornleifaskráning 2007. Sótt 5. apríl
2008 af: http://www.instarch.is/frettir/?
ew_news_onlyarea=content1&ew_new
s_onlyposition=3&cat_id=20832&ew_
3_a_id=293374
Fornleifavernd ríkisins. (2007).
Fornleifaskráning. Skráningarstaðlar
og leiðbeiningar. Drög. Reykjavík:
Fornleifavernd ríkisins.
Guðmundur Ólafsson og Orri
Vésteinsson. (1997). Fornleifaskráning.
Skilgreiningar, leiðbeiningar og
skráningaraðferðir. Reykjavík:
Þjóðminjasafn Íslands og
Fornleifastofnun Íslands.
Grágás. (1997). Gunnar Karlsson,
Kristján Sveinsson og Mörður Árnason
sáu um útgáfuna. Reykjavík: Mál og
menning.
Guðmundur Páll Ólafsson. (2000).
Hálendið í náttúru Íslands. Reykjavík:
Mál og menning.
Helgi Þorláksson. (1989). Gamlar götur
og goðavald. Um fornar leiðir og völd
Oddaverja í Rangárþingi. Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.
Helgi Þorláksson. (1991). ‘Sauðafell.
Um leiðir og völd í Dölum við lok
þjóðveldis.’ Yfir Íslandsála. Afmælisrit
til heiðurs Magnúsi Stefánssyni
sextugum 25. desember 1991, bls. 95-
109. Reykjavík: Sögufræðslusjóður.
Helgi Þorláksson. (1998). ‘Hruni. Um
mikilvægi staðarins fyrir samgöngur,
völd og kirkjulegt starf á
þjóðveldisöld’. Árnesingur V, 9-72.
Íslensk orðabók. (2002). 3. útgáfa,
aukin og endurbætt. Mörður Árnason
(ritstjóri). Reykjavík: Edda.
Jarðatal Johnsens = Jarðatal á
Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu
í hreppnum og prestaköllum, ágripi úr
búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslu
um sölu þjóðjarða á landinu.
Kaupmannahöfn: Gefið út af J.
Johnsen.
__________
57
Kristborg Þórsdóttir