Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 95

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 95
að markmið kynjafornleifafræði sé að kanna fjölbreytileika samfélagslegra tengsla (Damm 1991, bls. 134). Þrátt fyrir að almenn sátt ríki um gagn og gildi kynjafornleifafræðinnar er stundum gefið til kynna að hún geti aldrei átt við fornleifafræðilegan efnivið sem heild, heldur einungis afmarkaða þætti. Með slíku telur Sørensen að reynt sé að grafa undan kynjafornleifafræði, en sömu gagnrýnisraddir segir hún hafi haldið fram litlu vægi kynja- fornleifafræði fyrir heildarmyndina þar sem efniviður kynjafornleifafræðinnar nái ekki til þess sem liggi utan við konur, hlutverk þeirra og verkefni (Sørensen 1996, bls. 51-52). Ástæðuna fyrir þessu telur Sørensen liggja hjá þeim sem leggi stund á kynja- fornleifafræði þar sem nálgunin hafi verið undir of miklum áhrifum femínískrar fornleifafræði þar sem áherslan hafi verið á að finna kyngervi í efniviðnum. Það sem Sørensen vill er að hugsað sé um það hvernig t.d. konur og málmsmíði tengdust fremur en að reynt sé að finna konur sem voru málmsmiðir (Sørensen 1996, bls. 51- 52). Ástæðan fyrir því að rannsakað var hvernig hlutir hefðu mótandi áhrif á kyngervi, var í upphafi femínískar fornleifafræði hluti af því markmiði (og þeirrar löngunar) að gera konur sýnilegar í fortíðinni. Sørensen segir þær niðurstöður sem fengist hafa úr þessari nálgun hafa valdið henni vonbrigðum að því leyti að þetta hafi ekki haft í för með sér breyttan skilning á fortíðinni að nokkru marki. Að hennar mati leiddi þessi nálgun kynja- fornleifafræði á ranga braut við það að greina hvernig kynjaður skilningur á uppbyggingu samfélaga fáist. Hún telur að áherslan á aðlögun fyrirliggjandi aðferðafræði fornleifafræði hafi leitt til þess að þróun á hugtökum kynja- fornleifafræðinnar hafi verið vanrækt. Til að mynda telur hún að tengsl kyns og kyngervis, bæði sem hugtaka og fyrirbæra, hafi ekki verið nægilega könnuð (Sørensen 2000, bls. 71). Fyrirliggjandi aðferðafræði gerði ekki ráð fyrir óhlutbundnum atriðum eins og kyngervi þar sem aðferðafræði fornleifafræðinnar, þ.e.a.s. sá þáttur sem lýtur að uppgrefti, hefur verið undir miklum áhrifum frá og mótast af raun- hyggjulegum (e. positivist) aðferðum. Alhæfingar og mynstur voru það sem leitað var að innan þeirra sviða og því féll fjölbreytni og óræðni kyngervanna illa að þeim (Gilchrist 1999, bls. 26). Sørensen vill að innan kynja- fornleifafræði sé fyrst og fremst lögð stund á fornleifafræði - fremur en femínískar rannsóknir (Sørensen, 2000, bls. 205). Sem dæmi um þetta nefnir hún eigin rannsókn á konum og málmsmíði sem birtist m.a. í greininni „Identifying or Including: Approaches to The Engendering of Archaeology“ (Sørensen 1996). Hefð- bundin femínísk nálgun hefði beinst að því að gera konur sýnilegri í málmvinnslu og gera þannig konur að málmsmiðum. Markmiðið með því segir Sørensen, hefði þá verið að gera __________ 94 Undir mold og steinum... konur hluta af sviði sem þeim hefði áður verið haldið utan við. Þetta telur hún of takmarkaða nálgun þar sem það geri málmvinnslu að annað hvort kvenkyns- eða karlkyns starfi og gefi ekki innsýn inn í hvaða samhengi málmvinnsla var innan samfélagsins. Að mati Sørensen er slík nálgun mun betri fyrir kynjafornleifafræði en sú hefðbundna þó svo hún gefi ekki af sér eins afgerandi niðurstöður. En hún telur að til lengri tíma litið sé þetta mun gagnlegra (1996, bls. 54-55). Styrkur slíkra nálgana fyrir kynja- fornleifafræði segir hún vera að með þeim geti konur verið miðlægar sem rannsóknarefni hvort sem þær hafi verið miðlægar í tiltekinni framkvæmd eða athöfn, eða ekki. Hún segir að þetta þurfi ekki að breyta neinu varðandi stöðu kvenna eða að með þessu verði þær jafningar karla í fortíðinni, heldur sé markmiðið það að þær verði jafnmikill hluti af rannsóknarefninu (Sørensen 1996, bls. 55). Birtingarmynd kyngervis í fornleifa- fræðilegum efnivið er ekki auð- greinanleg. Kyngervi er ekki hægt að grafa fram, engin ákveðinn líkamshluti inniheldur það og enginn sérstakur gripur sem býr yfir því (Sørensen 2000, bls. 53). Þessir annmarkar kyngervis eru sjaldan teknir með í dæmið að mati Sørensen og að kyngervi séu eignaðir eiginleikar út frá ákveðnum gripa- hópum. Annmarkarnir eru einna greinilegastir, segir hún, í rannsóknum á gröfum og grafarumbúnaði þegar takast þarf á við einstaklinga sem bjuggu bæði yfir kyni og kyngervi (Sørensen 2000, bls. 53-54). Sørensen nefnir að oft sé spurt hvernig hægt sé að fylgjast með kyngervi og hvernig hægt sé að vita hvort hlutur innihaldi kyngervi. Hún telur að slíkum spurningum sé ógerningur að svara. Að minnsta kosti ekki þegar þær eru lagðar fram eins og kyngervi sé hlutur, það sé það ekki – kyngervi sé ferli, hegðunarmynstur og áhrif þess. Slíkar spurningar eru þó að vissu leyti skiljanlegar, því eitt af aðalviðfangsefnum fornleifafræðinnar eru jú hlutir. Afleiðingar þessa, segir Sørensen, sé að kynjafornleifafræði verði að beina sjónum sínum að miklu leyti að hlutum til þess að öðlast skilning á því hvernig kyngervi mótast af hlutum og notar þá. Hlutir vekja viðbrögð, kalla fram minningar og tilfinningar (Sørensen 2000, bls. 70-71; 78). Aukin áhersla á hlutinn hefur einmitt komið fram í fornleifafræði, m.a. innan svokallaðar samhverfrar fornleifafræði (e. symmetrical archaeology). Því er oft haldið fram að innleiðing femínisma í fornleifafræði hafi átt sér óvenju langan aðdraganda miðað við aðrar fræðigreinar. Það er sökum þess að kynjafornleifafræði sem undirgrein innan fagsins var ekki komið á fót fyrr en um 10-20 árum eftir að femínískar kenningar fóru að hafa mikil áhrif í mörgum öðrum fræðigreinum (Gilchrist 1999, bls. 26). Að mati Gilchrist má sem fyrr segir rekja aðalástæðuna fyrir tregðu vissra aðila innan fornleifafræði __________ 95 Sandra Sif Einarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.